Hver fer til Belgrad? 4. janúar 2008 04:00 Hó hó hó Barði Jóhannsson þykir sigurstranglegur með vöðvafjöllin í Mercedes Club. Það kemur í ljós laugardagskvöldið 23. febrúar hvaða lag verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Belgrad í maí. Keppnin hefur sem kunnugt er farið fram í Laugardagslögunum og það eru enn sjö þættir eftir. Fyrirkomulag keppninnar þykir nokkuð flókið og því er ekki úr vegi að útskýra næstu skref. Annað kvöld hefst fjörið á ný eftir jólafrí. Boðið verður upp á upprifjunarþátt með svipmyndum baksviðs. Einnig kemur í ljós hvaða þrjú lög fara áfram í sérstakan „wild card" aukaþátt. Lögin þrjú valdi valnefnd á vegum Rásar 2 úr ellefu afgangslögum úr fyrstu umferð. Tólfta janúar er komið að „wild card" aukaþættinum. Lögin þrjú sem komust hingað eru sungin og leikin og kosið er um þau í símakosningu. Aðeins eitt lag fer áfram í næstu umferð. Þá eru lögin orðin samtals 12, en voru 33 þegar keppnin hófst. Næstu fjögur laugardagskvöld - 19. og 26. janúar og 2. og 9. febrúar - verður boðið upp á fjóra útsláttarþætti. Þrjú lög eru flutt í hverjum þætti og í símakosningu er kosið um hvaða tvö komast áfram. Eitt lag dettur út í hverjum þætti og fær ekki fleiri tækifæri. Hinn sextánda febrúar er spennan í hámarki og til að æsa mannskapinn enn upp býður RÚV upp á upphitunarþátt. Lögin átta sem eru komin í úrslit verða flutt ásamt glensi og gamni. Stóra stundin rennur upp 23. febrúar. Þá lýkur hinu mikla Eurovision-ferðalagi sem hófst 6. október. Úrslitalögin átta verða flutt og búast má við gífurlegri þátttöku í símakosningu (99,90 hvert símtal). Eitt lag stendur svo uppi sem sigurvegari og fer til Belgrad. Þar vekur það mikla athygli á landi og þjóð og rótburstar keppnina enda valdi íslenska þjóðin alveg rétt í þetta skipti. Eða ekki. Eurovision Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
Það kemur í ljós laugardagskvöldið 23. febrúar hvaða lag verður fulltrúi Íslands í Eurovision í Belgrad í maí. Keppnin hefur sem kunnugt er farið fram í Laugardagslögunum og það eru enn sjö þættir eftir. Fyrirkomulag keppninnar þykir nokkuð flókið og því er ekki úr vegi að útskýra næstu skref. Annað kvöld hefst fjörið á ný eftir jólafrí. Boðið verður upp á upprifjunarþátt með svipmyndum baksviðs. Einnig kemur í ljós hvaða þrjú lög fara áfram í sérstakan „wild card" aukaþátt. Lögin þrjú valdi valnefnd á vegum Rásar 2 úr ellefu afgangslögum úr fyrstu umferð. Tólfta janúar er komið að „wild card" aukaþættinum. Lögin þrjú sem komust hingað eru sungin og leikin og kosið er um þau í símakosningu. Aðeins eitt lag fer áfram í næstu umferð. Þá eru lögin orðin samtals 12, en voru 33 þegar keppnin hófst. Næstu fjögur laugardagskvöld - 19. og 26. janúar og 2. og 9. febrúar - verður boðið upp á fjóra útsláttarþætti. Þrjú lög eru flutt í hverjum þætti og í símakosningu er kosið um hvaða tvö komast áfram. Eitt lag dettur út í hverjum þætti og fær ekki fleiri tækifæri. Hinn sextánda febrúar er spennan í hámarki og til að æsa mannskapinn enn upp býður RÚV upp á upphitunarþátt. Lögin átta sem eru komin í úrslit verða flutt ásamt glensi og gamni. Stóra stundin rennur upp 23. febrúar. Þá lýkur hinu mikla Eurovision-ferðalagi sem hófst 6. október. Úrslitalögin átta verða flutt og búast má við gífurlegri þátttöku í símakosningu (99,90 hvert símtal). Eitt lag stendur svo uppi sem sigurvegari og fer til Belgrad. Þar vekur það mikla athygli á landi og þjóð og rótburstar keppnina enda valdi íslenska þjóðin alveg rétt í þetta skipti. Eða ekki.
Eurovision Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira