Bankahólfið: Tilviljun? 13. febrúar 2008 00:01 Ari Edwald Forstjóri 365 Fjölmiðla- og afþreyingarsamstæðan 365, sem meðal annars gefur út Fréttablaðið og Markaðinn, skilaði sínu besta uppgjöri í rekstri til þessa í síðustu viku þrátt fyrir rúmlega tveggja milljarða króna niðurfærslu á eignarhlut félagsins í olnbogabarninu, bresku prentsmiðjunni Wyndeham. Greiningardeild Glitnis spáði að tekjur samstæðunnar myndu nema 3.686 milljónum króna á síðasta ári. Raunin varð hins vegar 4.051 milljón króna. Mismunurinn er, ótrúlegt en satt, 365... milljónir króna. Tilviljun? Meira en bræðrabylta?Og talandi um tilviljanir. Gengi bréfa í SPRON og Existu hafa löngum fylgst að hvort heldur er í hækkun eða lækkun á hlutabréfamarkaði. Nokkur tenging er þar á milli en SPRON heldur um tæpan átta prósenta hlut í Existu með beinum og óbeinum hætti. En tenginguna má finna á fleiri stöðum. Þeir sem mættu á uppgjörsfundi beggja félaga tóku eftir að fundarstjóri var sá sami, afar skemmtilegur og enskumælandi maður. Þá eru uppgjörin sjálf sérkapítuli, en þau eru skuggalega lík. Uppgjör Existu hvítt með gráum tóni en SPRON grátt með hvítum tóni. Hvort helber tilviljun ráði för skal ósagt látið. Taka skal fram að Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, var auðvitað á báðum uppgjörsfundum enda stjórnarformaður Kistu.Takk!Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRONGuðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, var sáttur þegar hann kynnti uppgjör sparisjóðsins fyrir markaðsaðilum á Grand Hóteli árla fimmtudags í síðustu viku. Guðmundur sagði niðursveiflu á fjármálamörkuðum hafa verið sérstaklega slæma, sem hefði sett skarð í afkomu hlutdeildarfélaga. Það vakti svo sem enga sérstaka athygli en að loknum fyrirspurnum sagði Guðmundur: „Ég vil þakka ykkur fyrir að leggja það á ykkur að koma hingað við þessar erfiðu aðstæður og vona að þið hafið fengið svör við þeim spurningum sem hafa hvílt á ykkur." Kveðjan gat allt eins átt við dýfuna sem gengi hlutabréfa í SPRON hefur tekið eftir að sparisjóðurinn var skráður á markað síðasta haust. Svo var þó ekki því úti hafði blindbylur kaffært götur borgarinnar. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira
Fjölmiðla- og afþreyingarsamstæðan 365, sem meðal annars gefur út Fréttablaðið og Markaðinn, skilaði sínu besta uppgjöri í rekstri til þessa í síðustu viku þrátt fyrir rúmlega tveggja milljarða króna niðurfærslu á eignarhlut félagsins í olnbogabarninu, bresku prentsmiðjunni Wyndeham. Greiningardeild Glitnis spáði að tekjur samstæðunnar myndu nema 3.686 milljónum króna á síðasta ári. Raunin varð hins vegar 4.051 milljón króna. Mismunurinn er, ótrúlegt en satt, 365... milljónir króna. Tilviljun? Meira en bræðrabylta?Og talandi um tilviljanir. Gengi bréfa í SPRON og Existu hafa löngum fylgst að hvort heldur er í hækkun eða lækkun á hlutabréfamarkaði. Nokkur tenging er þar á milli en SPRON heldur um tæpan átta prósenta hlut í Existu með beinum og óbeinum hætti. En tenginguna má finna á fleiri stöðum. Þeir sem mættu á uppgjörsfundi beggja félaga tóku eftir að fundarstjóri var sá sami, afar skemmtilegur og enskumælandi maður. Þá eru uppgjörin sjálf sérkapítuli, en þau eru skuggalega lík. Uppgjör Existu hvítt með gráum tóni en SPRON grátt með hvítum tóni. Hvort helber tilviljun ráði för skal ósagt látið. Taka skal fram að Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, var auðvitað á báðum uppgjörsfundum enda stjórnarformaður Kistu.Takk!Guðmundur Hauksson, forstjóri SPRONGuðmundur Hauksson, forstjóri SPRON, var sáttur þegar hann kynnti uppgjör sparisjóðsins fyrir markaðsaðilum á Grand Hóteli árla fimmtudags í síðustu viku. Guðmundur sagði niðursveiflu á fjármálamörkuðum hafa verið sérstaklega slæma, sem hefði sett skarð í afkomu hlutdeildarfélaga. Það vakti svo sem enga sérstaka athygli en að loknum fyrirspurnum sagði Guðmundur: „Ég vil þakka ykkur fyrir að leggja það á ykkur að koma hingað við þessar erfiðu aðstæður og vona að þið hafið fengið svör við þeim spurningum sem hafa hvílt á ykkur." Kveðjan gat allt eins átt við dýfuna sem gengi hlutabréfa í SPRON hefur tekið eftir að sparisjóðurinn var skráður á markað síðasta haust. Svo var þó ekki því úti hafði blindbylur kaffært götur borgarinnar.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Sjá meira