Hljómsveit safnar gjaldeyri fyrir Ameríkuferð 3. desember 2008 05:00 Strákarnir í Sprengjuhöllinni eru á leiðinni til Norður-Ameríku næsta vor. Strákarnir í Sprengjuhöllinni hafa fengið boð um að spila á tveimur tónlistarhátíðum í Norður-Ameríku í mars á næsta ári. Annars vegar er það Canadian Music Week í Toronto og hins vegar South By Southwest í Austin í Texas, en forsvarsmenn beggja hátíða hrifust mjög af nýjustu plötu þeirra, Bestu kveðjur. Eina áhyggjuefni Sprengjuhallarinnar er að útvega gjaldeyri fyrir ferðina, sem gæti staðið yfir í tvær til þrjár vikur. „Við erum reyndar svo heppnir að við vorum band vikunnar á Emusic.com og höfðum nokkra dollara upp úr því, sem ég sé ekki fram á að geta leyst út á Íslandi. Ætli við höfum ekki bara tékka með til Bandaríkjanna og notum þann aur til fararinnar," segir Atli Bollason. Meiri aur gæti safnast í púkkið þegar Bestu kveðjur fer í sölu rafrænt um víða veröld um áramótin, auk þess sem þeir gætu þénað eitthvað á Tímunum okkar sem fór í sölu í haust. Þeir félagar fá styrk frá Loftbrú vegna flugsins til og frá Íslandi en annað þurfa þeir að sjá um sjálfir. „Ég býst við að við þurfum að lifa á McDonald"s og einhverju drasli á meðan við erum þarna," segir Atli. Ein hugmynd hjá þeim er að leigja sér gamlan húsbíl og ferðast um og sofa í honum. „Það er rándýrt að ætla að gista á hótelum á hverri nóttu. Ég hugsa að við notum þessa fáu dollara sem við eigum til að leigja húsbíl og gera alvöru „road trip" úr þessu, eins og KK og Einar Kárason fóru í," segir hann. Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Strákarnir í Sprengjuhöllinni hafa fengið boð um að spila á tveimur tónlistarhátíðum í Norður-Ameríku í mars á næsta ári. Annars vegar er það Canadian Music Week í Toronto og hins vegar South By Southwest í Austin í Texas, en forsvarsmenn beggja hátíða hrifust mjög af nýjustu plötu þeirra, Bestu kveðjur. Eina áhyggjuefni Sprengjuhallarinnar er að útvega gjaldeyri fyrir ferðina, sem gæti staðið yfir í tvær til þrjár vikur. „Við erum reyndar svo heppnir að við vorum band vikunnar á Emusic.com og höfðum nokkra dollara upp úr því, sem ég sé ekki fram á að geta leyst út á Íslandi. Ætli við höfum ekki bara tékka með til Bandaríkjanna og notum þann aur til fararinnar," segir Atli Bollason. Meiri aur gæti safnast í púkkið þegar Bestu kveðjur fer í sölu rafrænt um víða veröld um áramótin, auk þess sem þeir gætu þénað eitthvað á Tímunum okkar sem fór í sölu í haust. Þeir félagar fá styrk frá Loftbrú vegna flugsins til og frá Íslandi en annað þurfa þeir að sjá um sjálfir. „Ég býst við að við þurfum að lifa á McDonald"s og einhverju drasli á meðan við erum þarna," segir Atli. Ein hugmynd hjá þeim er að leigja sér gamlan húsbíl og ferðast um og sofa í honum. „Það er rándýrt að ætla að gista á hótelum á hverri nóttu. Ég hugsa að við notum þessa fáu dollara sem við eigum til að leigja húsbíl og gera alvöru „road trip" úr þessu, eins og KK og Einar Kárason fóru í," segir hann.
Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira