Hófleg bjartsýni Dr. Gunni skrifar 20. mars 2008 03:00 Ég hef hugsað alltof mikið um fjármál síðustu dagana. Fjármál eru leiðinlegasta fyrirbæri alheimsins og ég kann ekki við þetta. Mig langar í áhyggjulausari raunveruleika án endalausra frétta af gengi markaða. Er eðlilegt að skap manns fari eftir því hvaða bréf froðufellandi verðbréfakarlar á útúrstressuðum kontorum kaupi þann daginn? Á maður að fá í magann af því að bláfátækir Kanar fluttu úr hjólhýsum í einingarhús og eiga nú ekki fyrir láninu? Kannski sé best að hætta bara að hlusta á fréttir. Á mánudaginn var allt í steik. Er allt að fara til fjandans? var yfirskrift fundar Viðskiptablaðsins. Auglýsingin dundi á manni allan daginn. Ég hringdi með sting í hjarta og spurði símastelpuna á blaðinu: Já, það er nokkurn veginn allt að fara til fjandans, svaraði hún. Á þriðjudaginn var „engin ástæða til bjartsýni". Ég sofnaði seint það kvöld. Í gærmorgun sagði Edda Rós sérfræðingur, sá frelsandi engill, að nú væri ástæða til „hóflegrar bjartsýni". Mér létti eitt augnablik, sá jafnvel utanlandsferð í hillingum. Sá léttleiki gufaði upp eins og íslensk króna í kauphöll þegar ég sá forsíðu DV: Skelfilegar hækkanir eftir páska! Ég slaufaði öllu öðru, þaut í Bónus og slóst við ellilífeyrisþega um kjúklingabringur á 3.000 kall kílóið. Þær kosta örugglega 5000 kall eftir helgi. HVAÐ næst? Þrátt fyrir ýkta þenslu höfum við þurft að vinna lengst allra til að eiga fyrir dýrasta drasli í heimi. Þrátt fyrir að dollarinn væri í 60 kalli og góðærið grasseraði lækkaði ekki neitt. Það var aldrei tilefni til vaxtalækkana til að „ógna ekki stöðugleikanum". Nú hækkar allt og ennþá er ekki tilefni til vaxtalækkana, kannski til að „ógna ekki óstöðugleikanum". Hvað veit ég? Jú, ég veit það að þegar verð hefur á annað borð hækkað á Íslandi þá lækkar það ekki aftur. Í því ljósi vil ég óska verkalýðshreyfingunni til hamingju með nýgerða kjarasamninga. Á meðan ég bylti mér yfir endunum sem ná ekki saman get ég líka kviðið fyrir afdrifum íbúðalánsins sem ég tók þegar endurfjármögnunartískan stóð sem hæst. Á næsta ári verða vextirnir „endurskoðaðir" og ég bíð á milli vonar og ótta eftir því að sjá á hvaða vexti lánið fer: hvort mafían brjóti á mér hnéskeljarnar eða láti sér nægja að höggva af mér litla putta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun
Ég hef hugsað alltof mikið um fjármál síðustu dagana. Fjármál eru leiðinlegasta fyrirbæri alheimsins og ég kann ekki við þetta. Mig langar í áhyggjulausari raunveruleika án endalausra frétta af gengi markaða. Er eðlilegt að skap manns fari eftir því hvaða bréf froðufellandi verðbréfakarlar á útúrstressuðum kontorum kaupi þann daginn? Á maður að fá í magann af því að bláfátækir Kanar fluttu úr hjólhýsum í einingarhús og eiga nú ekki fyrir láninu? Kannski sé best að hætta bara að hlusta á fréttir. Á mánudaginn var allt í steik. Er allt að fara til fjandans? var yfirskrift fundar Viðskiptablaðsins. Auglýsingin dundi á manni allan daginn. Ég hringdi með sting í hjarta og spurði símastelpuna á blaðinu: Já, það er nokkurn veginn allt að fara til fjandans, svaraði hún. Á þriðjudaginn var „engin ástæða til bjartsýni". Ég sofnaði seint það kvöld. Í gærmorgun sagði Edda Rós sérfræðingur, sá frelsandi engill, að nú væri ástæða til „hóflegrar bjartsýni". Mér létti eitt augnablik, sá jafnvel utanlandsferð í hillingum. Sá léttleiki gufaði upp eins og íslensk króna í kauphöll þegar ég sá forsíðu DV: Skelfilegar hækkanir eftir páska! Ég slaufaði öllu öðru, þaut í Bónus og slóst við ellilífeyrisþega um kjúklingabringur á 3.000 kall kílóið. Þær kosta örugglega 5000 kall eftir helgi. HVAÐ næst? Þrátt fyrir ýkta þenslu höfum við þurft að vinna lengst allra til að eiga fyrir dýrasta drasli í heimi. Þrátt fyrir að dollarinn væri í 60 kalli og góðærið grasseraði lækkaði ekki neitt. Það var aldrei tilefni til vaxtalækkana til að „ógna ekki stöðugleikanum". Nú hækkar allt og ennþá er ekki tilefni til vaxtalækkana, kannski til að „ógna ekki óstöðugleikanum". Hvað veit ég? Jú, ég veit það að þegar verð hefur á annað borð hækkað á Íslandi þá lækkar það ekki aftur. Í því ljósi vil ég óska verkalýðshreyfingunni til hamingju með nýgerða kjarasamninga. Á meðan ég bylti mér yfir endunum sem ná ekki saman get ég líka kviðið fyrir afdrifum íbúðalánsins sem ég tók þegar endurfjármögnunartískan stóð sem hæst. Á næsta ári verða vextirnir „endurskoðaðir" og ég bíð á milli vonar og ótta eftir því að sjá á hvaða vexti lánið fer: hvort mafían brjóti á mér hnéskeljarnar eða láti sér nægja að höggva af mér litla putta.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun