Eftirminnilegur maður Jónína Michaelsdóttir skrifar 15. apríl 2008 06:00 Til eru þeir sem segja frá eigin reynslu með svo lifandi og myndrænum hætti að hún öðlast sjálfstætt líf í vitund manns og skrif og spjall um skyldar aðstæður kalla þessar minningar ósjálfrátt fram. Þannig hefur umfjöllun um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs upp á síðkastið, dagskrá Skagfirðinga í tilefni af hundrað ára ártíð Stefáns Íslandi og kynning RÚV á hestum og hestaíþróttinni þessa dagana rifjað upp ógleymanleg samtöl sem ég átti við danskan mann, Jörgen Holm, fyrir fimmtán árum. Tilefnið var bók um fólkið hjá Eimskip. Rætt var við tíu Íslendinga sem höfðu unnið hjá fyrirtækinu í áratugi og tvo útlendinga sem höfðu verið í viðskiptum við það í langan tíma. Annar þeirra var skipahöndlarinn, Jörgen Holm. Glöggur og skemmtilegur maður og mikill Íslandsvinur. Jörgen Holm kvaðst á einhvern óskýranlegan hátt vera öðruvísi á Íslandi en annarsstaðar. Hann elskaði þetta land. Ekki Reykjavík, sem hann sagði vera eins og hvern annan bæ, heldur landið sjálft. Í hans huga var Ísland sveitin og óbyggðirnar, hestarnir og hreina loftið. Hann gleymdi því aldrei þegar hann og kona hans voru að koma frá Þingvöllum og mættu óvænt ungum manni með hestastóð. Taldist honum til að þetta gætu verið um hundrað hestar og varð mjög snortinn. Sagði að þetta hefði verið ótrúleg sjón. Hægt væri að rekast á hjarðir af ræktuðum hestum í öðrum löndum, hreinum og stroknum, en að sjá fyrirvaralaust svona hjörð úti í náttúrunni hefði verið stórfenglegt.Lífvörður HammerskjöldsÞegar Jörgen Holm var kallaður í danska herinn 1954 óskaði hann eftir að fara í herlögregluna, fékk þjálfun í samræmi við og var síðan sendur til Þýskalands þar sem Danir voru hluti af setuliði Bandamanna. Eftir að herskyldu lauk fór hann til Kaupmannahafnar, en var kallaður aftur í herinn þegar Suez stríðið hófst. Næstu þrjú ár var hann í Egyptalandi, Ísrael, Líbanon og svæðunum þar í kring. Hann og félagar hans voru löggæslumenn og störfuðu með lögreglu á viðkomandi stöðum. Þeir áttu oft erindi í flóttamannabúðir Palestínumanna og einu sinni var Jörgen Holm þar sem lífvörður Dags Hammerskjöld, aðalritara Sameinuðu Þjóðanna, sem hann sagði hugrakkasta mann sem hann hefði hitt á lífsleiðinni.Hammerskjöld óskaði eftir að heimsækja mjög órólegar búðir skömmu eftir að nokkrir Palestínumenn hefðu verið drepnir. Aðstæður fólksins þar voru skelfilegar. Sextán manna fjölskylda bjó kannski í einu herbergi og neyðarhjálp Sameinuðu þjóðanna barst ekki nema að litlu leyti vegna óeðlilegrar rýrnunar á leiðinni. Fólkið varð því að vonum uppreisnargjarnt, heiftúðugt og mjög ögrandi.Engin leið var að fá Hammerskjöld ofan af því að fara í búðirnar og var þó mikið reynt. Auk Jörgens fylgdu honum aðeins fimm menn. Þeir báru létt vopn og hefðu ekki getað varið hann ef ráðist hefði verið á þá. Fólkið dreif að og þrengdi að þeim. Ef einhver þeirra hefði snert byssuna hefðu dagar þeirra verið taldir, sagði Jörgen. Loftið hefði titrað af spenningi og eini maðurinn sem virtist alveg óttalaus hefði verið Dag Hammersköld. Hann klifraði upp á stein svo að allir gætu séð hann og ávarpaði fólkið. Eftir því sem hann talaði lengur færðist ró yfir hópinn. Bað fólk að segja sér hvað væri að, lofaði að gera allt sem hann gæti til að bæta úr því og reyndi að útskýra spillingu sem alltaf þarf að berjast við í hjálparstarfsemi. Palestínumennirnir kvörtuðu yfir miklum skorti á kennurum og skólum. Hammersköld lofaði að bæta úr því og það gerði hann. Fylgdarmenn hans voru sveitir og örmagna eftir þessa reynslu í búðunum en enginn sá aðalritaranum bregða.Jörgen sagðist hafa lært mikið um pólitík og mannlegt eðli á þessum árum og kynnst vandamálum þessa svæðis innanfrá. Hann hefði sannfærst um að útilokað yrði að koma á friði í Miðausturlöndum. Það yrði aldrei. Ekki raunverulegur friður. Tímar hafa breyst síðan þessi skoðun varð til hjá þessum danska manni, en spurning hvort manneskjan er ekki enn sú sama.Ofar hverri kröfuJörgen Holm hafði mætur á Stefáni Íslandi, óperusöngvara. Stefán fór stundum með þegar Jörgen og starfsmaður hans fóru á bát á morgnana með póst og vistir að íslenskum skipum sem sigldu um Ermarsund en komu ekki inn í höfnina. Menn fóru gjarnan um borð og sátu þar í klukkutíma yfir kaffibolla og spjalli.Einhverju sinni voru þeir í slíkum leiðangri árla morguns og Stefán með í för. Skipinu seinkaði og þeir biðu hljóðir þarna í bátnum í stafalogni. Þegar sólin var að koma upp hóf Stefán Íslandi upp rödd sína og söng af hjartans innlifun. Tær tenórröddin barst yfir hafflötinn og var það eina sem rauf morgunkyrrðina."Þetta var fullkomið! sagði Jörgen." Gjörsamlega ógleymanleg upplifun. Enginn konsert sem ég hef farið á kemst í hálfkvisti við þennan." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun
Til eru þeir sem segja frá eigin reynslu með svo lifandi og myndrænum hætti að hún öðlast sjálfstætt líf í vitund manns og skrif og spjall um skyldar aðstæður kalla þessar minningar ósjálfrátt fram. Þannig hefur umfjöllun um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs upp á síðkastið, dagskrá Skagfirðinga í tilefni af hundrað ára ártíð Stefáns Íslandi og kynning RÚV á hestum og hestaíþróttinni þessa dagana rifjað upp ógleymanleg samtöl sem ég átti við danskan mann, Jörgen Holm, fyrir fimmtán árum. Tilefnið var bók um fólkið hjá Eimskip. Rætt var við tíu Íslendinga sem höfðu unnið hjá fyrirtækinu í áratugi og tvo útlendinga sem höfðu verið í viðskiptum við það í langan tíma. Annar þeirra var skipahöndlarinn, Jörgen Holm. Glöggur og skemmtilegur maður og mikill Íslandsvinur. Jörgen Holm kvaðst á einhvern óskýranlegan hátt vera öðruvísi á Íslandi en annarsstaðar. Hann elskaði þetta land. Ekki Reykjavík, sem hann sagði vera eins og hvern annan bæ, heldur landið sjálft. Í hans huga var Ísland sveitin og óbyggðirnar, hestarnir og hreina loftið. Hann gleymdi því aldrei þegar hann og kona hans voru að koma frá Þingvöllum og mættu óvænt ungum manni með hestastóð. Taldist honum til að þetta gætu verið um hundrað hestar og varð mjög snortinn. Sagði að þetta hefði verið ótrúleg sjón. Hægt væri að rekast á hjarðir af ræktuðum hestum í öðrum löndum, hreinum og stroknum, en að sjá fyrirvaralaust svona hjörð úti í náttúrunni hefði verið stórfenglegt.Lífvörður HammerskjöldsÞegar Jörgen Holm var kallaður í danska herinn 1954 óskaði hann eftir að fara í herlögregluna, fékk þjálfun í samræmi við og var síðan sendur til Þýskalands þar sem Danir voru hluti af setuliði Bandamanna. Eftir að herskyldu lauk fór hann til Kaupmannahafnar, en var kallaður aftur í herinn þegar Suez stríðið hófst. Næstu þrjú ár var hann í Egyptalandi, Ísrael, Líbanon og svæðunum þar í kring. Hann og félagar hans voru löggæslumenn og störfuðu með lögreglu á viðkomandi stöðum. Þeir áttu oft erindi í flóttamannabúðir Palestínumanna og einu sinni var Jörgen Holm þar sem lífvörður Dags Hammerskjöld, aðalritara Sameinuðu Þjóðanna, sem hann sagði hugrakkasta mann sem hann hefði hitt á lífsleiðinni.Hammerskjöld óskaði eftir að heimsækja mjög órólegar búðir skömmu eftir að nokkrir Palestínumenn hefðu verið drepnir. Aðstæður fólksins þar voru skelfilegar. Sextán manna fjölskylda bjó kannski í einu herbergi og neyðarhjálp Sameinuðu þjóðanna barst ekki nema að litlu leyti vegna óeðlilegrar rýrnunar á leiðinni. Fólkið varð því að vonum uppreisnargjarnt, heiftúðugt og mjög ögrandi.Engin leið var að fá Hammerskjöld ofan af því að fara í búðirnar og var þó mikið reynt. Auk Jörgens fylgdu honum aðeins fimm menn. Þeir báru létt vopn og hefðu ekki getað varið hann ef ráðist hefði verið á þá. Fólkið dreif að og þrengdi að þeim. Ef einhver þeirra hefði snert byssuna hefðu dagar þeirra verið taldir, sagði Jörgen. Loftið hefði titrað af spenningi og eini maðurinn sem virtist alveg óttalaus hefði verið Dag Hammersköld. Hann klifraði upp á stein svo að allir gætu séð hann og ávarpaði fólkið. Eftir því sem hann talaði lengur færðist ró yfir hópinn. Bað fólk að segja sér hvað væri að, lofaði að gera allt sem hann gæti til að bæta úr því og reyndi að útskýra spillingu sem alltaf þarf að berjast við í hjálparstarfsemi. Palestínumennirnir kvörtuðu yfir miklum skorti á kennurum og skólum. Hammersköld lofaði að bæta úr því og það gerði hann. Fylgdarmenn hans voru sveitir og örmagna eftir þessa reynslu í búðunum en enginn sá aðalritaranum bregða.Jörgen sagðist hafa lært mikið um pólitík og mannlegt eðli á þessum árum og kynnst vandamálum þessa svæðis innanfrá. Hann hefði sannfærst um að útilokað yrði að koma á friði í Miðausturlöndum. Það yrði aldrei. Ekki raunverulegur friður. Tímar hafa breyst síðan þessi skoðun varð til hjá þessum danska manni, en spurning hvort manneskjan er ekki enn sú sama.Ofar hverri kröfuJörgen Holm hafði mætur á Stefáni Íslandi, óperusöngvara. Stefán fór stundum með þegar Jörgen og starfsmaður hans fóru á bát á morgnana með póst og vistir að íslenskum skipum sem sigldu um Ermarsund en komu ekki inn í höfnina. Menn fóru gjarnan um borð og sátu þar í klukkutíma yfir kaffibolla og spjalli.Einhverju sinni voru þeir í slíkum leiðangri árla morguns og Stefán með í för. Skipinu seinkaði og þeir biðu hljóðir þarna í bátnum í stafalogni. Þegar sólin var að koma upp hóf Stefán Íslandi upp rödd sína og söng af hjartans innlifun. Tær tenórröddin barst yfir hafflötinn og var það eina sem rauf morgunkyrrðina."Þetta var fullkomið! sagði Jörgen." Gjörsamlega ógleymanleg upplifun. Enginn konsert sem ég hef farið á kemst í hálfkvisti við þennan."
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun