Ljósmynd af ellefu ára gamalli afganskri telpu sem var gefin fertugum karli vann fyrstu verðlaun í ljósmyndakeppni Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna.
Foreldrar Ghulam F. sögðu að þeir hafi gefið hana Mohammes Faiz vegna fátæktar.
Brúðguminn segir að hann ætli að senda brúði sína í skóla, en konur í Ghor héraði í Aftanistan telja sig vita betur.
En það er ekki bara í Afganistan sem barnahjónabönd eru vandamál, að sögn Sameinuðu þjóðanna.
Tugir milljóna ungra barna eða stúlkna eru ár hvert neyddar til að giftast margfallt eldri mönnum.
Yngstu brúðirnar eru í Rajastan héraði á Indlandi. Þar eru 15 prósent undir 10 ára gamlar þegar þær ganga í hjónaband.