Svona er ástin Ólafur Sindri Ólafsson skrifar 14. febrúar 2008 06:00 Það er táknrænn dagur í dag. Valentínusardagur er notaður til að minna hluta af þjóðinni á að hún eigi maka og hinn hlutann á að hún eigi engan. Elsta ritaða heimildin um Valentínusardag er eftir sjálfan Chaucer. Hann skrifaði hjartnæmt ástarljóð vorið 1382 nær yfirkominn af hamingju vegna ásta Ríkarðs II og konu hans Önnu af Bæheimi. Þau voru fjórtán ára. Samband Ríkarðs og Önnu er stundum haft til marks um hina hreinu, sönnu ást. Þrátt fyrir að Anna væri af óskaplega fínu fólki var hún bláfátæk - í raun svo fátæk að fjölskyldan hafði ekki einu sinni efni á að greiða með henni. Að auki var hún ekkert sérstaklega lagleg. Hjónabandið var farsælt að öllu leyti nema því að þau eignuðust engin börn. Anna var skapgóð en Ríkarður bráðlátur; Anna var miskunnsöm, Ríkarður hefnigjarn. Ást þeirra styrktist með árunum og tók á sig göfugri mynd með auknum þroska. Framtíðin brosti sérlega björt við þeim þegar Anna varð drepsótt að bráð - þá 27 ára. Ríkarður var óhuggandi. Í heilt ár neitaði hann að koma inn í nokkurt það herbergi sem Anna hefði svo mikið sem heimsótt. Hann lagði í rúst heilt óðalssetur sem geymdi of margar sárar minningar og byggði í staðinn grafhýsi fyrir sjálfan sig. Og hann fékk sér nýja eiginkonu. Sú var frönsk. Hún hét Ísabella. Hún var sex ára. Hin nýja eiginkona reyndist kjörin. Þar sem hún var ekki nema rétt hálfnuð á vegferð sinni til blæðinga var ekki ætlast sérstaklega til mikils líkamlegs samneytis fyrst um sinn. Ríkarður fékk því nokkur ár til að syrgja fyrri konu sína áður en hann tók til við þá seinni. Hann dekraði Ísabellu litlu og heimsótti hana oft. Smám saman varð hin unga drottning yfir sig ástfangin af hinum nær þrítuga kóngi. Ekki varð Ísabellu og Ríkarði heldur barna auðið. Ástæðan var ekki síst sú að Ríkarður dó. Hin ellefu ára gamla ekkja ól sorg sína í örfá ár, allt þar til hún var gefin landa sínum, hertoganum af Orléans. Sá var handtekinn árið 1415 og haldið föngnum í Lundúnum, hvaðan hann sendi fyrsta Valentínusarkort skráðrar sögu yfir sundið til sinnar heittelskuðu. Kortið var hins vegar ekki til Ísabellu - hún hafði látist af barnsförum 6 árum áður - heldur til Bonne af Armagnac. Sem hrökk upp af áður en hertoganum var sleppt úr prísundinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Sindri Ólafsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Það er táknrænn dagur í dag. Valentínusardagur er notaður til að minna hluta af þjóðinni á að hún eigi maka og hinn hlutann á að hún eigi engan. Elsta ritaða heimildin um Valentínusardag er eftir sjálfan Chaucer. Hann skrifaði hjartnæmt ástarljóð vorið 1382 nær yfirkominn af hamingju vegna ásta Ríkarðs II og konu hans Önnu af Bæheimi. Þau voru fjórtán ára. Samband Ríkarðs og Önnu er stundum haft til marks um hina hreinu, sönnu ást. Þrátt fyrir að Anna væri af óskaplega fínu fólki var hún bláfátæk - í raun svo fátæk að fjölskyldan hafði ekki einu sinni efni á að greiða með henni. Að auki var hún ekkert sérstaklega lagleg. Hjónabandið var farsælt að öllu leyti nema því að þau eignuðust engin börn. Anna var skapgóð en Ríkarður bráðlátur; Anna var miskunnsöm, Ríkarður hefnigjarn. Ást þeirra styrktist með árunum og tók á sig göfugri mynd með auknum þroska. Framtíðin brosti sérlega björt við þeim þegar Anna varð drepsótt að bráð - þá 27 ára. Ríkarður var óhuggandi. Í heilt ár neitaði hann að koma inn í nokkurt það herbergi sem Anna hefði svo mikið sem heimsótt. Hann lagði í rúst heilt óðalssetur sem geymdi of margar sárar minningar og byggði í staðinn grafhýsi fyrir sjálfan sig. Og hann fékk sér nýja eiginkonu. Sú var frönsk. Hún hét Ísabella. Hún var sex ára. Hin nýja eiginkona reyndist kjörin. Þar sem hún var ekki nema rétt hálfnuð á vegferð sinni til blæðinga var ekki ætlast sérstaklega til mikils líkamlegs samneytis fyrst um sinn. Ríkarður fékk því nokkur ár til að syrgja fyrri konu sína áður en hann tók til við þá seinni. Hann dekraði Ísabellu litlu og heimsótti hana oft. Smám saman varð hin unga drottning yfir sig ástfangin af hinum nær þrítuga kóngi. Ekki varð Ísabellu og Ríkarði heldur barna auðið. Ástæðan var ekki síst sú að Ríkarður dó. Hin ellefu ára gamla ekkja ól sorg sína í örfá ár, allt þar til hún var gefin landa sínum, hertoganum af Orléans. Sá var handtekinn árið 1415 og haldið föngnum í Lundúnum, hvaðan hann sendi fyrsta Valentínusarkort skráðrar sögu yfir sundið til sinnar heittelskuðu. Kortið var hins vegar ekki til Ísabellu - hún hafði látist af barnsförum 6 árum áður - heldur til Bonne af Armagnac. Sem hrökk upp af áður en hertoganum var sleppt úr prísundinni.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun