Erlent

Vélmenni NASA gerir mikilvæga uppgvötvun á Mars

Bandaríska geimvísindastofnunin NASA segir að vélmenni það sem stofnunin hefur á Mars hafi gert mikilvæga uppgvötvun á yfirborði plánetunnar. Í fyrsta sinn hafa fundist ummerki sem gefa til kynna að örverur gátu vel þirfist á Mars áður fyrr.

Ummerki þessi fundust í jarðvegi eftir að vélmennið hafði keyrt yfir hann og þyrlað honum upp. Jarðvegur þessi hafi að öllum læikindum myndast þegar heitt hveravatn komst í snertingu við hraun. Við svipaðar aðstæður á jörðinni finnast oftast mikið af bakteríum.

Vísindamenn NASA segja að um mikilvæga uppgvötvun sé að ræða en heppni liggi að baki henni. Vélmennið sem hér um ræðir keyrir á hjólum. Eitt þeirra er brotið og því myndar vélmennið rákir í jarðvegi Mars og þyrlar honum upp þar sem það fer um.

Í vor tóku vísindamenn eftir því að jarðvegurinn sem þannig þyrlaðist upp var mun ljósari á litinn en sjálft yfirborð plánetunnar. Við nánari rannsókn kom í ljós að þessi jarðvegur innihélt hátt hlutfall af glersteini en hann myndast aðallega á hverasvæðum. Hafi hveravirkni verið til staðar á Mars fyrir löngu síðan eru allar líkur á að örverur hafi þrifist þar.

Ætlunin er að koma upp vísindastöð á Mars árið 2009 og mun hún geta veitt betri upplýsingar. Vonast er til að finna steingerðar örverur í glersteininum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×