Erlent

Gíraffar skiptast í sex tegundir

Vísindamenn hafa fundið út að gíraffar skiptast i sex ólíkar tegundir en ekki eina eins og áður hefur verið talið.

Rannsókn sem gerð var á lífsháttum gíraffa nýlega leiddi í ljós að mikill munur er á háralit gíraffa eftir því hvar þeir eru staðsettir í Afríku. Og jafnframt að hinar ólíku tegundir gíraffa virðast ekki blandast saman. Það er fyrir utan gíraffa í dýragörðum þar sem gíraffar af ólíkum tegundum eignast oft afkvæmi saman.

David Brown sem stjórnaði rannsókninni segir í þætti á BBC um málið að með því að styðjast við örtækni sé mögulegt að flokka gíraffa í sex tegundir. Og að hver hópur þeirra fyrir sig er einangraður frá öðrum hópum.

Þetta er athyglisvert, að sögn Brown, þar sem gíraffar fara víða um í leit sinni að fæðu og oft eru heimaslóðir þeirra fleiri hundruð ferkílómetrar að stærð.

Brown segir að sumar af þessum sex ólíku tegundum gíraffa telji aðeins nokkur hundruð dýr og því sé mikilvægt að huga að verndun á þeim stofnum. Á síðasta áratug hefur gíröffum fækkað um 30% á heildina litið og telja þeir nú um 100.000 dýr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×