Ár skuldabréfanna er runnið upp 16. janúar 2008 00:01 Undanfarin ár hafa sjónir manna nánast eingöngu beinst að hlutabréfamarkaði, á meðan færri hafa gefið skuldabréfamarkaði gaum. Margar skýringar kunna að liggja þar að baki. Ein er þó líklega sú að ekki hefur verið sami dýrðarljómi yfir skuldabréfum og hlutabréfum, enda eru sveiflur á skuldabréfamarkaði ekki jafn tíðar og á hlutabréfamarkaði og þar af leiðandi er jafnan minni áhætta af fjárfestingu í skuldabréfum. Ofan á þetta bætist síðan sú staðreynd að skuldabréfamarkaðurinn er að mörgu leyti lokaðri og torskildari en hlutabréfamarkaðurinn. Auðveldara er fyrir hinn almenna fjárfesti að mynda sér skoðun á fyrirtæki í rekstri, heldur en til að mynda Spariskírteinum ríkissjóðs númer 89/2A10. Undanfarna daga og vikur hefur hins vegar orðið breyting á. Velta á skuldabréfamarkaði í Kauphöllinni hefur stóraukist og í síðustu viku var veltumetið slegið nánast daglega. Á þessu eru eðlilegar skýringar enda hafa erfiðar aðstæður á hlutabréfamarkaði leitt til þess að fjárfestar leita í auknum mæli í öruggari fjárfestingar. Skuldabréfamarkaðurinn er því líflegri en áður, og margir fjárfestar hafa séð ástæðu til að leita skjóls þar undan slagviðrinu sem ríkt hefur á hlutabréfamarkaði. „Hluta- og skuldabréfamarkaðirnir þróast sjaldnast í takt. Íslenski skuldabréfamarkaðurinn er einstakur í sinni röð á Vesturlöndum að því leyti að raunvextir og nafnvextir eru hér gífurlega háir," segir Gísli Hauksson, skuldabréfamiðlari hjá Kaupþingi.Fjórðungur skipti um hendurSkuldabréf eru skilgreind sem einhliða og skrifleg yfirlýsing skuldara um skyldu hans til að greiða öðrum aðila, sem oftast er nefndur kröfuhafi, peninga. Nafngiftin er raunar barn síns tíma, enda fá menn sjaldnast skírteini upp á gamla mátann nú til dags. Viðskipti með skuldabréf eru nánast einungis rafræn.Útgáfa skuldabréfa er hefðbundin leið fyrir fyrirtæki, ríki og einstaklinga til að afla fjár. Margir kannast eflaust við lánshæfismatsfyrirtækin Moody"s og Standard & Poor"s. Fyrirtækin gefa útgefendum skuldabréfa einkunn á grundvelli þess hversu líklegt er talið að staðið verði við greiðslur vaxta og höfuðstóls. Einkunnirnar eru á bilinu Aaa og niður í D, þar sem Aaa er hæst en D lægst. Íslenska ríkið nýtur nú, til að mynda, lánshæfiseinkunnarinnar Aaa hjá Moody"s.Stærstu einstöku útgefendur skuldabréfa á Íslandi eru Íbúðalánasjóður, sem gefur út fjóra skuldabréfaflokka, og íslenska ríkið, sem gefur út fimm flokka. Heildarvirði húsbréfanna svokölluðu er um 480 milljarðar króna, en ríkisbréfanna um níutíu milljarðar króna. Heildarvirði skuldabréfa útgefnum af fyrirtækjum í landinu er um fjögur hundruð milljarðar króna. Til marks um þá miklu veltu sem verið hefur á skuldabréfamarkaði undanfarna daga er sú staðreynd að fyrstu þrjá dagana í síðustu viku nam velta ríkis- og húsbréfanna samanlagt 150 milljörðum króna. Með öðrum orðum: tuttugu og sjö prósent skuldabréfa í þessum tveimur stærstu flokkum, skiptu um hendur. Bréfin eru gefin út til mismunandi langs tíma, þannig má nálgast húsbréf með allt frá tíu ára líftíma og upp í 42 ár.Undanfarin ár hefur Seðlabankinn hækkað stýrivexti sína hratt og standa þeir nú í 13,75 prósentum. Umhverfið hefur því verið skuldabréfaviðskiptum að mörgu leyti óhagstætt, enda lækkar virði skuldabréfa þegar vaxtakostnaður eykst.Tilfinning margra á markaðnum er nú sú að snarpt vaxtalækkunarferli sé fram undan og skuldabréf því fýsilegri fjárfestingarkostur en ella. „Þegar menn áttuðu sig á því að hugsanlega væri hörð lending fram undan í hagkerfinu fóru menn að fara inn í skuldabréfin í auknum mæli, og nú síðustu tvær vikur hefur algert rallí farið í gang. Veltan hefur verið margföld við það sem venjulega hefur verið og veltumetið slegið dag eftir dag. Fjárfestar eru greinilega að færa sig úr hlutabréfum í skuldabréf í kjölfar óróa síðustu vikna," segir Gísli Hauksson.Ávöxtunarkrafan skiptir ölluGrundvallarmunurinn á hlutabréfum og skuldabréfum er sá að hlutabréf tryggja þér enga ávöxtun. Það gera hins vegar verðtryggð skuldabréf. Þegar markaðsaðili gefur út skuldabréf skuldbindur hann sig til að greiða handhafa þess ákveðna upphæð, auk vaxta.Til dæmis má gefa sér að fyrirtæki hér á landi gefi út skuldabréf upp á eina milljón króna með tíu prósent nafnvöxtum. Kaupandi skuldabréfsins gengur því að milljóninni á gjalddaga og fær auk þess tíu prósenta vexti á ári hverju.Þessi staðreynd segir hins vegar einungis hálfa söguna. Ávöxtunarkrafan, sem á ensku kallast yield, er það sem hinn almenni skuldabréfafjárfestir horfir til. Þegar markaðsvextir hækka, til dæmis upp í tólf prósent, er eins og gefur að skilja takmarkaður áhugi á skuldabréfi sem gefur tíu prósenta vexti. Fjárfestar geta þá gjarnan keypt bréf á undirverði, til að mynda borgað átta hundruð þúsund krónur fyrir skuldabréf sem er ein milljón að nafnvirði. Þetta er það sem kallast ávöxtunarkrafa.Nú getum við litið aftur til milljón króna skuldabréfsins sem rætt var um hér áðan. Ef þú greiðir nafnvirði bréfsins er ávöxtunarkrafan einfaldlega tíu prósent. Sé þetta sama skuldabréf síðar keypt á átta hundruð þúsund hækkar hins vegar ávöxtunarkrafan upp í 12,5 prósent, auk þess sem handhafi fær eina milljón króna greidda á gjalddaga í stað þeirra átta hundrað þúsunda sem hann reiddi af hendi, kjósi hann að halda bréfinu svo lengi.Ár skuldabréfannaKaupendur skuldabréfa hér á landi eru að stóru leyti sömu aðilar og hafa verið stórtækir í hlutabréfakaupum undanfarin ár; lífeyrissjóðirnir, erlendir fjárfestar, einkabankaþjónustur, verðbréfa- og skuldabréfasjóðir auk hreinræktaðra spákaupmanna. Gísli Hauksson segir marga þá sem nú stökkva inn á skuldabréfamarkað hafa verið umsvifamikla á markaðnum á árunum 1999 til 2003. Nú séu aftur að myndast aðstæður til skuldabréfakaupa. „Ég held að eftirspurn á markaðnum haldi áfram að aukast. Seðlabankinn lækkar líklega stýrivexti á fyrri helmingi ársins og lækkunarferlið verður tiltölulega hratt á þessu ári."Hann segist enn fremur gera ráð fyrir að lítið verði um útgáfu íbúðabréfa á næstunni, enda geri markaðsaðilar ráð fyrir að fasteignamarkaðurinn hægi á sér. Þá sé íslenska ríkið meira og minna skuldlaust, sem geri það að verkum að ekki sé sérstök ástæða til útgáfu ríkisbréfa önnur en sú að viðhalda vaxtastiginu. „Skammtímaskuldabréf og víxlar skiluðu mjög góðri ávöxtun á síðasta ári og búast má við að svo verði áfram. Skuldabréf sem gefin eru út til lengri tíma, eða milli langs tíma, munu hins vegar gefa enn betur af sér. Það má búast við því að næstu tvö árin verði skuldabréfafjárfestum góð." Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Tengdar fréttir Gæti orðið dýrt að halda bréfunum „Hvert veltumetið á fætur öðru hefur verið slegið það sem af er ári. Gengi bæði verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa hefur hækkað töluvert. Það er mjög sjaldgæft að við sjáum svona miklar og kröftugar hreyfingar og við höfum orðið vitni að síðustu vikur,“ segir Hjördís Vilhjálmsdóttir, hagfræðingur hjá greiningu Glitnis. 16. janúar 2008 00:01 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Sjá meira
Undanfarin ár hafa sjónir manna nánast eingöngu beinst að hlutabréfamarkaði, á meðan færri hafa gefið skuldabréfamarkaði gaum. Margar skýringar kunna að liggja þar að baki. Ein er þó líklega sú að ekki hefur verið sami dýrðarljómi yfir skuldabréfum og hlutabréfum, enda eru sveiflur á skuldabréfamarkaði ekki jafn tíðar og á hlutabréfamarkaði og þar af leiðandi er jafnan minni áhætta af fjárfestingu í skuldabréfum. Ofan á þetta bætist síðan sú staðreynd að skuldabréfamarkaðurinn er að mörgu leyti lokaðri og torskildari en hlutabréfamarkaðurinn. Auðveldara er fyrir hinn almenna fjárfesti að mynda sér skoðun á fyrirtæki í rekstri, heldur en til að mynda Spariskírteinum ríkissjóðs númer 89/2A10. Undanfarna daga og vikur hefur hins vegar orðið breyting á. Velta á skuldabréfamarkaði í Kauphöllinni hefur stóraukist og í síðustu viku var veltumetið slegið nánast daglega. Á þessu eru eðlilegar skýringar enda hafa erfiðar aðstæður á hlutabréfamarkaði leitt til þess að fjárfestar leita í auknum mæli í öruggari fjárfestingar. Skuldabréfamarkaðurinn er því líflegri en áður, og margir fjárfestar hafa séð ástæðu til að leita skjóls þar undan slagviðrinu sem ríkt hefur á hlutabréfamarkaði. „Hluta- og skuldabréfamarkaðirnir þróast sjaldnast í takt. Íslenski skuldabréfamarkaðurinn er einstakur í sinni röð á Vesturlöndum að því leyti að raunvextir og nafnvextir eru hér gífurlega háir," segir Gísli Hauksson, skuldabréfamiðlari hjá Kaupþingi.Fjórðungur skipti um hendurSkuldabréf eru skilgreind sem einhliða og skrifleg yfirlýsing skuldara um skyldu hans til að greiða öðrum aðila, sem oftast er nefndur kröfuhafi, peninga. Nafngiftin er raunar barn síns tíma, enda fá menn sjaldnast skírteini upp á gamla mátann nú til dags. Viðskipti með skuldabréf eru nánast einungis rafræn.Útgáfa skuldabréfa er hefðbundin leið fyrir fyrirtæki, ríki og einstaklinga til að afla fjár. Margir kannast eflaust við lánshæfismatsfyrirtækin Moody"s og Standard & Poor"s. Fyrirtækin gefa útgefendum skuldabréfa einkunn á grundvelli þess hversu líklegt er talið að staðið verði við greiðslur vaxta og höfuðstóls. Einkunnirnar eru á bilinu Aaa og niður í D, þar sem Aaa er hæst en D lægst. Íslenska ríkið nýtur nú, til að mynda, lánshæfiseinkunnarinnar Aaa hjá Moody"s.Stærstu einstöku útgefendur skuldabréfa á Íslandi eru Íbúðalánasjóður, sem gefur út fjóra skuldabréfaflokka, og íslenska ríkið, sem gefur út fimm flokka. Heildarvirði húsbréfanna svokölluðu er um 480 milljarðar króna, en ríkisbréfanna um níutíu milljarðar króna. Heildarvirði skuldabréfa útgefnum af fyrirtækjum í landinu er um fjögur hundruð milljarðar króna. Til marks um þá miklu veltu sem verið hefur á skuldabréfamarkaði undanfarna daga er sú staðreynd að fyrstu þrjá dagana í síðustu viku nam velta ríkis- og húsbréfanna samanlagt 150 milljörðum króna. Með öðrum orðum: tuttugu og sjö prósent skuldabréfa í þessum tveimur stærstu flokkum, skiptu um hendur. Bréfin eru gefin út til mismunandi langs tíma, þannig má nálgast húsbréf með allt frá tíu ára líftíma og upp í 42 ár.Undanfarin ár hefur Seðlabankinn hækkað stýrivexti sína hratt og standa þeir nú í 13,75 prósentum. Umhverfið hefur því verið skuldabréfaviðskiptum að mörgu leyti óhagstætt, enda lækkar virði skuldabréfa þegar vaxtakostnaður eykst.Tilfinning margra á markaðnum er nú sú að snarpt vaxtalækkunarferli sé fram undan og skuldabréf því fýsilegri fjárfestingarkostur en ella. „Þegar menn áttuðu sig á því að hugsanlega væri hörð lending fram undan í hagkerfinu fóru menn að fara inn í skuldabréfin í auknum mæli, og nú síðustu tvær vikur hefur algert rallí farið í gang. Veltan hefur verið margföld við það sem venjulega hefur verið og veltumetið slegið dag eftir dag. Fjárfestar eru greinilega að færa sig úr hlutabréfum í skuldabréf í kjölfar óróa síðustu vikna," segir Gísli Hauksson.Ávöxtunarkrafan skiptir ölluGrundvallarmunurinn á hlutabréfum og skuldabréfum er sá að hlutabréf tryggja þér enga ávöxtun. Það gera hins vegar verðtryggð skuldabréf. Þegar markaðsaðili gefur út skuldabréf skuldbindur hann sig til að greiða handhafa þess ákveðna upphæð, auk vaxta.Til dæmis má gefa sér að fyrirtæki hér á landi gefi út skuldabréf upp á eina milljón króna með tíu prósent nafnvöxtum. Kaupandi skuldabréfsins gengur því að milljóninni á gjalddaga og fær auk þess tíu prósenta vexti á ári hverju.Þessi staðreynd segir hins vegar einungis hálfa söguna. Ávöxtunarkrafan, sem á ensku kallast yield, er það sem hinn almenni skuldabréfafjárfestir horfir til. Þegar markaðsvextir hækka, til dæmis upp í tólf prósent, er eins og gefur að skilja takmarkaður áhugi á skuldabréfi sem gefur tíu prósenta vexti. Fjárfestar geta þá gjarnan keypt bréf á undirverði, til að mynda borgað átta hundruð þúsund krónur fyrir skuldabréf sem er ein milljón að nafnvirði. Þetta er það sem kallast ávöxtunarkrafa.Nú getum við litið aftur til milljón króna skuldabréfsins sem rætt var um hér áðan. Ef þú greiðir nafnvirði bréfsins er ávöxtunarkrafan einfaldlega tíu prósent. Sé þetta sama skuldabréf síðar keypt á átta hundruð þúsund hækkar hins vegar ávöxtunarkrafan upp í 12,5 prósent, auk þess sem handhafi fær eina milljón króna greidda á gjalddaga í stað þeirra átta hundrað þúsunda sem hann reiddi af hendi, kjósi hann að halda bréfinu svo lengi.Ár skuldabréfannaKaupendur skuldabréfa hér á landi eru að stóru leyti sömu aðilar og hafa verið stórtækir í hlutabréfakaupum undanfarin ár; lífeyrissjóðirnir, erlendir fjárfestar, einkabankaþjónustur, verðbréfa- og skuldabréfasjóðir auk hreinræktaðra spákaupmanna. Gísli Hauksson segir marga þá sem nú stökkva inn á skuldabréfamarkað hafa verið umsvifamikla á markaðnum á árunum 1999 til 2003. Nú séu aftur að myndast aðstæður til skuldabréfakaupa. „Ég held að eftirspurn á markaðnum haldi áfram að aukast. Seðlabankinn lækkar líklega stýrivexti á fyrri helmingi ársins og lækkunarferlið verður tiltölulega hratt á þessu ári."Hann segist enn fremur gera ráð fyrir að lítið verði um útgáfu íbúðabréfa á næstunni, enda geri markaðsaðilar ráð fyrir að fasteignamarkaðurinn hægi á sér. Þá sé íslenska ríkið meira og minna skuldlaust, sem geri það að verkum að ekki sé sérstök ástæða til útgáfu ríkisbréfa önnur en sú að viðhalda vaxtastiginu. „Skammtímaskuldabréf og víxlar skiluðu mjög góðri ávöxtun á síðasta ári og búast má við að svo verði áfram. Skuldabréf sem gefin eru út til lengri tíma, eða milli langs tíma, munu hins vegar gefa enn betur af sér. Það má búast við því að næstu tvö árin verði skuldabréfafjárfestum góð."
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Tengdar fréttir Gæti orðið dýrt að halda bréfunum „Hvert veltumetið á fætur öðru hefur verið slegið það sem af er ári. Gengi bæði verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa hefur hækkað töluvert. Það er mjög sjaldgæft að við sjáum svona miklar og kröftugar hreyfingar og við höfum orðið vitni að síðustu vikur,“ segir Hjördís Vilhjálmsdóttir, hagfræðingur hjá greiningu Glitnis. 16. janúar 2008 00:01 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Sjá meira
Gæti orðið dýrt að halda bréfunum „Hvert veltumetið á fætur öðru hefur verið slegið það sem af er ári. Gengi bæði verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa hefur hækkað töluvert. Það er mjög sjaldgæft að við sjáum svona miklar og kröftugar hreyfingar og við höfum orðið vitni að síðustu vikur,“ segir Hjördís Vilhjálmsdóttir, hagfræðingur hjá greiningu Glitnis. 16. janúar 2008 00:01