Hljómsveit safnar gjaldeyri fyrir Ameríkuferð 3. desember 2008 05:00 Strákarnir í Sprengjuhöllinni eru á leiðinni til Norður-Ameríku næsta vor. Strákarnir í Sprengjuhöllinni hafa fengið boð um að spila á tveimur tónlistarhátíðum í Norður-Ameríku í mars á næsta ári. Annars vegar er það Canadian Music Week í Toronto og hins vegar South By Southwest í Austin í Texas, en forsvarsmenn beggja hátíða hrifust mjög af nýjustu plötu þeirra, Bestu kveðjur. Eina áhyggjuefni Sprengjuhallarinnar er að útvega gjaldeyri fyrir ferðina, sem gæti staðið yfir í tvær til þrjár vikur. „Við erum reyndar svo heppnir að við vorum band vikunnar á Emusic.com og höfðum nokkra dollara upp úr því, sem ég sé ekki fram á að geta leyst út á Íslandi. Ætli við höfum ekki bara tékka með til Bandaríkjanna og notum þann aur til fararinnar," segir Atli Bollason. Meiri aur gæti safnast í púkkið þegar Bestu kveðjur fer í sölu rafrænt um víða veröld um áramótin, auk þess sem þeir gætu þénað eitthvað á Tímunum okkar sem fór í sölu í haust. Þeir félagar fá styrk frá Loftbrú vegna flugsins til og frá Íslandi en annað þurfa þeir að sjá um sjálfir. „Ég býst við að við þurfum að lifa á McDonald"s og einhverju drasli á meðan við erum þarna," segir Atli. Ein hugmynd hjá þeim er að leigja sér gamlan húsbíl og ferðast um og sofa í honum. „Það er rándýrt að ætla að gista á hótelum á hverri nóttu. Ég hugsa að við notum þessa fáu dollara sem við eigum til að leigja húsbíl og gera alvöru „road trip" úr þessu, eins og KK og Einar Kárason fóru í," segir hann. Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Strákarnir í Sprengjuhöllinni hafa fengið boð um að spila á tveimur tónlistarhátíðum í Norður-Ameríku í mars á næsta ári. Annars vegar er það Canadian Music Week í Toronto og hins vegar South By Southwest í Austin í Texas, en forsvarsmenn beggja hátíða hrifust mjög af nýjustu plötu þeirra, Bestu kveðjur. Eina áhyggjuefni Sprengjuhallarinnar er að útvega gjaldeyri fyrir ferðina, sem gæti staðið yfir í tvær til þrjár vikur. „Við erum reyndar svo heppnir að við vorum band vikunnar á Emusic.com og höfðum nokkra dollara upp úr því, sem ég sé ekki fram á að geta leyst út á Íslandi. Ætli við höfum ekki bara tékka með til Bandaríkjanna og notum þann aur til fararinnar," segir Atli Bollason. Meiri aur gæti safnast í púkkið þegar Bestu kveðjur fer í sölu rafrænt um víða veröld um áramótin, auk þess sem þeir gætu þénað eitthvað á Tímunum okkar sem fór í sölu í haust. Þeir félagar fá styrk frá Loftbrú vegna flugsins til og frá Íslandi en annað þurfa þeir að sjá um sjálfir. „Ég býst við að við þurfum að lifa á McDonald"s og einhverju drasli á meðan við erum þarna," segir Atli. Ein hugmynd hjá þeim er að leigja sér gamlan húsbíl og ferðast um og sofa í honum. „Það er rándýrt að ætla að gista á hótelum á hverri nóttu. Ég hugsa að við notum þessa fáu dollara sem við eigum til að leigja húsbíl og gera alvöru „road trip" úr þessu, eins og KK og Einar Kárason fóru í," segir hann.
Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira