Stöðutákn og merki velmegunar Óli Kristján Ármannsson skrifar 27. febrúar 2008 06:00 Í verslun Franch Michelsen við Laugaveg fást Rolex-úrin víðfrægu. Frank segir eðlilegt að meta verðgildi fínni úra í tengslum við að þau kosti álíka og góður dekkjagangur á felgum undir meðaljeppa. Vísir/Stefán Armbandsúr eru af öllum stærðum og gerðum. Tveir af helstu úrasölum landsins segja að í viðskiptalífinu er í auknum mæli horft til armbandsúra við fyrstu kynni, ekki síður en til þess hvort viðkomandi sé í burstuðum skóm og snyrtilega til fara. Efnahagsþrengingar og fjármálaórói hafa ekki enn sett mark sitt á verslun með armbandsúr, að sögn Sævars Jónssonar, eiganda Leonard í Kringlunni. „En svo veit maður svo sem ekki hvar fólk byrjar að skera niður, eða hvað þetta ástand varir lengi,“ segir hann. Frank Michelsen úrsmiður, sem meðal annas selur Rolex-úr, segir hins vegar þreifingar hafa minnkað með lækkandi hlutabréfaverði í haust. „En að sama skapi hefur verið meira um alvörumenn að kaupa. Allt fram að verðbréfahruni í haust hefur hins vegar verið mikill uppgangur í þessari verslun með auknum umsvifum í fjármálageiranum,“ segir Frank. Báðir telja þeir Sævar og Frank ljóst að úrið sé eitt af því sem litið sé til við fyrstu kynni í viðskiptalífinu og jafnvel utan þess. Þessi háttur sé hafður á í útlöndum og hans verði í auknum mæli vart hér heima. „Oft eru úrin eins og punkturinn yfir i-ið. Fólk tekur kannski fremur eftir þessu þegar það fer á fundi í útlöndum. Þá er viðkomandi svona „skannaður“ á þremur til fjórum þegar hann er að hitta fólk í fyrsta skipti. Horft er á hvort skórnir séu ekki vel burstaðir og svo hvernig úrið er,“ segir Frank og telur geta skipt miklu máli í útlöndum að vera með rétta úrið eftir aðstæðum. „Og hér er þetta að koma. Menn gera sér grein fyrir því að þótt þú keyrir á upphækkuðum LandCruiser 200 eða tuttugu milljóna króna Range Rover, þá fer það illa saman við að vera með ódýrt plastúr.“ Sævar telur líka að menn smitist af umhverfi sínu. „Fari menn mikið á fundi í útlöndum sjá þeir að þar bera allir alvöru úr,“ segir hann og telur að gróflega megi skipta þeim sem kaupi fínni úr upp í tvo hópa. „Annars vegar eru þeir sem eru að kaupa fyrsta fína úrið. Þeir kaupa kannski tegund sem flestir þekkja. Svo eru aðrir sem eru meiri pælarar, lesa mikið af erlendum blöðum og þar fram eftir götunum. Þeir velja gjarnan úr af tegund sem minna er framleitt af, en kosta mun meira. Það eru úr sem almenningur veit ekkert hvað er,“ segir hann. Báðir segja jafnt gilda um konur og karla um mikilvægi þess að bera gott armbandsúr, þótt tilhneigingin kunni að vera meira áberandi hjá karlmönnum, enda séu úr einn af fáum skartgripum sem þeir geti borið, fyrir utan bindisnælu, ermahnappa og giftingarhring. „En nú eru konur líka farnar að vera mun sterkari í atvinnulífinu og þær vita alveg hvað þær vilja,“ segir Frank. Sævar í Leonard.Vegleg armbandsúr eru hins vegar ekki alveg gefin og skýrir það líka hvers vegna litið er til úranna sem stöðutákns. Frank vill hins vegar ekki gera of mikið úr verðinu. „Gott úr kostar svona svipað og þokkalegur dekkjagangur á felgum undir meðaljeppa. Og endist betur, því á einu úri getur þú farið í gegnum tuttugu Range Rovera,“ segir hann og hlær. Verð á góðum Rolex-úrum er hins vegar tæp 400 þúsund, en flestir sem á annað borð versla í þessum flokki segir Frank kaupa úr sem kostar á bilinu 500 til 1.500 þúsund krónur. Síðan eru líka til mun dýrari útgáfur. „Fyrir jólin var ég hér með úr sem kostuðu 2,7 milljónir króna og þau kláruðust öll.“ Sævar segir sömuleiðis verðbilið í armbandsúrum alveg upp úr og niður úr. Gullúr segir Sævar seljast minna, enda fari þau betur á dekkri húð en hvítri húð eins og hér sé yfirgnæfandi. „Enda eru hér flestar konur með hvítagullsúr.“ Úrin sem mestur áhugi er á hjá Sævari segir hann vera Breitling og frá IWC sem séu minna framleidd, án þess þó að vera svo miklu dýrari. Aukinheldur hefur verið mikill uppgangur í Tag Heuer-úrum, enda mikið lagt upp úr kynningu á þeim. „Svo erum við að fá inn mjög flott merki, eitt af toppunum í heiminum, sem heitir Breguet. Það eru klassísk úr og eitt elsta úramerki í heimi.“ Sævar segist fremur sérpanta dýrustu úrin en liggja með þau á lager, þótt í versluninni sé að finna úr upp í um eina og hálfa milljón króna. Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fleiri fréttir Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sjá meira
Armbandsúr eru af öllum stærðum og gerðum. Tveir af helstu úrasölum landsins segja að í viðskiptalífinu er í auknum mæli horft til armbandsúra við fyrstu kynni, ekki síður en til þess hvort viðkomandi sé í burstuðum skóm og snyrtilega til fara. Efnahagsþrengingar og fjármálaórói hafa ekki enn sett mark sitt á verslun með armbandsúr, að sögn Sævars Jónssonar, eiganda Leonard í Kringlunni. „En svo veit maður svo sem ekki hvar fólk byrjar að skera niður, eða hvað þetta ástand varir lengi,“ segir hann. Frank Michelsen úrsmiður, sem meðal annas selur Rolex-úr, segir hins vegar þreifingar hafa minnkað með lækkandi hlutabréfaverði í haust. „En að sama skapi hefur verið meira um alvörumenn að kaupa. Allt fram að verðbréfahruni í haust hefur hins vegar verið mikill uppgangur í þessari verslun með auknum umsvifum í fjármálageiranum,“ segir Frank. Báðir telja þeir Sævar og Frank ljóst að úrið sé eitt af því sem litið sé til við fyrstu kynni í viðskiptalífinu og jafnvel utan þess. Þessi háttur sé hafður á í útlöndum og hans verði í auknum mæli vart hér heima. „Oft eru úrin eins og punkturinn yfir i-ið. Fólk tekur kannski fremur eftir þessu þegar það fer á fundi í útlöndum. Þá er viðkomandi svona „skannaður“ á þremur til fjórum þegar hann er að hitta fólk í fyrsta skipti. Horft er á hvort skórnir séu ekki vel burstaðir og svo hvernig úrið er,“ segir Frank og telur geta skipt miklu máli í útlöndum að vera með rétta úrið eftir aðstæðum. „Og hér er þetta að koma. Menn gera sér grein fyrir því að þótt þú keyrir á upphækkuðum LandCruiser 200 eða tuttugu milljóna króna Range Rover, þá fer það illa saman við að vera með ódýrt plastúr.“ Sævar telur líka að menn smitist af umhverfi sínu. „Fari menn mikið á fundi í útlöndum sjá þeir að þar bera allir alvöru úr,“ segir hann og telur að gróflega megi skipta þeim sem kaupi fínni úr upp í tvo hópa. „Annars vegar eru þeir sem eru að kaupa fyrsta fína úrið. Þeir kaupa kannski tegund sem flestir þekkja. Svo eru aðrir sem eru meiri pælarar, lesa mikið af erlendum blöðum og þar fram eftir götunum. Þeir velja gjarnan úr af tegund sem minna er framleitt af, en kosta mun meira. Það eru úr sem almenningur veit ekkert hvað er,“ segir hann. Báðir segja jafnt gilda um konur og karla um mikilvægi þess að bera gott armbandsúr, þótt tilhneigingin kunni að vera meira áberandi hjá karlmönnum, enda séu úr einn af fáum skartgripum sem þeir geti borið, fyrir utan bindisnælu, ermahnappa og giftingarhring. „En nú eru konur líka farnar að vera mun sterkari í atvinnulífinu og þær vita alveg hvað þær vilja,“ segir Frank. Sævar í Leonard.Vegleg armbandsúr eru hins vegar ekki alveg gefin og skýrir það líka hvers vegna litið er til úranna sem stöðutákns. Frank vill hins vegar ekki gera of mikið úr verðinu. „Gott úr kostar svona svipað og þokkalegur dekkjagangur á felgum undir meðaljeppa. Og endist betur, því á einu úri getur þú farið í gegnum tuttugu Range Rovera,“ segir hann og hlær. Verð á góðum Rolex-úrum er hins vegar tæp 400 þúsund, en flestir sem á annað borð versla í þessum flokki segir Frank kaupa úr sem kostar á bilinu 500 til 1.500 þúsund krónur. Síðan eru líka til mun dýrari útgáfur. „Fyrir jólin var ég hér með úr sem kostuðu 2,7 milljónir króna og þau kláruðust öll.“ Sævar segir sömuleiðis verðbilið í armbandsúrum alveg upp úr og niður úr. Gullúr segir Sævar seljast minna, enda fari þau betur á dekkri húð en hvítri húð eins og hér sé yfirgnæfandi. „Enda eru hér flestar konur með hvítagullsúr.“ Úrin sem mestur áhugi er á hjá Sævari segir hann vera Breitling og frá IWC sem séu minna framleidd, án þess þó að vera svo miklu dýrari. Aukinheldur hefur verið mikill uppgangur í Tag Heuer-úrum, enda mikið lagt upp úr kynningu á þeim. „Svo erum við að fá inn mjög flott merki, eitt af toppunum í heiminum, sem heitir Breguet. Það eru klassísk úr og eitt elsta úramerki í heimi.“ Sævar segist fremur sérpanta dýrustu úrin en liggja með þau á lager, þótt í versluninni sé að finna úr upp í um eina og hálfa milljón króna.
Birtist í Fréttablaðinu Héðan og þaðan Mest lesið Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Viðskipti innlent Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Viðskipti innlent Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Viðskipti innlent „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Viðskipti innlent Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Neytendur Til skoðunar að selja almenningi bankann Viðskipti innlent Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Fleiri fréttir Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Hætta rekstri Súfistans í Hafnarfirði Bein útsending: Skattadagurinn 2025 Hlutur ríkisins í Íslandsbanka seldur á árinu Spá örlítilli fjölgun ferðamanna milli ára „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sjá meira