Pétur segir Stím-málið kalla á reglubreytingar 30. nóvember 2008 18:30 Viðskiptahættir gamla Glitnis voru vægast sagt undarlegir að mati Péturs Blöndal formanns efnhags- og skattanefndar Alþingis. Hann segir Glitni hafa reynt að fegra stöðu sína með því að láta einkahlutafélag sem bankinn átti stóran hlut í kaupa bréf í bankanum. Einkahlutafélagið Stím var stofnað í nóvember á síðasta ári. Í yfirlýsingu sem Jakob Valgeir Flosason, stjórnarmaður félagsins, sendi frá sér í gær kemur fram að Glitnir átti tæp 33 prósent í félaginu. Stím keypti 4,3 prósent hlut Glitni fyrir rúma 16 milljarða í fyrra og auk þess hlut í FL Group fyrir tæpa 9 millljarða. Glitnir lánaði félaginu tæpa 20 milljarða fyrir kaupunum. „Viðskiptahættirnir eru dáltíð undarlegir vægast sagt. Þarna er banki að lána 80% í kaupum á sjálfum sér og stærsta eigenda sínum," segir Pétur. „Ég get ekki farið í lögfræðina en þetta er greinilega til þess að hafa áhrif á gengi og eftirspurn eftir hlutabréfum í viðkomandi fyrirtæki og ég mundi flokka þetta undir eitthvað sem þyrfti að skoða." Þórður Friðjónsson, forstjóri kauphallarinnar, sagði að kaupin yrðu skoðuð sérstaklega í vikunni. Í yfirlýsingu sem skilanefnd Gamla Glitnis sendi frá sér í dag kemur fram að Fjármálaeftirlitinu var tilkynnt um eignarhlut Glitnis í Stím strax í nóvember í fyrra og gerði eftirlitið ekki athugasemdir við meðferð málsins vegna tilkynningarskyldu til Kauphallarinnar. Fréttastofa ákvað að leita viðbragða hjá stjórn Gamla Glitnis vegna málsins. Björn Ingi Sveinsson, sagðist ekki vita neitt um málið. Pétur Guðmundarson, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið. Skarphéðinn Berg Steinarsson, sagðist ekki muna eftir því að stjórn bankans hafi fjallað sérstaklega um Stím á sínum tíma. Ekki náðist í aðra fyrrum stjórnarmeðlimi Glitnis. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri bankans, er erlendis. Pétur segir málið allt kalla á reglubreytingar. „Það held ég að sé alveg einhlýtt að ef þetta er ekki bannað með lögum þá þyrfti að setja reglur um það auðmenn geti ekki verið að breyta gengi á hlutabréfum í sjálfum sér með þessum hætti." Stím málið Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Viðskiptahættir gamla Glitnis voru vægast sagt undarlegir að mati Péturs Blöndal formanns efnhags- og skattanefndar Alþingis. Hann segir Glitni hafa reynt að fegra stöðu sína með því að láta einkahlutafélag sem bankinn átti stóran hlut í kaupa bréf í bankanum. Einkahlutafélagið Stím var stofnað í nóvember á síðasta ári. Í yfirlýsingu sem Jakob Valgeir Flosason, stjórnarmaður félagsins, sendi frá sér í gær kemur fram að Glitnir átti tæp 33 prósent í félaginu. Stím keypti 4,3 prósent hlut Glitni fyrir rúma 16 milljarða í fyrra og auk þess hlut í FL Group fyrir tæpa 9 millljarða. Glitnir lánaði félaginu tæpa 20 milljarða fyrir kaupunum. „Viðskiptahættirnir eru dáltíð undarlegir vægast sagt. Þarna er banki að lána 80% í kaupum á sjálfum sér og stærsta eigenda sínum," segir Pétur. „Ég get ekki farið í lögfræðina en þetta er greinilega til þess að hafa áhrif á gengi og eftirspurn eftir hlutabréfum í viðkomandi fyrirtæki og ég mundi flokka þetta undir eitthvað sem þyrfti að skoða." Þórður Friðjónsson, forstjóri kauphallarinnar, sagði að kaupin yrðu skoðuð sérstaklega í vikunni. Í yfirlýsingu sem skilanefnd Gamla Glitnis sendi frá sér í dag kemur fram að Fjármálaeftirlitinu var tilkynnt um eignarhlut Glitnis í Stím strax í nóvember í fyrra og gerði eftirlitið ekki athugasemdir við meðferð málsins vegna tilkynningarskyldu til Kauphallarinnar. Fréttastofa ákvað að leita viðbragða hjá stjórn Gamla Glitnis vegna málsins. Björn Ingi Sveinsson, sagðist ekki vita neitt um málið. Pétur Guðmundarson, vildi ekki láta hafa neitt eftir sér um málið. Skarphéðinn Berg Steinarsson, sagðist ekki muna eftir því að stjórn bankans hafi fjallað sérstaklega um Stím á sínum tíma. Ekki náðist í aðra fyrrum stjórnarmeðlimi Glitnis. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri bankans, er erlendis. Pétur segir málið allt kalla á reglubreytingar. „Það held ég að sé alveg einhlýtt að ef þetta er ekki bannað með lögum þá þyrfti að setja reglur um það auðmenn geti ekki verið að breyta gengi á hlutabréfum í sjálfum sér með þessum hætti."
Stím málið Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira