Öldur reiðinnar Jónína Michaelsdóttir skrifar 25. nóvember 2008 06:00 Umtalsverð gengishækkun hefur orðið á reiðinni síðustu vikur. Telst hún ótvírætt til tekna í yfirstandandi umróti. Um það vitna svör almennings í fjölmiðlum, hvort heldur er á mótmælafundum, vinnustöðum eða á götum úti. Reiðin er guðspjall dagsins. Hún breiðist út eins og hver önnur umgangspest, einn smitar annan, ekki síst þar sem margir koma saman. Það er líka gaman að vera reiðir saman. Verða hluti af stærra samhengi og upplifa órofa samstöðukennd sem er nánast áþreifanleg. Þetta er öðrum þræði ævintýri, þótt tilefnið sé efnahagshrun. Þetta er líka sefjun. Opin og almenn umræða og fjölsóttir borgarafundir eru það besta sem hægt er að hugsa sér í núverandi aðstæðum. Einörð og opinská skoðanaskipti geta bæði kveikt nýjar hugmyndir og fylkingar um tiltekin málefni. Sumt gagnlegt, annað ekki. Margar kröfur um breytingar á fólki í ábyrgðarstöðum eru eðlilegar, aðrar orka tvímælis. Það hlýtur fleirum en mér að þykja dálítið djarft þegar stjórnmálamenn eða mótmælendur fullyrða að þeir tali í nafni Þjóðarinnar: „Þetta er það sem þjóðin vill!" Skoðanir einstaklinga eða hópa eru ekki endilega þjóðarvilji, þó að einhverjum þyki það kannski ótrúlegt. Þjóðin kýs á fjögurra ára fresti. Kosningaréttur í lýðræðisríki eru forréttindi sem ber að taka alvarlega. Skipti menn um skoðun, geta þeir merkt við í samræmi við það í næstu kosningum. Við og hinir-viðhorfiðÞað er gaman að sjálfsprottnum áhuga á því að taka þátt í skipulögðum mótmælafundum og borgarafundum, en óskemmtilegt að verða fyrir ágengum þrýstingi vinnufélaga sem staðhæfa að það sé borgaraleg skylda að mæta á Austurvöll. Samstaðan er gefandi og krafturinn sem leysist úr læðingi skapandi. En ef menn eru ekki réttum megin við raunveruleikann getur sjáfsupphafningin læðst inn í sinnið. Við og hinir-viðhorfið. Við, góða og heiðarlega hugsjónafólkið, og hinir spilltu, sérgóðu ómerkingarnir. Svona einfalt er ekkert í lífinuEggjakastið virðist vera orðinn fastur liður. Hlýtur að vera mjög skemmtilegt fyrir krakkana sem þarna eru með foreldrum sínum. Naumast fá þau að vera í svona leik heima hjá sér. Ef þau eiga eftir að reiðast illa yfirvöldum í eigin skóla, til dæmis vegna mismununar, lélegrar kennslu eða ósanngjarnrar einkunnar, vita þau hvernig þau eiga að láta þá reiði í ljós.Og þótt þau myndu kasta kílóum af eggjum í skólann sinn og draga að húni mynd af apa, gerðu þau hvorki ráð fyrir að þurfa að þrífa eftir sig né fá kárínur. Af því að reiðin þeirra var svo réttlát. Og réttlát reiði er dyggð. Enginn skyldi vanmeta mátt fordæmisins. Engli og vinir hansÖllum getur orðið heitt í hamsi, ekki síst ef þeim finnst brotið á sér. Óöryggi og vanmáttur eru eldsneyti í reiðina og því eðlilegt að hún brjótist fram í núverandi aðstæðum hér á landi. Hins vegar er ekki nauðsynlegt að leiða hana til öndvegis. Uppvaxandi kynslóð heyrir og sér í kringum sig svartsýni og óöryggi. Hún þarf ró og innra öryggi heima hjá sér. Börn eru eitt skilningarvit. Orðin ein duga ekki. Þau skynja líðan foreldra sinna og vanlíðan þeirra sekkur inn í þau og tekur sér þar bólfestu. Stundum til frambúðar. Þess vegna þurfum við að hlúa að gleði og jafnvægi í eigin ranni.Börn eru yfirleitt jákvæð nema þeim sé kennt annað.Fimm ára vinur minn, sem byrjaði í Ísaksskóla í haust, heimsótti mig í vikunni.Hann er mannblendinn, líflegur og eftirtektarsamur. Að þessu sinni vildi hann að við gerðum sögu saman. Hann myndi búa til söguna en ég slá hana inn í tölvuna og prenta síðan út. Ég ætla að botna þennan pistil með fyrsta kaflanum í hugarsmíð fulltrúa framtíðarinnar, vegna gildismatsins sem þar birtist. Sagan heitir Engli og vinir hans:"Einu sinni var engill, sem hét Engli. Allir hinir englarnir voru alltaf að stríða honum. Hann var fallegasti engillinn á himnum. Einn dag komu tveir englakrakkar og vildu vera vinir hans Engla, fallegasta engilsins. Tvö hrekkjusvín hræddu nýju englakrakkana í burtu.Engli átti einn góðan vin. Hann hét Rafael. Þeir léku sér oft saman. Einn daginn komu hrekkjusvínin tvö aftur og sögðu: "Megum við vera vinir þínir líka?" "Já, já," sagði Engli.Allir krakkarnir voru í skemmtilegum englaskóla. Þau lærðu að lesa og reikna og lærðu líka fullt af fallegum lögum. Í frjálsu tímunum máttu þeir teikna það sem þeir vildu. Engli teiknaði blóm fyrir kennarann, og þá gerðu vinir hans það líka." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun
Umtalsverð gengishækkun hefur orðið á reiðinni síðustu vikur. Telst hún ótvírætt til tekna í yfirstandandi umróti. Um það vitna svör almennings í fjölmiðlum, hvort heldur er á mótmælafundum, vinnustöðum eða á götum úti. Reiðin er guðspjall dagsins. Hún breiðist út eins og hver önnur umgangspest, einn smitar annan, ekki síst þar sem margir koma saman. Það er líka gaman að vera reiðir saman. Verða hluti af stærra samhengi og upplifa órofa samstöðukennd sem er nánast áþreifanleg. Þetta er öðrum þræði ævintýri, þótt tilefnið sé efnahagshrun. Þetta er líka sefjun. Opin og almenn umræða og fjölsóttir borgarafundir eru það besta sem hægt er að hugsa sér í núverandi aðstæðum. Einörð og opinská skoðanaskipti geta bæði kveikt nýjar hugmyndir og fylkingar um tiltekin málefni. Sumt gagnlegt, annað ekki. Margar kröfur um breytingar á fólki í ábyrgðarstöðum eru eðlilegar, aðrar orka tvímælis. Það hlýtur fleirum en mér að þykja dálítið djarft þegar stjórnmálamenn eða mótmælendur fullyrða að þeir tali í nafni Þjóðarinnar: „Þetta er það sem þjóðin vill!" Skoðanir einstaklinga eða hópa eru ekki endilega þjóðarvilji, þó að einhverjum þyki það kannski ótrúlegt. Þjóðin kýs á fjögurra ára fresti. Kosningaréttur í lýðræðisríki eru forréttindi sem ber að taka alvarlega. Skipti menn um skoðun, geta þeir merkt við í samræmi við það í næstu kosningum. Við og hinir-viðhorfiðÞað er gaman að sjálfsprottnum áhuga á því að taka þátt í skipulögðum mótmælafundum og borgarafundum, en óskemmtilegt að verða fyrir ágengum þrýstingi vinnufélaga sem staðhæfa að það sé borgaraleg skylda að mæta á Austurvöll. Samstaðan er gefandi og krafturinn sem leysist úr læðingi skapandi. En ef menn eru ekki réttum megin við raunveruleikann getur sjáfsupphafningin læðst inn í sinnið. Við og hinir-viðhorfið. Við, góða og heiðarlega hugsjónafólkið, og hinir spilltu, sérgóðu ómerkingarnir. Svona einfalt er ekkert í lífinuEggjakastið virðist vera orðinn fastur liður. Hlýtur að vera mjög skemmtilegt fyrir krakkana sem þarna eru með foreldrum sínum. Naumast fá þau að vera í svona leik heima hjá sér. Ef þau eiga eftir að reiðast illa yfirvöldum í eigin skóla, til dæmis vegna mismununar, lélegrar kennslu eða ósanngjarnrar einkunnar, vita þau hvernig þau eiga að láta þá reiði í ljós.Og þótt þau myndu kasta kílóum af eggjum í skólann sinn og draga að húni mynd af apa, gerðu þau hvorki ráð fyrir að þurfa að þrífa eftir sig né fá kárínur. Af því að reiðin þeirra var svo réttlát. Og réttlát reiði er dyggð. Enginn skyldi vanmeta mátt fordæmisins. Engli og vinir hansÖllum getur orðið heitt í hamsi, ekki síst ef þeim finnst brotið á sér. Óöryggi og vanmáttur eru eldsneyti í reiðina og því eðlilegt að hún brjótist fram í núverandi aðstæðum hér á landi. Hins vegar er ekki nauðsynlegt að leiða hana til öndvegis. Uppvaxandi kynslóð heyrir og sér í kringum sig svartsýni og óöryggi. Hún þarf ró og innra öryggi heima hjá sér. Börn eru eitt skilningarvit. Orðin ein duga ekki. Þau skynja líðan foreldra sinna og vanlíðan þeirra sekkur inn í þau og tekur sér þar bólfestu. Stundum til frambúðar. Þess vegna þurfum við að hlúa að gleði og jafnvægi í eigin ranni.Börn eru yfirleitt jákvæð nema þeim sé kennt annað.Fimm ára vinur minn, sem byrjaði í Ísaksskóla í haust, heimsótti mig í vikunni.Hann er mannblendinn, líflegur og eftirtektarsamur. Að þessu sinni vildi hann að við gerðum sögu saman. Hann myndi búa til söguna en ég slá hana inn í tölvuna og prenta síðan út. Ég ætla að botna þennan pistil með fyrsta kaflanum í hugarsmíð fulltrúa framtíðarinnar, vegna gildismatsins sem þar birtist. Sagan heitir Engli og vinir hans:"Einu sinni var engill, sem hét Engli. Allir hinir englarnir voru alltaf að stríða honum. Hann var fallegasti engillinn á himnum. Einn dag komu tveir englakrakkar og vildu vera vinir hans Engla, fallegasta engilsins. Tvö hrekkjusvín hræddu nýju englakrakkana í burtu.Engli átti einn góðan vin. Hann hét Rafael. Þeir léku sér oft saman. Einn daginn komu hrekkjusvínin tvö aftur og sögðu: "Megum við vera vinir þínir líka?" "Já, já," sagði Engli.Allir krakkarnir voru í skemmtilegum englaskóla. Þau lærðu að lesa og reikna og lærðu líka fullt af fallegum lögum. Í frjálsu tímunum máttu þeir teikna það sem þeir vildu. Engli teiknaði blóm fyrir kennarann, og þá gerðu vinir hans það líka."
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun