Pétur segir Stím-málið kalla á reglubreytingar 30. nóvember 2008 18:30 Viðskiptahættir gamla Glitnis voru vægast sagt undarlegir að mati Péturs Blöndal formanns efnhags- og skattanefndar Alþingis. Hann segir Glitni hafa reynt að fegra stöðu sína með því að láta einkahlutafélag sem bankinn átti stóran hlut í kaupa bréf í bankanum. Einkahlutafélagið Stím var stofnað í nóvember á síðasta ári. Í yfirlýsingu sem Jakob Valgeir Flosason, stjórnarmaður félagsins, sendi frá sér í gær kemur fram að Glitnir átti tæp 33 prósent í félaginu. Stím keypti 4,3 prósent hlut Glitni fyrir rúma 16 milljarða í fyrra og auk þess hlut í FL Group fyrir tæpa 9 millljarða. Glitnir lánaði félaginu tæpa 20 milljarða fyrir kaupunum. „Viðskiptahættirnir eru dáltíð undarlegir vægast sagt. Þarna er banki að lána 80% í kaupum á sjálfum sér og stærsta eigenda sínum," segir Pétur. „Ég get ekki farið í lögfræðina en þetta er greinilega til þess að hafa áhrif á gengi og eftirspurn eftir hlutabréfum í viðkomandi fyrirtæki og ég mundi flokka þetta undir eitthvað sem þyrfti að skoða." Þórður Friðjónsson, forstjóri kauphallarinnar, sagði að kaupin yrðu skoðuð sérstaklega í vikunni. Í yfirlýsingu sem skilanefnd Gamla Glitnis sendi frá sér í dag kemur fram að Fjármálaeftirlitinu var tilkynnt um eignarhlut Glitnis í Stím strax í nóvember í fyrra og gerði eftirlitið ekki athugasemdir við meðferð málsins vegna tilkynningarskyldu til Kauphallarinnar. Fréttastofa ákvað að leita viðbragða hjá stjórn Gamla Glitnis vegna málsins. Björn Ingi Sveinsson, sagðist ekki vita neitt um málið. Pétur Guðmundarson, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið. Skarphéðinn Berg Steinarsson, sagðist ekki muna eftir því að stjórn bankans hafi fjallað sérstaklega um Stím á sínum tíma. Ekki náðist í aðra fyrrum stjórnarmeðlimi Glitnis. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri bankans, er erlendis. Pétur segir málið allt kalla á reglubreytingar. „Það held ég að sé alveg einhlýtt að ef þetta er ekki bannað með lögum þá þyrfti að setja reglur um það auðmenn geti ekki verið að breyta gengi á hlutabréfum í sjálfum sér með þessum hætti." Stím málið Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Viðskiptahættir gamla Glitnis voru vægast sagt undarlegir að mati Péturs Blöndal formanns efnhags- og skattanefndar Alþingis. Hann segir Glitni hafa reynt að fegra stöðu sína með því að láta einkahlutafélag sem bankinn átti stóran hlut í kaupa bréf í bankanum. Einkahlutafélagið Stím var stofnað í nóvember á síðasta ári. Í yfirlýsingu sem Jakob Valgeir Flosason, stjórnarmaður félagsins, sendi frá sér í gær kemur fram að Glitnir átti tæp 33 prósent í félaginu. Stím keypti 4,3 prósent hlut Glitni fyrir rúma 16 milljarða í fyrra og auk þess hlut í FL Group fyrir tæpa 9 millljarða. Glitnir lánaði félaginu tæpa 20 milljarða fyrir kaupunum. „Viðskiptahættirnir eru dáltíð undarlegir vægast sagt. Þarna er banki að lána 80% í kaupum á sjálfum sér og stærsta eigenda sínum," segir Pétur. „Ég get ekki farið í lögfræðina en þetta er greinilega til þess að hafa áhrif á gengi og eftirspurn eftir hlutabréfum í viðkomandi fyrirtæki og ég mundi flokka þetta undir eitthvað sem þyrfti að skoða." Þórður Friðjónsson, forstjóri kauphallarinnar, sagði að kaupin yrðu skoðuð sérstaklega í vikunni. Í yfirlýsingu sem skilanefnd Gamla Glitnis sendi frá sér í dag kemur fram að Fjármálaeftirlitinu var tilkynnt um eignarhlut Glitnis í Stím strax í nóvember í fyrra og gerði eftirlitið ekki athugasemdir við meðferð málsins vegna tilkynningarskyldu til Kauphallarinnar. Fréttastofa ákvað að leita viðbragða hjá stjórn Gamla Glitnis vegna málsins. Björn Ingi Sveinsson, sagðist ekki vita neitt um málið. Pétur Guðmundarson, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið. Skarphéðinn Berg Steinarsson, sagðist ekki muna eftir því að stjórn bankans hafi fjallað sérstaklega um Stím á sínum tíma. Ekki náðist í aðra fyrrum stjórnarmeðlimi Glitnis. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri bankans, er erlendis. Pétur segir málið allt kalla á reglubreytingar. „Það held ég að sé alveg einhlýtt að ef þetta er ekki bannað með lögum þá þyrfti að setja reglur um það auðmenn geti ekki verið að breyta gengi á hlutabréfum í sjálfum sér með þessum hætti."
Stím málið Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira