Sílspikað í Hafnarhúsinu 16. október 2008 06:00 Fuck buttons Hávaðaniður sem lætur karlmenni gráta. Spikfeitt tónlistarkvöld bíður gesta á Airwaves í kvöld og eflaust verður sílspikaðasta upplifunin á Listasafni Reykjavíkur. Þar spila þrjár áhugaverðar erlendar sveitir í beit. Kvöldið hefst á íslenska rafgúrúinum Biogen kl. 19, en kl. 20.15 er komið að hljómsveitinni The Mae Shi. Þetta er sex manna band frá Los Angeles. Músíkin er tilraunakennt, sýrulegið og melódískt rafrokk, útkoman ekki ósvipuð og ef hljómsveitirnar Deerhoof, Led Zeppelin og Flaming Lips hefðu ákveðið að sameinast. Nýjasta platan heitir HLLYH og fékk 9 af 10 í einkunn fyrr á árinu í NME. Næst er enska hljómsveitin Florence & The Machine kl. 21. Þar fer fremst í flokki 21 árs söngkona að nafni Florence Welch. Hún var uppgötvuð við að syngja inni á klósetti í partíi fyrir 18 mánuðum en er nú ein af þeim efnilegustu í bransanum. Hetjurnar hennar eru Patti Smith, Kate Bush og Björk, og hún hljómar ekki ósvipað og PJ Harvey á fyrsta tímabili ferils hennar. Bæði The Mae Shi og Florence eru gefin út af enska merkinu Moshi Moshi, sem hefur lengi verið viðloðandi Airwaves. Næst koma aðrir Bretar, dúettinn Fuck Buttons kl. 21.45. Samfarahnapparnir hafa vakið mikla lukku fyrir fyrsta albúmið sitt, Street Horrrsing, sem kom út á þessu ári. Þar rís og hnígur transvekjandi og fallegur rafhávaðaniður sem fær mestu karlmenni til að verða lina inni í sér. Tónleikar dúettsins þykja mikilfenglegir svo vissara er að mæta með vasaklút. Eðalmennin í Gus Gus klára svo kvöldið á nautnafullu sjói og fara á svið kl. 22.45.- drg Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Spikfeitt tónlistarkvöld bíður gesta á Airwaves í kvöld og eflaust verður sílspikaðasta upplifunin á Listasafni Reykjavíkur. Þar spila þrjár áhugaverðar erlendar sveitir í beit. Kvöldið hefst á íslenska rafgúrúinum Biogen kl. 19, en kl. 20.15 er komið að hljómsveitinni The Mae Shi. Þetta er sex manna band frá Los Angeles. Músíkin er tilraunakennt, sýrulegið og melódískt rafrokk, útkoman ekki ósvipuð og ef hljómsveitirnar Deerhoof, Led Zeppelin og Flaming Lips hefðu ákveðið að sameinast. Nýjasta platan heitir HLLYH og fékk 9 af 10 í einkunn fyrr á árinu í NME. Næst er enska hljómsveitin Florence & The Machine kl. 21. Þar fer fremst í flokki 21 árs söngkona að nafni Florence Welch. Hún var uppgötvuð við að syngja inni á klósetti í partíi fyrir 18 mánuðum en er nú ein af þeim efnilegustu í bransanum. Hetjurnar hennar eru Patti Smith, Kate Bush og Björk, og hún hljómar ekki ósvipað og PJ Harvey á fyrsta tímabili ferils hennar. Bæði The Mae Shi og Florence eru gefin út af enska merkinu Moshi Moshi, sem hefur lengi verið viðloðandi Airwaves. Næst koma aðrir Bretar, dúettinn Fuck Buttons kl. 21.45. Samfarahnapparnir hafa vakið mikla lukku fyrir fyrsta albúmið sitt, Street Horrrsing, sem kom út á þessu ári. Þar rís og hnígur transvekjandi og fallegur rafhávaðaniður sem fær mestu karlmenni til að verða lina inni í sér. Tónleikar dúettsins þykja mikilfenglegir svo vissara er að mæta með vasaklút. Eðalmennin í Gus Gus klára svo kvöldið á nautnafullu sjói og fara á svið kl. 22.45.- drg
Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“