Körfubolti

Grindavík lagði ÍR

Guðlaugur Eyjólfsson skoraði 20 stig fyrir Grindavík í kvöld sem er hans næstbesti árangur í vetur
Guðlaugur Eyjólfsson skoraði 20 stig fyrir Grindavík í kvöld sem er hans næstbesti árangur í vetur Mynd/BB

Nú er komið jólafrí í Iceland Express deildinni og mótið hálfnað eftir að 11. umferðinni lauk með þremur leikjum í kvöld.

Grindavík situr sem fyrr í öðru sæti deildarinnar tveimur stigum á eftir KR, en liðið lagði ÍR á heimavelli sínum í kvöld 92-78. Grindvíkingar töpuðu því aðeins fyrir toppliði KR í fyrri umferð mótsins.

Stórskyttan Guðlaugur Eyjólfsson var hetja Grindvíkinga í kvöld og skoraði 20 stig af bekknum, þar af sex þrista úr átta tilraunum. Páll Axel Vilbergsson skoraði 16 stig, Brenton Birmingham skoraði 15 stig og hirti 8 fráköst, Páll Kristinsson skoraði 12 stig og hirti 9 fráköst og Arnar Freyr Jónsson skoraði 9 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 7 fráköst.

Hjá ÍR var Hreggviður Magnússon allt í öllu með 28 stig og 9 fráköst, Sveinbjörn Claessen skoraði 11 stig og Ómar Sævarsson var með 10 stig og 10 fráköst.

Breiðablik hefur líklega verið spútniklið vetrarins til þessa og í kvöld vann liðið frækinn sigur á Tindastól fyrir norðan 83-79.

Kristján Sigurðsson átti frábæran leik hjá Blikum og skoraði 32 stig og Nemanja Sovic skoraði 25 stig.

Hjá Stólunum var Svavar Birgisson atkvæðamestur með 23 stig og 8 fráköst og Ísak Einarsson var með 11 stig, 9 stoðsendingar og 7 fráköst.

Loks vann Keflavík auðveldan sigur á botnliði Skallagríms í Borgarnesi 97-52. Sigurður Þorsteinsson skoraði 24 stig fyrir Keflavík og Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst.

Landon Quick skoraði 17 stig og hirti 9 fráköst hjá heimamönnum og Igor Beljanski skoraði 13 stig.

Staðan í deildinni þegar keppni er hálfnuð










Fleiri fréttir

Sjá meira


×