Vill fá hvolp með lifrarbólgu bættan 21. júlí 2008 00:01 Kamela með hvolpinn sem eftir lifir Kamela keypti tvo hunda í Dalsmynni. Annar var af tegundinni Miniature Pinscher en hinn Chihuahua. Sá síðarnefndi drapst fimm dögum eftir að hún fékk hann í hendur. Hinn 5. júlí keypti Kamela Rún Sigurðardóttir tvo hvolpa á raðgreiðslum. Fimm dögum síðar var annar þeirra dauður. Hún segir krufningu dýralæknis hafa sýnt fram á að hvolpurinn hafi drepist af völdum lifrarbólgu sem hún telur hundinn hafa verið sýktan af þegar hún fékk hann í hendur. Hún furðar sig á því að þurfa að halda áfram að greiða afborganir af hundinum. Í grein sem Rúna Finnsdóttir dýralæknir ritaði um sjúkdóminn kemur fram að meðgöngutími smits sé um það bil fjórir til níu dagar en að þeim tíma liðnum taki einkenni sjúkdómsins að koma fram. Smitleiðir séu aðallega frá hundi til hunds með þvagi, saur og slefi, einnig sé þekkt að hundar smitist af óhreinum matarílátum, fatnaði, óhreinum skóm og höndum. Kamela segir dauða hvolpsins, sem var af tegundinni Chihuahua, hafa tekið mjög á sig. Sem betur fer sé hinn hundurinn, sem hún keypti á sama tíma og sama stað og er af tegundinni Miniature Pinscher, heill heilsu. „Seljandinn bauðst til að láta mig fá annan hvolp í stað þess sem dó en ég treysti mér ekki til þess að fá hund þarna aftur og hefur verið ráðið eindregið frá því," segir Kamela, sem vill frekar greiða upp hund sem hún fékk aldrei að kynnast heldur en að ganga aftur í gegnum önnur eins veikindi. Kamela segist enn sem komið er aðeins hafa heyrt að hundurinn hafi drepist vegna lifrarbólgu frá dýralækni í gegnum síma en hún geti fengið skjöl um krufninguna fljótlega. Ásta Sigurðardóttir, eigandi hundaræktunarinnar Dalsmynni þaðan sem hundurinn kom, segir dýralækni nýlega hafa tekið sýni úr fimm hvolpum frá búinu. Ekkert þeirra hafi sýnt fram á að lifrarbólga væri þar til staðar. Hún taki orð Kamelu ekki trúanleg fyrr en hún sjái gögn um málið. Auk þess sem hún bendir á að hún hafi selt Kamelu hundana með um það bil 80 þúsund króna afslætti samanlagt. „Ef hundurinn var haldinn þessum sjúkdómi þegar viðkomandi viðskipti fóru fram á seljandi vitanlega að leysa kaupandann undan greiðslunum," segir Jóhannes Gunnarsson, hjá Neytendasamtökunum og hvetur Kamelu til hafa samband við samtökin vegna málsins. Dýr Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira
Hinn 5. júlí keypti Kamela Rún Sigurðardóttir tvo hvolpa á raðgreiðslum. Fimm dögum síðar var annar þeirra dauður. Hún segir krufningu dýralæknis hafa sýnt fram á að hvolpurinn hafi drepist af völdum lifrarbólgu sem hún telur hundinn hafa verið sýktan af þegar hún fékk hann í hendur. Hún furðar sig á því að þurfa að halda áfram að greiða afborganir af hundinum. Í grein sem Rúna Finnsdóttir dýralæknir ritaði um sjúkdóminn kemur fram að meðgöngutími smits sé um það bil fjórir til níu dagar en að þeim tíma liðnum taki einkenni sjúkdómsins að koma fram. Smitleiðir séu aðallega frá hundi til hunds með þvagi, saur og slefi, einnig sé þekkt að hundar smitist af óhreinum matarílátum, fatnaði, óhreinum skóm og höndum. Kamela segir dauða hvolpsins, sem var af tegundinni Chihuahua, hafa tekið mjög á sig. Sem betur fer sé hinn hundurinn, sem hún keypti á sama tíma og sama stað og er af tegundinni Miniature Pinscher, heill heilsu. „Seljandinn bauðst til að láta mig fá annan hvolp í stað þess sem dó en ég treysti mér ekki til þess að fá hund þarna aftur og hefur verið ráðið eindregið frá því," segir Kamela, sem vill frekar greiða upp hund sem hún fékk aldrei að kynnast heldur en að ganga aftur í gegnum önnur eins veikindi. Kamela segist enn sem komið er aðeins hafa heyrt að hundurinn hafi drepist vegna lifrarbólgu frá dýralækni í gegnum síma en hún geti fengið skjöl um krufninguna fljótlega. Ásta Sigurðardóttir, eigandi hundaræktunarinnar Dalsmynni þaðan sem hundurinn kom, segir dýralækni nýlega hafa tekið sýni úr fimm hvolpum frá búinu. Ekkert þeirra hafi sýnt fram á að lifrarbólga væri þar til staðar. Hún taki orð Kamelu ekki trúanleg fyrr en hún sjái gögn um málið. Auk þess sem hún bendir á að hún hafi selt Kamelu hundana með um það bil 80 þúsund króna afslætti samanlagt. „Ef hundurinn var haldinn þessum sjúkdómi þegar viðkomandi viðskipti fóru fram á seljandi vitanlega að leysa kaupandann undan greiðslunum," segir Jóhannes Gunnarsson, hjá Neytendasamtökunum og hvetur Kamelu til hafa samband við samtökin vegna málsins.
Dýr Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Innlent Fleiri fréttir Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Sjá meira