Bankahólfið: Tapaði bunka 12. mars 2008 00:01 Dagskrá í tengslum við opnun hjá Tolla Tolli og Bubbi Það eru ekki bara milljónerar sem tapa háum fjárhæðum í niðursveiflunni á markaðnum. Venjulegt fólk tapar líka peningum - og rokkstjörnur. Bubbi Morthens hefur hagnast vel á sínu sviði enda frábær listamaður. Hann gerði til dæmis samning við Sjóvá sem tryggði honum væna summu í sinn vasa fyrir vikið. Eitthvað hefur kallinn verið að fjárfesta á hlutabréfamarkaðnum undanfarið. Í þættinum hans, Bandinu hans Bubba á Stöð 2, var hann að dæma einn keppandann sem stóð sig ekki vel í þættinum. Sagðist hann hafa veðjað á hann vikuna áður. „En ég veðjaði líka á FL Group og tapaði alveg bunka af milljónum þar," sagði kappinn í þættinum. Bunki er svolítið meira en ein eða tvær milljónir. SpádómsgáfaÞeir eru greinilega gæddir spádómsgáfu, gjaldeyrisspekúlantarnir í Landsbankanum. Nú er bankinn í efsta sæti Reuters Foreign Exchange Poll, sem mælir nákvæmni í spá greiningaraðila um gengi Bandaríkjadals einn mánuð fram í tímann. Reuters greinir nákvæmni greiningaraðilanna eftir því hve nálægt mánaðarspá þeirra er lokagildi síðasta viðskiptadags hvers mánaðar. Sú spá sem er næst lokagildinu gefur 50 stig meðan sú næsta gefur 49 stig. Staða ársins er fengin með því að leggja saman stig janúar- og febrúarmánaðar. Landsbankinn hefur hlotið 253 stig af 300 mögulegum og er í efsta sæti. TD Securities í Toronto er í öðru sæti með 241 stig og DZ Bank í Frankfurt í því þriðja með 232 stig.Æ, æSamkeppnin um að vera markaðsfyrirtæki ársins er mikil. Um daginn sendi Glitnir frá sér fréttatilkynningu þar sem segir í fyrirsögn að fyrirtækið hafi verið valið markaðsfyrirtæki ársins 2007. Í tilkynningunni kemur fram að fagfólk í markaðsmálum hafi valið Glitni markaðsfyrirtæki ársins í könnun sem framkvæmd var af Capacent fyrir Ímark. Stjórn Ímark segir svolítið langsótt að draga þá ályktun að Glitnir hafi verið valið markaðsfyrirtæki ársins af íslensku markaðsfólki því könnunin fjalli ekki um það. Glitnir standi sig vissulega vel í markaðsmálum en á hverju ári velji Ímark markaðsfyrirtæki ársins með mun ítarlegri hætti. „Í október síðastliðinn valdi Ímark Landsbankann sem markaðsfyrirtæki ársins 2007 og hefur engin breyting orðið þar á,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Ímark. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Það eru ekki bara milljónerar sem tapa háum fjárhæðum í niðursveiflunni á markaðnum. Venjulegt fólk tapar líka peningum - og rokkstjörnur. Bubbi Morthens hefur hagnast vel á sínu sviði enda frábær listamaður. Hann gerði til dæmis samning við Sjóvá sem tryggði honum væna summu í sinn vasa fyrir vikið. Eitthvað hefur kallinn verið að fjárfesta á hlutabréfamarkaðnum undanfarið. Í þættinum hans, Bandinu hans Bubba á Stöð 2, var hann að dæma einn keppandann sem stóð sig ekki vel í þættinum. Sagðist hann hafa veðjað á hann vikuna áður. „En ég veðjaði líka á FL Group og tapaði alveg bunka af milljónum þar," sagði kappinn í þættinum. Bunki er svolítið meira en ein eða tvær milljónir. SpádómsgáfaÞeir eru greinilega gæddir spádómsgáfu, gjaldeyrisspekúlantarnir í Landsbankanum. Nú er bankinn í efsta sæti Reuters Foreign Exchange Poll, sem mælir nákvæmni í spá greiningaraðila um gengi Bandaríkjadals einn mánuð fram í tímann. Reuters greinir nákvæmni greiningaraðilanna eftir því hve nálægt mánaðarspá þeirra er lokagildi síðasta viðskiptadags hvers mánaðar. Sú spá sem er næst lokagildinu gefur 50 stig meðan sú næsta gefur 49 stig. Staða ársins er fengin með því að leggja saman stig janúar- og febrúarmánaðar. Landsbankinn hefur hlotið 253 stig af 300 mögulegum og er í efsta sæti. TD Securities í Toronto er í öðru sæti með 241 stig og DZ Bank í Frankfurt í því þriðja með 232 stig.Æ, æSamkeppnin um að vera markaðsfyrirtæki ársins er mikil. Um daginn sendi Glitnir frá sér fréttatilkynningu þar sem segir í fyrirsögn að fyrirtækið hafi verið valið markaðsfyrirtæki ársins 2007. Í tilkynningunni kemur fram að fagfólk í markaðsmálum hafi valið Glitni markaðsfyrirtæki ársins í könnun sem framkvæmd var af Capacent fyrir Ímark. Stjórn Ímark segir svolítið langsótt að draga þá ályktun að Glitnir hafi verið valið markaðsfyrirtæki ársins af íslensku markaðsfólki því könnunin fjalli ekki um það. Glitnir standi sig vissulega vel í markaðsmálum en á hverju ári velji Ímark markaðsfyrirtæki ársins með mun ítarlegri hætti. „Í október síðastliðinn valdi Ímark Landsbankann sem markaðsfyrirtæki ársins 2007 og hefur engin breyting orðið þar á,“ segir í yfirlýsingu frá stjórn Ímark.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira