Myndskeiðið fór í dreifingu á samfélagsmiðlum eftir að Harris varð forsetaefni Demókrataflokksins, í gegnum vefsíðu fyrir skáldaðan fjölmiðil í San Francisko, KBSF-TV.
Samkvæmt Microsoft er myndskeiðið til marks um aukinn þunga sem Rússar hafa lagt í að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs en svo virðist sem það hafi tekið nokkurn tíma fyrir þrjótana að ná vopnum sínum á ný eftir að Biden steig til hliðar.
🚨🇺🇸BREAKING: #HitAndRunKamala coule lose the US Presidential election over this shocking revelation!
— Aussie Cossack (@aussiecossack) September 3, 2024
Make this go viral MAGA folks! https://t.co/RljuoQW4At pic.twitter.com/EDH6fLY6p6
Greinendur Microsoft segja að seint í ágúst hafi umræddur hópur, Storm-1516, hins vegar farið að framleiða efni gegn Harris og varaforsetaefni hennar Tim Walz. Hópurinn er þekktur fyrir að framleiða myndskeið þar sem leikarar eru settir í hlutverk fréttamanna og/eða uppljóstrara.
Umrætt myndskeið hefur verið spilað 2,7 milljón sinnum.
Sendiráð Rússlands í Washington hefur ekki svarað fyrirspurn Reuters um málið en þess ber að geta að Harris er ötull stuðningsmaður Úkraínu í stríðinu við Rússa.