Gunnar: Gaf merki um hornspyrnu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2007 18:04 Dick Advocaat, þjálfari Zenit, var ekki ánægður með vítaspyrnudóm Kristins. Nordic Photos / AFP Gunnar Gylfason, FIFA aðstoðardómari, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Kristins Jakobssonar. Gunnar var aðstoðardómari Kristins í leik Everton og Zenit St. Pétursborg í UEFA-bikarkeppninni fyrr í mánuðinum. Kristinn dæmdi vítaspyrnu í leiknum og rak leikmann rússneska liðsins af velli í kjölfarið fyrir að handleika knöttinn innan teigs. Sjónvarpsendursýningar sýndu hins vegar að umræddur leikmaður handlék knöttinn ekki. Var því hvorki vítaspyrnan né rauða spjaldið réttur dómur. Kristinn tjáði sig um atvikið í samtali við Fréttablaðið þann 7. desember. „Þetta var stór ákvörðun sem ég tók í samráði við aðstoðardómara, sem var Gunnar Gylfason í þessu tilviki, og við stóðum náttúrlega og féllum með henni. Fyrst ég mat þetta þannig að leikmaður Zenit hefði handleikið knöttinn og um leið komið í veg fyrir mark, þá lá það í augum uppi samkvæmt reglum að dæma víti og gefa viðkomandi leikmanni rautt spjald. Ef ég hefði hins vegar séð atvikið frá öðru sjónarhorni, eins og ég sá á myndbandsupptöku eftir leikinn, þá hefði ég vitanlega hvorki dæmt víti né gefið leikmanninum rautt spjald," sagði Kristinn. Kristinn tjáði sig svo á nýjan leik um atvikið í viðtali við Fréttablaðið í gær. „Heildarniðurstaðan er mjög góð en það var samt rætt samstarf okkar Gunnars [Gylfasonar aðstoðardómara]. Gunnari fannst þetta vera víti og hendi og ég varð auðvitað að elta hann enda erum við í sama liði. Við stöndum og föllum með því," sagði Kristinn. Gunnar Gylfason sendi svo frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í dag: „Samkvæmt reglum UEFA er dómurum óheimilt að tjá sig við fjölmiðla um þá leiki sem þeir dæma á vegum þeirra. Ég tel mig hins vegar knúinn til þess að leiðrétta misskilning sem hefur orðið vegna ummæla Kristins Jakobssonar í fjölmiðlum eftir leik Everton og Zenit Petersburg 5. desember s.l. Á 30. mínútu leiksins tók Kristinn þá ákvörðun að dæma vítaspyrnu á Zenit þegar undirritaður gaf merki um hornspyrnu." Evrópudeild UEFA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira
Gunnar Gylfason, FIFA aðstoðardómari, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Kristins Jakobssonar. Gunnar var aðstoðardómari Kristins í leik Everton og Zenit St. Pétursborg í UEFA-bikarkeppninni fyrr í mánuðinum. Kristinn dæmdi vítaspyrnu í leiknum og rak leikmann rússneska liðsins af velli í kjölfarið fyrir að handleika knöttinn innan teigs. Sjónvarpsendursýningar sýndu hins vegar að umræddur leikmaður handlék knöttinn ekki. Var því hvorki vítaspyrnan né rauða spjaldið réttur dómur. Kristinn tjáði sig um atvikið í samtali við Fréttablaðið þann 7. desember. „Þetta var stór ákvörðun sem ég tók í samráði við aðstoðardómara, sem var Gunnar Gylfason í þessu tilviki, og við stóðum náttúrlega og féllum með henni. Fyrst ég mat þetta þannig að leikmaður Zenit hefði handleikið knöttinn og um leið komið í veg fyrir mark, þá lá það í augum uppi samkvæmt reglum að dæma víti og gefa viðkomandi leikmanni rautt spjald. Ef ég hefði hins vegar séð atvikið frá öðru sjónarhorni, eins og ég sá á myndbandsupptöku eftir leikinn, þá hefði ég vitanlega hvorki dæmt víti né gefið leikmanninum rautt spjald," sagði Kristinn. Kristinn tjáði sig svo á nýjan leik um atvikið í viðtali við Fréttablaðið í gær. „Heildarniðurstaðan er mjög góð en það var samt rætt samstarf okkar Gunnars [Gylfasonar aðstoðardómara]. Gunnari fannst þetta vera víti og hendi og ég varð auðvitað að elta hann enda erum við í sama liði. Við stöndum og föllum með því," sagði Kristinn. Gunnar Gylfason sendi svo frá sér eftirfarandi yfirlýsingu í dag: „Samkvæmt reglum UEFA er dómurum óheimilt að tjá sig við fjölmiðla um þá leiki sem þeir dæma á vegum þeirra. Ég tel mig hins vegar knúinn til þess að leiðrétta misskilning sem hefur orðið vegna ummæla Kristins Jakobssonar í fjölmiðlum eftir leik Everton og Zenit Petersburg 5. desember s.l. Á 30. mínútu leiksins tók Kristinn þá ákvörðun að dæma vítaspyrnu á Zenit þegar undirritaður gaf merki um hornspyrnu."
Evrópudeild UEFA Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Sjá meira