Bankahólfið: Minnisleysa 25. júní 2008 00:01 Íslensk erfðagreining ku ætla að rannsaka hvaða erfðaþættir það séu sem hafi áhrif á minni, athygli og hraða hugsunar. Illkvittnir sáu samstundis glitta í gagnsemi rannsóknarinnar. Hægt væri að útbúa próf og síðar lyf með öfugri virkni fyrir þá sem keyptu hlutabréf í DeCode, móðurfélagi ÍE, á gráum markaði fyrir rúmlega sextíu dali á hlut. Gengi bréfanna hefur fallið um tæp hundrað prósent síðan þá og lafað undir dalnum, þannig að fáir eru eftir sem vilja kannast við að hafa fjárfest í félaginu á sínum tíma. Gráglettnir telja heppilegasta nafnið á lyfinu verða eitthvað á borð við Minnisleysa. Eins og stemningin hefur verið í Kauphöllinni upp á síðkastið munu óbreyttir fjárfestar eflaust ekki fúlsa við smáslettu. Davíð á móti?Sitt sýnist hverjum um ástæður hins bága efnahagsástands. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur sagði við Vísi fyrr í vikunni að Seðlabankinn sé orðinn að einu helsta vandamáli þjóðarinnar. Bankinn þverskallist við að fylgja stefnu ríkisstjórnarinnar og besta dæmið sé sú töf sem er orðin á margumræddri lántöku til að styrkja gjaldeyrisforðann. „Mér skilst að Seðlabankinn taki ekki þetta lán af því að Davíð Oddsson seðlabankastjóri sé á móti því,“ sagði Guðmundur og telur einsýnt að skipta þurfi út seðlabankastjóranum – í eintölu – og bankaráði Seðlabankans. Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Íslensk erfðagreining ku ætla að rannsaka hvaða erfðaþættir það séu sem hafi áhrif á minni, athygli og hraða hugsunar. Illkvittnir sáu samstundis glitta í gagnsemi rannsóknarinnar. Hægt væri að útbúa próf og síðar lyf með öfugri virkni fyrir þá sem keyptu hlutabréf í DeCode, móðurfélagi ÍE, á gráum markaði fyrir rúmlega sextíu dali á hlut. Gengi bréfanna hefur fallið um tæp hundrað prósent síðan þá og lafað undir dalnum, þannig að fáir eru eftir sem vilja kannast við að hafa fjárfest í félaginu á sínum tíma. Gráglettnir telja heppilegasta nafnið á lyfinu verða eitthvað á borð við Minnisleysa. Eins og stemningin hefur verið í Kauphöllinni upp á síðkastið munu óbreyttir fjárfestar eflaust ekki fúlsa við smáslettu. Davíð á móti?Sitt sýnist hverjum um ástæður hins bága efnahagsástands. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur sagði við Vísi fyrr í vikunni að Seðlabankinn sé orðinn að einu helsta vandamáli þjóðarinnar. Bankinn þverskallist við að fylgja stefnu ríkisstjórnarinnar og besta dæmið sé sú töf sem er orðin á margumræddri lántöku til að styrkja gjaldeyrisforðann. „Mér skilst að Seðlabankinn taki ekki þetta lán af því að Davíð Oddsson seðlabankastjóri sé á móti því,“ sagði Guðmundur og telur einsýnt að skipta þurfi út seðlabankastjóranum – í eintölu – og bankaráði Seðlabankans.
Á gráa svæðinu Markaðir Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira