Partí-Hanz rindill við hlið helmassaðs Gaz-manns Jakob Bjarnar Grétarsson skrifar 9. janúar 2008 06:00 Vöðvaðir tónlistarmenn í vanda Gaz-mann hefur bætt á sig 15 kg frá því í undankeppninni en Party-Hanz aðeins sett á sig tvö. Vísir/Anton „Sko, það er komið upp ákveðið vandamál. Party-Hanz er aðeins búinn að bæta á sig tveimur kílóum en Gaz-mann er búinn að massa sig upp um 15 kíló. Og ekki arða af fitu þar,“ segir Egill „Gillzenegger“ Einarsson, talsmaður sveitarinnar Mercedes Club. Hljómsveitin undirbýr sig af kappi fyrir undanúrslit og úrslitakeppni í forvali Eurovision-söngvakeppninnar þar sem hún flytur lag Barða Jóhannssonar „Ho ho ho, we say hey hey hey“. Styttist í stuðið því 19. og 26. janúar og 2. og 9. febrúar verða fjórir útsláttarþættir. Þrjú lög verða flutt í hverjum þætti og kosið um hvaða tvö komast áfram. „Við fáum að koma tvisvar fram áður en við förum til Serbíu,“ segir Egill og hvarflar ekki að honum eina mínútu að Mercedes Club muni ekki vinna. Í bígerð er vídeó sem heitir „The Road to Eurovision“. Að sögn Egils „eitthvert hrikalegasta vídeó sem sést hefur á YouTube.“ Þótt söngkonan Rebekka Kolbeinsdóttir og Cerez4 skipi framvarðasveitina hafa bumbuslagararnir Party-Hanz (Jóhann Ólafur Schröder) og Gaz-mann (Garðar Ómarsson) og hljómboðsleikarinn Gillzenegger ekki vakið minni athygli. Þeir leggja ekki minna upp úr að vera vel á sig komnir en að hafa dúr og moll á hreinu. Félagarnir þrír hafa einsett sér að bæta á sig tíu kílóa vöðvamassa fyrir úrslitakvöldið. „Algert lágmark. Stífur undirbúningur. Fimm daga veikindi mín settu reyndar strik í reikninginn. Voru ekki að gera góða hluti fyrir vöðvabygginguna en ég var búinn að bæta á mig 7 kg. Ég lofa að ég verð kominn upp í 98 kg fyrir úrslitakvöldið - helskafinn.“ Vandinn sem að þremmenningum steðjar er að Gaz-mann er orðinn helmingi massaðari en þegar sjónvarpsáhorfendur sáu hann í undankeppninni. Því er ekki svo farið með Party-Hanz. Þótti hann þó þá þegar hálfvæskilslegur við hlið vöðvatröllsins vinar síns. „Þetta er að verða vandræðalegt. Menn eru að hugsa um kvenþjóðina og svona. En í þessum orðum töluðum er ég að horfa á Jóa lyfta og við verðum að gefa honum séns á að ná þessu upp,“ segir Gillzenegger. Aðspurður hvernig þetta nafn sé til komið - Gaz-mann - segir Egill það einfaldlega svo að þegar menn eru að lyfta hrikalega og éta prótín þá komi fyrir að þeir leysi vind. En hann tekur skýrt fram að þrátt fyrir nafnið prumpi Gaz-mann ekki meira en gengur og gerist. „En nú þurfum við að toppa. Þýðir ekkert bara að tala um það. Ég get upplýst að í undanúrslitunum mun eldur koma við sögu. En aðaltrompið, ásinn í þessu sem mun skila tíu þúsund atkvæðum aukalega, því verður splæst á úrslitakvöldinu,“ segir Gilzenegger og neitar að upplýsa meira. Eurovision Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Fleiri fréttir Palestínskir fánir leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Sjá meira
„Sko, það er komið upp ákveðið vandamál. Party-Hanz er aðeins búinn að bæta á sig tveimur kílóum en Gaz-mann er búinn að massa sig upp um 15 kíló. Og ekki arða af fitu þar,“ segir Egill „Gillzenegger“ Einarsson, talsmaður sveitarinnar Mercedes Club. Hljómsveitin undirbýr sig af kappi fyrir undanúrslit og úrslitakeppni í forvali Eurovision-söngvakeppninnar þar sem hún flytur lag Barða Jóhannssonar „Ho ho ho, we say hey hey hey“. Styttist í stuðið því 19. og 26. janúar og 2. og 9. febrúar verða fjórir útsláttarþættir. Þrjú lög verða flutt í hverjum þætti og kosið um hvaða tvö komast áfram. „Við fáum að koma tvisvar fram áður en við förum til Serbíu,“ segir Egill og hvarflar ekki að honum eina mínútu að Mercedes Club muni ekki vinna. Í bígerð er vídeó sem heitir „The Road to Eurovision“. Að sögn Egils „eitthvert hrikalegasta vídeó sem sést hefur á YouTube.“ Þótt söngkonan Rebekka Kolbeinsdóttir og Cerez4 skipi framvarðasveitina hafa bumbuslagararnir Party-Hanz (Jóhann Ólafur Schröder) og Gaz-mann (Garðar Ómarsson) og hljómboðsleikarinn Gillzenegger ekki vakið minni athygli. Þeir leggja ekki minna upp úr að vera vel á sig komnir en að hafa dúr og moll á hreinu. Félagarnir þrír hafa einsett sér að bæta á sig tíu kílóa vöðvamassa fyrir úrslitakvöldið. „Algert lágmark. Stífur undirbúningur. Fimm daga veikindi mín settu reyndar strik í reikninginn. Voru ekki að gera góða hluti fyrir vöðvabygginguna en ég var búinn að bæta á mig 7 kg. Ég lofa að ég verð kominn upp í 98 kg fyrir úrslitakvöldið - helskafinn.“ Vandinn sem að þremmenningum steðjar er að Gaz-mann er orðinn helmingi massaðari en þegar sjónvarpsáhorfendur sáu hann í undankeppninni. Því er ekki svo farið með Party-Hanz. Þótti hann þó þá þegar hálfvæskilslegur við hlið vöðvatröllsins vinar síns. „Þetta er að verða vandræðalegt. Menn eru að hugsa um kvenþjóðina og svona. En í þessum orðum töluðum er ég að horfa á Jóa lyfta og við verðum að gefa honum séns á að ná þessu upp,“ segir Gillzenegger. Aðspurður hvernig þetta nafn sé til komið - Gaz-mann - segir Egill það einfaldlega svo að þegar menn eru að lyfta hrikalega og éta prótín þá komi fyrir að þeir leysi vind. En hann tekur skýrt fram að þrátt fyrir nafnið prumpi Gaz-mann ekki meira en gengur og gerist. „En nú þurfum við að toppa. Þýðir ekkert bara að tala um það. Ég get upplýst að í undanúrslitunum mun eldur koma við sögu. En aðaltrompið, ásinn í þessu sem mun skila tíu þúsund atkvæðum aukalega, því verður splæst á úrslitakvöldinu,“ segir Gilzenegger og neitar að upplýsa meira.
Eurovision Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt Lífið Fleiri fréttir Palestínskir fánir leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Sjá meira