Körfubolti

Ainge fær nýjan titil og nýjan samning hjá Boston

Ainge er hér tekinn vinalegu hálstaki af Kevin Garnett í fögnuði Boston manna í sumar
Ainge er hér tekinn vinalegu hálstaki af Kevin Garnett í fögnuði Boston manna í sumar NordicPhotos/GettyImages

Danny Ainge, framkvæmdastjóri Boston Celtics í NBA deildinni, hefur fengið nýjan samning og nýjan titil hjá félaginu.

Ainge hefur verið gerður að forseta félagsins, en hann var kjörinn framkvæmdastjóri ársins í deildinni í fyrra eftir að lið hans varð NBA meistari í 17. skipti í sögunni og í fyrsta skipti í tvo áratugi.

Ainge var maðurinn á bak við leikmannaskiptin sem færðu Boston þá Ray Allen og Kevin Garnett síðasta sumar, en þeir voru lykilmenn í frábæru liði Boston á síðustu leiktíð.

Ainge varð meistari með Boston árin 1984 og 1986 sem leikmaður og komst alls fjórum sinnum í úrslit með liðinu. Hann spilaði síðari í lokaúrslitum bæði með Portland og Phoenix.

Leiktíðin í NBA hefst með látum í kvöld með þremur leikjum þar sem Boston tekur m.a. á móti Cleveland.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×