Bankahólfið: Leitin mikla 9. janúar 2008 00:01 Peter Lehmann Shiraz rauðvín Það vakti nokkra undrun að Jón Karl Ólafsson, fráfarandi forstjóri Icelandair, skyldi látinn taka pokann sinn. Svo virðist sem núverandi eigendur hafi ekki verið ánægðir með störf hans eða þá að menn hafi ekki náð að ganga og tala í takt. Reynsla Jóns Karls á rekstri flugfélaga er nokkur og hann er góður talsmaður skráðs félags. En það voru engar biðraðir í starf hans samkvæmt heimildum Markaðarins. Talað var við að minnsta kosti sjö einstaklinga og þeim boðinn stóllinn áður en Björgólfur Jóhannsson sagði já. Skiljanleg ákvörðun hjá Björgólfi enda stendur Icelandair illa og björgunarleiðangurinn hafinn. Ræða kynlíf eftir símafundBúast má við miklu fjöri á hluthafafundi Elisa 21. janúar þar sem Björgólfur Thor Björgólfsson og Orri Hauksson munu þurfa að kljást við þjóðarsál Finna til að breyta þessu rótgróna símafyrirtæki. Margir hluthafar eiga seturétt og ef til vill mun blása köldu í átt að Íslendingum enda fundurinn haldinn í skautahöllinni í Helsinki. Eftir að prúðbúnir hluthafar og ný stjórn ganga út úr höllinni tekur enn fjörugri fundur við. Þá verður einhvers konar kynlífsráðstefna haldin í skautahöllinni undir nafni Sexhibition. Fólk úr þeim geira kemur þá saman og ræðir sameiginlega hagsmuni iðnaðarins. Varla munu þessir hópar skarast mikið og vonandi truflar kynlífsráðstefnan ekki þjóðarsál Finna eins mikið og Íslendinga þegar fólki var úthýst af Hótel Sögu í fyrra.Gott partíNokkur geðshræring greip um sig þegar Kaupþing sendi lykilmönnum Fjármálaeftirlitsins rauðvín um jólin. Forstjóri eftirlitsins ánafnaði starfsmannasjóðnum flöskurnar og verður líklega haldið gott partí á næstunni þar sem veigarnar verða teygaðar. Þessir heilögu Kínamúrar eru auðvitað nauðsynlegir til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Þrátt fyrir að Fjármálaeftirlitið megi ekki þiggja rauðvínsflösku frá fjármálafyrirtækjum þá er það svo að fjármálafyrirtækin standa straum af rekstri eftirlitsins á hverju ári. Það mun varla hafa áhrif á viðhorf starfsmanna FME til skjólstæðinga stofnunarinnar enda má segja það hreina og beina skattheimtu. Og varla rennur króna af þeirri fjármögnun til kaupa á rauðvíni eða öðrum veigum í ferðum starfsmanna eða uppákomum. Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Það vakti nokkra undrun að Jón Karl Ólafsson, fráfarandi forstjóri Icelandair, skyldi látinn taka pokann sinn. Svo virðist sem núverandi eigendur hafi ekki verið ánægðir með störf hans eða þá að menn hafi ekki náð að ganga og tala í takt. Reynsla Jóns Karls á rekstri flugfélaga er nokkur og hann er góður talsmaður skráðs félags. En það voru engar biðraðir í starf hans samkvæmt heimildum Markaðarins. Talað var við að minnsta kosti sjö einstaklinga og þeim boðinn stóllinn áður en Björgólfur Jóhannsson sagði já. Skiljanleg ákvörðun hjá Björgólfi enda stendur Icelandair illa og björgunarleiðangurinn hafinn. Ræða kynlíf eftir símafundBúast má við miklu fjöri á hluthafafundi Elisa 21. janúar þar sem Björgólfur Thor Björgólfsson og Orri Hauksson munu þurfa að kljást við þjóðarsál Finna til að breyta þessu rótgróna símafyrirtæki. Margir hluthafar eiga seturétt og ef til vill mun blása köldu í átt að Íslendingum enda fundurinn haldinn í skautahöllinni í Helsinki. Eftir að prúðbúnir hluthafar og ný stjórn ganga út úr höllinni tekur enn fjörugri fundur við. Þá verður einhvers konar kynlífsráðstefna haldin í skautahöllinni undir nafni Sexhibition. Fólk úr þeim geira kemur þá saman og ræðir sameiginlega hagsmuni iðnaðarins. Varla munu þessir hópar skarast mikið og vonandi truflar kynlífsráðstefnan ekki þjóðarsál Finna eins mikið og Íslendinga þegar fólki var úthýst af Hótel Sögu í fyrra.Gott partíNokkur geðshræring greip um sig þegar Kaupþing sendi lykilmönnum Fjármálaeftirlitsins rauðvín um jólin. Forstjóri eftirlitsins ánafnaði starfsmannasjóðnum flöskurnar og verður líklega haldið gott partí á næstunni þar sem veigarnar verða teygaðar. Þessir heilögu Kínamúrar eru auðvitað nauðsynlegir til að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra. Þrátt fyrir að Fjármálaeftirlitið megi ekki þiggja rauðvínsflösku frá fjármálafyrirtækjum þá er það svo að fjármálafyrirtækin standa straum af rekstri eftirlitsins á hverju ári. Það mun varla hafa áhrif á viðhorf starfsmanna FME til skjólstæðinga stofnunarinnar enda má segja það hreina og beina skattheimtu. Og varla rennur króna af þeirri fjármögnun til kaupa á rauðvíni eða öðrum veigum í ferðum starfsmanna eða uppákomum.
Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira