Segir Stím ekkert leynifélag 29. nóvember 2008 15:25 Jakob Valgeir Flosason, stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins Stíms sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna umfjöllunar um félagið og hann. Hann segir félagið ekki leynifélag, og að afar frjálslega hafi verið farið með staðreyndir í umfjöllun um félagið og persónu sína. Hann sjái sig því knúinn til að upplýsa um eignaraðild sína og aðkomu að félaginu, og hafi fengið leyfi annarra hluthafa til að birta hluthafalista þess. Jakob á 7,5 prósenta hlut í félaginu, sem hann segist hafa greitt fyrir með reiðufé. Stærsti hluthafinn, með 32,5 % hluta er hinsvegar félag stofnað af gamla Glitni. Aðrir hluthafar eru Gunnar Torfason, SPV fjárfesting, BLÓ ehf félag Óskars Eyjólfssonar, Ofjarl ehf félag Jakobs og Ástmars Ingvarssonar, viðskiptavinir Saga Capital, Saga Capital fjárfestingarbanki, Ástmar Ingvarsson og Flosi Jakob Valgeirsson. Anges Bragadóttir blaðamaður fullyrti í fréttaskýringu í Morgunblaðinu á dögunum að eigendur Stíms séu Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason. Þeir hafi ákveðið á fundi á síðasta ári að stofna leynifélag sem myndi kaupa þau fáu bréf í FL Group sem voru á markaði til þess að halda uppi gengi bréfa félagsins, sem hefði verið í frjálsu falli. Jakob vísar því á bug að hann hafi fengið greitt fyrir að ljá félaginu nafn sitt. Hann segir það vonbrigði að bankaleynd hafi verið brotin í þessu máli, það hljóti að vera öllum þeim sem stunda fjárfestingar og viðskipti hjá bankastofnunum mikið áhyggjuefni. Jakob segir að við stofnun Stíms hafi félagið keypt 3,8 prósenta hlut í FL Group og 4,3 prósenta hlut í Glitni fyrir samtals um 24,8 milljarða króna. Félagið hafi fengið 19,6 milljarða króna lán hjá Glitni fyrir kaupunum með tryggingu í bréfunum. Bréf í félögunum höfðu lækkað mikið, og batt Jakob vonir við að þau myndu hækka umtalsvert á næstu tólf mánuðum. Það gekk ekki eftir, og segir Jakob að hann hafi tapað öllu því hlutafé sem hann lagði inn í Stím. Stím málið Tengdar fréttir Stofnuðu leynifélag til að kaupa hlutabréf í FL Group Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason ákváðu á leynifundi í október í fyrrahaust að stofna leynifélagið FS37 sem síðar varð Stím, og kaupa bréf í FL Group til að halda uppi gengi bréfanna sem höfðu hríðfallið. Glitnir fjármagnaði kaupin án nokkurra ábyrgða. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag. Dylgjur og slúður segir Jón Ásgeir. 23. nóvember 2008 12:26 Lárus segir rangt að reglur Glitnis hafi verið brotnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, segist í yfirlýsingu harma að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. 22. nóvember 2008 18:53 Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. 22. nóvember 2008 18:52 Enginn kannst við leynifélagið Stím Enginn kannast við hver sé á bak við leynifélagið Stím. Félagið fékk milljarðatugi að láni hjá Glitni. Hluthafar voru hafðir að fíflum, segir formaður fjárfesta. 23. nóvember 2008 19:15 Glitnir þarf að afskrifa 13 milljarða vegna Stíms Kvótakóngurinn Jakob Valgeir Flosason er skráður sem eigandi og eini stjórnarmaður Stím ehf sem fjárfesti fyrir tæpa 25 milljarða í Glitni og FL Group í nóvember á síðasta ári. Nú, rúmu ári seinna, hefur félagið tapað 13 milljörðum, milljörðum sem Glitnir þarf að afskrifa. 20. nóvember 2008 10:57 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Jakob Valgeir Flosason, stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins Stíms sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna umfjöllunar um félagið og hann. Hann segir félagið ekki leynifélag, og að afar frjálslega hafi verið farið með staðreyndir í umfjöllun um félagið og persónu sína. Hann sjái sig því knúinn til að upplýsa um eignaraðild sína og aðkomu að félaginu, og hafi fengið leyfi annarra hluthafa til að birta hluthafalista þess. Jakob á 7,5 prósenta hlut í félaginu, sem hann segist hafa greitt fyrir með reiðufé. Stærsti hluthafinn, með 32,5 % hluta er hinsvegar félag stofnað af gamla Glitni. Aðrir hluthafar eru Gunnar Torfason, SPV fjárfesting, BLÓ ehf félag Óskars Eyjólfssonar, Ofjarl ehf félag Jakobs og Ástmars Ingvarssonar, viðskiptavinir Saga Capital, Saga Capital fjárfestingarbanki, Ástmar Ingvarsson og Flosi Jakob Valgeirsson. Anges Bragadóttir blaðamaður fullyrti í fréttaskýringu í Morgunblaðinu á dögunum að eigendur Stíms séu Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason. Þeir hafi ákveðið á fundi á síðasta ári að stofna leynifélag sem myndi kaupa þau fáu bréf í FL Group sem voru á markaði til þess að halda uppi gengi bréfa félagsins, sem hefði verið í frjálsu falli. Jakob vísar því á bug að hann hafi fengið greitt fyrir að ljá félaginu nafn sitt. Hann segir það vonbrigði að bankaleynd hafi verið brotin í þessu máli, það hljóti að vera öllum þeim sem stunda fjárfestingar og viðskipti hjá bankastofnunum mikið áhyggjuefni. Jakob segir að við stofnun Stíms hafi félagið keypt 3,8 prósenta hlut í FL Group og 4,3 prósenta hlut í Glitni fyrir samtals um 24,8 milljarða króna. Félagið hafi fengið 19,6 milljarða króna lán hjá Glitni fyrir kaupunum með tryggingu í bréfunum. Bréf í félögunum höfðu lækkað mikið, og batt Jakob vonir við að þau myndu hækka umtalsvert á næstu tólf mánuðum. Það gekk ekki eftir, og segir Jakob að hann hafi tapað öllu því hlutafé sem hann lagði inn í Stím.
Stím málið Tengdar fréttir Stofnuðu leynifélag til að kaupa hlutabréf í FL Group Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason ákváðu á leynifundi í október í fyrrahaust að stofna leynifélagið FS37 sem síðar varð Stím, og kaupa bréf í FL Group til að halda uppi gengi bréfanna sem höfðu hríðfallið. Glitnir fjármagnaði kaupin án nokkurra ábyrgða. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag. Dylgjur og slúður segir Jón Ásgeir. 23. nóvember 2008 12:26 Lárus segir rangt að reglur Glitnis hafi verið brotnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, segist í yfirlýsingu harma að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. 22. nóvember 2008 18:53 Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. 22. nóvember 2008 18:52 Enginn kannst við leynifélagið Stím Enginn kannast við hver sé á bak við leynifélagið Stím. Félagið fékk milljarðatugi að láni hjá Glitni. Hluthafar voru hafðir að fíflum, segir formaður fjárfesta. 23. nóvember 2008 19:15 Glitnir þarf að afskrifa 13 milljarða vegna Stíms Kvótakóngurinn Jakob Valgeir Flosason er skráður sem eigandi og eini stjórnarmaður Stím ehf sem fjárfesti fyrir tæpa 25 milljarða í Glitni og FL Group í nóvember á síðasta ári. Nú, rúmu ári seinna, hefur félagið tapað 13 milljörðum, milljörðum sem Glitnir þarf að afskrifa. 20. nóvember 2008 10:57 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Stofnuðu leynifélag til að kaupa hlutabréf í FL Group Jón Ásgeir Jóhannesson og Hannes Smárason ákváðu á leynifundi í október í fyrrahaust að stofna leynifélagið FS37 sem síðar varð Stím, og kaupa bréf í FL Group til að halda uppi gengi bréfanna sem höfðu hríðfallið. Glitnir fjármagnaði kaupin án nokkurra ábyrgða. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Agnesar Bragadóttur í Morgunblaðinu í dag. Dylgjur og slúður segir Jón Ásgeir. 23. nóvember 2008 12:26
Lárus segir rangt að reglur Glitnis hafi verið brotnar Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, segist í yfirlýsingu harma að Morgunblaðið skuli birta trúnaðarupplýsingar er varða viðskiptavini bankans og að trúnaður við þá hafi verið brotinn. 22. nóvember 2008 18:53
Jón Ásgeir: Morgunblaðið ræðst að mér Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, segir í yfirlýsingu að Morgunblaðið haldi áfram að ráðast gegn sér og tengdum félögum. Morgunblaðið segir að helstu stjórnendur Glitnis ásamt fulltrúum stærsta hluthafans, FL Group, hafi brotið allar verklagsreglur við lánveitingar. Líklegt sé að krafist verði opinberrar rannsóknar á viðskiptunum. 22. nóvember 2008 18:52
Enginn kannst við leynifélagið Stím Enginn kannast við hver sé á bak við leynifélagið Stím. Félagið fékk milljarðatugi að láni hjá Glitni. Hluthafar voru hafðir að fíflum, segir formaður fjárfesta. 23. nóvember 2008 19:15
Glitnir þarf að afskrifa 13 milljarða vegna Stíms Kvótakóngurinn Jakob Valgeir Flosason er skráður sem eigandi og eini stjórnarmaður Stím ehf sem fjárfesti fyrir tæpa 25 milljarða í Glitni og FL Group í nóvember á síðasta ári. Nú, rúmu ári seinna, hefur félagið tapað 13 milljörðum, milljörðum sem Glitnir þarf að afskrifa. 20. nóvember 2008 10:57