Martröð í Ráðhúsinu Jón Kaldal skrifar 8. ágúst 2008 00:01 Það þarf ekki að koma á óvart að fjórði meirihlutinn verði myndaður í borgarstjórn Reykjavíkur áður en þetta kjörtímabil er úti. Óvinsældir núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. Magnússonar eru sögulegar. Engin teikn eru á lofti um að þar sé breytinga að vænta. Þvert á móti er stjórnunarstíll borgarstjóra af því tagi að sjálfstæðismenn munu þurfa að halda áfram að ræsa út slökkvilið sitt með reglulegu millibili á meðan á samstarfinu við hann stendur. Rétt um tvö hundruð dagar eru nú liðnir frá því að Sjálfstæðisflokkurinn leiddi Ólaf í stól borgarstjóra. Það þarf ekki mikla innsýn í taflmennsku stjórnmálanna til að gera sér í hugarlund að sjálfstæðismenn hafi reiknað með að Ólafi myndi þykja svo vænt um stólinn og keðjuna að hann yrði þeim leiðitamur við stjórn borgarinnar. Annað hefur heldur betur komið á daginn. Ólafur hefur ítrekað tekið af allan vafa um að hann á sig sjálfur og hefur ekki sýnt nokkurn vilja til að gera málamiðlanir um stefnumál sín. Ólafur er örugglega mun klókari stjórnmálamaður en samherjar og andstæðingar hans ætla honum. Hann metur greinilega stöðuna á þá leið að hann hafi hreðjatak á Sjálfstæðisflokknum í borginni. Ástæðan er einföld. Þegar sjálfstæðismenn snöruðu Ólafi úr Tjarnarkvartettinum lögðu þeir tilveru sína í hendur honum út kjörtímabilið. Í fyrsta lagi vegna þess að með þeim gjörningi gengu þeir svo fram af öðrum flokkum í borginni að þar yrði ekki komið að opnum dyrum um mögulegt samstarf. Í öðru lagi, og umfram allt, gæti Sjálfstæðisflokkurinn ekki sýnt það fádæma ábyrgðarleysi að hafa frumkvæðið að myndun þriggja meirihluta á einu kjörtímabili. Eins og málin hafa hins vegar þróast gæti það þó verið skárri kostur en að halda núverandi samstarfi áfram. Í nýrri skoðanakönnun Capacent, fyrir fréttastofu Stöðvar 2, kemur fram að einungis 28,5 prósent borgarbúa styðja flokkana sem mynda meirihlutann. Ef kosið yrði nú fengju Samfylkingin og Vinstri græn um 70 prósent atkvæða. Ólafur og Sjálfstæðisflokkur myndu sem sagt gjalda afhroð. En það myndi Framsóknarflokkurinn líka gera og sá möguleiki hlýtur að opna sprungur í þá miklu samstöðu sem flokkarnir í minnihlutanum hafa sýnt hingað til. Framsóknarflokkurinn nýtur hrakfara meirihlutans á engan hátt ólíkt hinum flokkunum í minnihlutanum. Þegar svo er komið hlýtur fulltrúi flokksins, Óskar Bergsson, að hugleiða ásamt baklandi sínu, hvort hann hafi ekki allt að vinna með að komast í borgarstjórn. Verða riddarinn á hvíta hestinum sem kemur á ró í ráðhúsinu, svo borgarbúar geti andað léttar. Óskar og Framsóknarflokkurinn hafa að minnsta kosti engu að tapa. Sjálfstæðisflokkurinn, varla heldur. Innan raða hans er mikill áhugi á að koma áformum um Bitruvirkjun aftur á koppinn. Þar er komið kjörið mál til að láta brjóta á. Óskar er yfirlýstur stuðningsmaður Bitruvirkjunar. Borgarstjóri andstæðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að koma á óvart að fjórði meirihlutinn verði myndaður í borgarstjórn Reykjavíkur áður en þetta kjörtímabil er úti. Óvinsældir núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. Magnússonar eru sögulegar. Engin teikn eru á lofti um að þar sé breytinga að vænta. Þvert á móti er stjórnunarstíll borgarstjóra af því tagi að sjálfstæðismenn munu þurfa að halda áfram að ræsa út slökkvilið sitt með reglulegu millibili á meðan á samstarfinu við hann stendur. Rétt um tvö hundruð dagar eru nú liðnir frá því að Sjálfstæðisflokkurinn leiddi Ólaf í stól borgarstjóra. Það þarf ekki mikla innsýn í taflmennsku stjórnmálanna til að gera sér í hugarlund að sjálfstæðismenn hafi reiknað með að Ólafi myndi þykja svo vænt um stólinn og keðjuna að hann yrði þeim leiðitamur við stjórn borgarinnar. Annað hefur heldur betur komið á daginn. Ólafur hefur ítrekað tekið af allan vafa um að hann á sig sjálfur og hefur ekki sýnt nokkurn vilja til að gera málamiðlanir um stefnumál sín. Ólafur er örugglega mun klókari stjórnmálamaður en samherjar og andstæðingar hans ætla honum. Hann metur greinilega stöðuna á þá leið að hann hafi hreðjatak á Sjálfstæðisflokknum í borginni. Ástæðan er einföld. Þegar sjálfstæðismenn snöruðu Ólafi úr Tjarnarkvartettinum lögðu þeir tilveru sína í hendur honum út kjörtímabilið. Í fyrsta lagi vegna þess að með þeim gjörningi gengu þeir svo fram af öðrum flokkum í borginni að þar yrði ekki komið að opnum dyrum um mögulegt samstarf. Í öðru lagi, og umfram allt, gæti Sjálfstæðisflokkurinn ekki sýnt það fádæma ábyrgðarleysi að hafa frumkvæðið að myndun þriggja meirihluta á einu kjörtímabili. Eins og málin hafa hins vegar þróast gæti það þó verið skárri kostur en að halda núverandi samstarfi áfram. Í nýrri skoðanakönnun Capacent, fyrir fréttastofu Stöðvar 2, kemur fram að einungis 28,5 prósent borgarbúa styðja flokkana sem mynda meirihlutann. Ef kosið yrði nú fengju Samfylkingin og Vinstri græn um 70 prósent atkvæða. Ólafur og Sjálfstæðisflokkur myndu sem sagt gjalda afhroð. En það myndi Framsóknarflokkurinn líka gera og sá möguleiki hlýtur að opna sprungur í þá miklu samstöðu sem flokkarnir í minnihlutanum hafa sýnt hingað til. Framsóknarflokkurinn nýtur hrakfara meirihlutans á engan hátt ólíkt hinum flokkunum í minnihlutanum. Þegar svo er komið hlýtur fulltrúi flokksins, Óskar Bergsson, að hugleiða ásamt baklandi sínu, hvort hann hafi ekki allt að vinna með að komast í borgarstjórn. Verða riddarinn á hvíta hestinum sem kemur á ró í ráðhúsinu, svo borgarbúar geti andað léttar. Óskar og Framsóknarflokkurinn hafa að minnsta kosti engu að tapa. Sjálfstæðisflokkurinn, varla heldur. Innan raða hans er mikill áhugi á að koma áformum um Bitruvirkjun aftur á koppinn. Þar er komið kjörið mál til að láta brjóta á. Óskar er yfirlýstur stuðningsmaður Bitruvirkjunar. Borgarstjóri andstæðingur.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun