Bankahólfið: Tilviljun? 13. febrúar 2008 00:01 Ari Edwald Forstjóri 365 Fjölmiðla- og afþreyingarsamstæðan 365, sem meðal annars gefur út Fréttablaðið og Markaðinn, skilaði sínu besta uppgjöri í rekstri til þessa í síðustu viku þrátt fyrir rúmlega tveggja milljarða króna niðurfærslu á eignarhlut félagsins í olnbogabarninu, bresku prentsmiðjunni Wyndeham. Greiningardeild Glitnis spáði að tekjur samstæðunnar myndu nema 3.686 milljónum króna á síðasta ári. Raunin varð hins vegar 4.051 milljón króna. Mismunurinn er, ótrúlegt en satt, 365... milljónir króna. Tilviljun? Meira en bræðrabylta?Og talandi um tilviljanir. Gengi bréfa í SPRON og Existu hafa löngum fylgst að hvort heldur er í hækkun eða lækkun á hlutabréfamarkaði. Nokkur tenging er þar á milli en SPRON heldur um tæpan átta prósenta hlut í Existu með beinum og óbeinum hætti. En tenginguna má finna á fleiri stöðum. Þeir sem mættu á uppgjörsfundi beggja félaga tóku eftir að fundarstjóri var sá sami, afar skemmtilegur og enskumælandi maður. Þá eru uppgjörin sjálf sérkapítuli, en þau eru skuggalega lík. Uppgjör Existu hvítt með gráum tóni en SPRON grátt með hvítum tóni. Hvort helber tilviljun ráði för skal ósagt látið. Taka skal fram að Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, var auðvitað á báðum uppgjörsfundum enda stjórnarformaður Kistu.Takk!Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRONGuðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, var sáttur þegar hann kynnti uppgjör sparisjóðsins fyrir markaðsaðilum á Grand Hóteli árla fimmtudags í síðustu viku. Guðmundur sagði niðursveiflu á fjármálamörkuðum hafa verið sérstaklega slæma, sem hefði sett skarð í afkomu hlutdeildarfélaga. Það vakti svo sem enga sérstaka athygli en að loknum fyrirspurnum sagði Guðmundur: „Ég vil þakka ykkur fyrir að leggja það á ykkur að koma hingað við þessar erfiðu aðstæður og vona að þið hafið fengið svör við þeim spurningum sem hafa hvílt á ykkur." Kveðjan gat allt eins átt við dýfuna sem gengi hlutabréfa í SPRON hefur tekið eftir að sparisjóðurinn var skráður á markað síðasta haust. Svo var þó ekki því úti hafði blindbylur kaffært götur borgarinnar. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Fjölmiðla- og afþreyingarsamstæðan 365, sem meðal annars gefur út Fréttablaðið og Markaðinn, skilaði sínu besta uppgjöri í rekstri til þessa í síðustu viku þrátt fyrir rúmlega tveggja milljarða króna niðurfærslu á eignarhlut félagsins í olnbogabarninu, bresku prentsmiðjunni Wyndeham. Greiningardeild Glitnis spáði að tekjur samstæðunnar myndu nema 3.686 milljónum króna á síðasta ári. Raunin varð hins vegar 4.051 milljón króna. Mismunurinn er, ótrúlegt en satt, 365... milljónir króna. Tilviljun? Meira en bræðrabylta?Og talandi um tilviljanir. Gengi bréfa í SPRON og Existu hafa löngum fylgst að hvort heldur er í hækkun eða lækkun á hlutabréfamarkaði. Nokkur tenging er þar á milli en SPRON heldur um tæpan átta prósenta hlut í Existu með beinum og óbeinum hætti. En tenginguna má finna á fleiri stöðum. Þeir sem mættu á uppgjörsfundi beggja félaga tóku eftir að fundarstjóri var sá sami, afar skemmtilegur og enskumælandi maður. Þá eru uppgjörin sjálf sérkapítuli, en þau eru skuggalega lík. Uppgjör Existu hvítt með gráum tóni en SPRON grátt með hvítum tóni. Hvort helber tilviljun ráði för skal ósagt látið. Taka skal fram að Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, var auðvitað á báðum uppgjörsfundum enda stjórnarformaður Kistu.Takk!Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRONGuðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, var sáttur þegar hann kynnti uppgjör sparisjóðsins fyrir markaðsaðilum á Grand Hóteli árla fimmtudags í síðustu viku. Guðmundur sagði niðursveiflu á fjármálamörkuðum hafa verið sérstaklega slæma, sem hefði sett skarð í afkomu hlutdeildarfélaga. Það vakti svo sem enga sérstaka athygli en að loknum fyrirspurnum sagði Guðmundur: „Ég vil þakka ykkur fyrir að leggja það á ykkur að koma hingað við þessar erfiðu aðstæður og vona að þið hafið fengið svör við þeim spurningum sem hafa hvílt á ykkur." Kveðjan gat allt eins átt við dýfuna sem gengi hlutabréfa í SPRON hefur tekið eftir að sparisjóðurinn var skráður á markað síðasta haust. Svo var þó ekki því úti hafði blindbylur kaffært götur borgarinnar.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira