Sport

Dagný Linda næstsíðust

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagný Linda Kristjánsdóttir.
Dagný Linda Kristjánsdóttir. Nordic Photos / Getty Images

Dagný Linda Kristjánsdóttir varð í dag í næstsíðasta sæti í bruni á heimsbikarmóti í St. Anton í Austurríki í dag. Lindsay Vonn frá Bandaríkjunum bar sigur úr býtum.

Dagný Linda kom í mark á 1:37,08 mínútum og var 5,08 sekúndum á eftir Vonn. Hún var í 40. sæti af þeim 41 keppanda sem kláruðu brautina en tveir keppendur mættu ekki til leiks, fimm féllu úr leik og einn var dæmdur úr leik.

Það voru Norður-Ameríkubúar sem röðuðu sér á verðlaunapallinn. Kelly Vanderbeek varð í öðru sæti og Julia Mancuso frá Bandaríkjunum í því þriðja.

Sænska skíðadrottningin Anja Pärson var ein þeirra sem féll úr leik í dag. Aðeins ein önnur skíðakona frá Norðurlöndunum keppti í dag, það var Jessica Lindell-Vikarby frá Svíþjóð sem varð í 31. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×