Bankahólfið: Allt í salti 20. febrúar 2008 00:01 Talsverðar breytingar hafa orðið í kjölfar vorhreingerninga innandyra hjá FL Group eftir að nýir menn settust við stýrið. Jóni Sigurðssyni, forstjóra félagsins, var á uppgjörsfundi félagsins í síðustu viku tíðrætt um niðursveifluna á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum en dýfan varð meðal annars til þess að hlutafjáraukning á genginu 14,7 krónur á hlut, sem fyrirhuguð var á á fyrri helmingi ársins, var sett í salt. Spurður um þetta sagði Jón að eins og útlitið væri um þessar mundir myndi hann frekar kaupa bréfin á markaði. Gengi bréfa í FL Group hefur fallið um 65 prósent frá því fyrir nákvæmlega ári og endaði í 10,2 krónum á hlut á uppgjörsdeginum. Gróft reiknað þurftu þau að hækka um 44 prósent til að ná 14,7 króna markinu. Tóku ekki séns á mistökumÚtsending á netinu frá vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans síðasta fimmtudag gekk ágætlega. Hljóð var að vísu örlítið brogað á köflum, en þó ekki svo að truflaði mikið. Væntanlega hefur þeim létt mjög sem að útsendingunni komu því í tvö skipti þar á undan fór allt aflaga sem gat og útsending féll niður, fjarstöddum áhugamönnum um vaxtaákvarðanir til mikillar armæðu. Í bæði skiptin var útsendingarsíðan vandlega merkt Nýherja sem tók að sér tæknivinnslu, en í þetta skiptið bar svo við að merki félagsins var hvergi að sjá. Lausleg athugun leiddi þó í ljós að ekki hefði verið skipt um fyrirtæki til að sjá um útsendinguna. Líklega hefur fyrirtækið bara ekki viljað taka áhættuna á að flagga nafninu ef illa færi í þriðja sinn.Sameiningar í vændumSameiningar og hagræðing í fjármálageiranum eru meðal þess sem hér þarf að eiga sér stað, að því er fram kom í máli Tryggva Þórs Herbertssonar, forstjóra Aska Capital, í pallborðsumræðum á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku. Að umræðum loknum og í almennu spjalli gesta þingsins sveif blaðamaður á Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóra Landsbankans, og Lárus Welding, forstjóra Glitnis, og spurði álits á umræðum. „Svara þú bara fyrir okkur. Þú ert góður í þessu,“ sagði Lárus við Sigurjón og stökk í annað spall. Bankastjóri Landsbankans tók vel umleitunum blaðamanns, en aftók um leið fyrir að það væri vísbending um yfirvofandi sameiningu bankanna að hann svaraði fyrir báða í þetta skiptið. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Sjá meira
Talsverðar breytingar hafa orðið í kjölfar vorhreingerninga innandyra hjá FL Group eftir að nýir menn settust við stýrið. Jóni Sigurðssyni, forstjóra félagsins, var á uppgjörsfundi félagsins í síðustu viku tíðrætt um niðursveifluna á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum en dýfan varð meðal annars til þess að hlutafjáraukning á genginu 14,7 krónur á hlut, sem fyrirhuguð var á á fyrri helmingi ársins, var sett í salt. Spurður um þetta sagði Jón að eins og útlitið væri um þessar mundir myndi hann frekar kaupa bréfin á markaði. Gengi bréfa í FL Group hefur fallið um 65 prósent frá því fyrir nákvæmlega ári og endaði í 10,2 krónum á hlut á uppgjörsdeginum. Gróft reiknað þurftu þau að hækka um 44 prósent til að ná 14,7 króna markinu. Tóku ekki séns á mistökumÚtsending á netinu frá vaxtaákvörðunarfundi Seðlabankans síðasta fimmtudag gekk ágætlega. Hljóð var að vísu örlítið brogað á köflum, en þó ekki svo að truflaði mikið. Væntanlega hefur þeim létt mjög sem að útsendingunni komu því í tvö skipti þar á undan fór allt aflaga sem gat og útsending féll niður, fjarstöddum áhugamönnum um vaxtaákvarðanir til mikillar armæðu. Í bæði skiptin var útsendingarsíðan vandlega merkt Nýherja sem tók að sér tæknivinnslu, en í þetta skiptið bar svo við að merki félagsins var hvergi að sjá. Lausleg athugun leiddi þó í ljós að ekki hefði verið skipt um fyrirtæki til að sjá um útsendinguna. Líklega hefur fyrirtækið bara ekki viljað taka áhættuna á að flagga nafninu ef illa færi í þriðja sinn.Sameiningar í vændumSameiningar og hagræðing í fjármálageiranum eru meðal þess sem hér þarf að eiga sér stað, að því er fram kom í máli Tryggva Þórs Herbertssonar, forstjóra Aska Capital, í pallborðsumræðum á Viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku. Að umræðum loknum og í almennu spjalli gesta þingsins sveif blaðamaður á Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóra Landsbankans, og Lárus Welding, forstjóra Glitnis, og spurði álits á umræðum. „Svara þú bara fyrir okkur. Þú ert góður í þessu,“ sagði Lárus við Sigurjón og stökk í annað spall. Bankastjóri Landsbankans tók vel umleitunum blaðamanns, en aftók um leið fyrir að það væri vísbending um yfirvofandi sameiningu bankanna að hann svaraði fyrir báða í þetta skiptið.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Sjá meira