Viðskipti innlent

Bakkavör féll mest

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur og stærstu hluthafar Bakkavarar. Þeir keyptu Bakkavör af Existu á dögunum.
Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stofnendur og stærstu hluthafar Bakkavarar. Þeir keyptu Bakkavör af Existu á dögunum. Mynd/GVA
Gengi bréfa í Bakkavör féll um rúm 29 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi Færeyjabanki, sem fór niður um 3,45 prósent, Össur lækkaði um 1,52 prósent, Marel um 1,27 prósent og Icelandair Group um 0,37 prósent. Á móti hækkaði gengi bréfa í Century Aluminum um 8,37 prósent, bréf Eimskipafélagsins um 2,34 prósent og Atorku Group um 1,54 prósent. Úrvalsvísitalan féll um 2,66 prósent og endaði í 641 stigi. Viðskipti voru 63 talsins upp á 17,7 milljónir króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×