Rokkabillybandið 20 ára 10. september 2008 06:00 Rokkabillyband Reykjavíkur fagnar stórafmæli. 20 ára afmæli Rokkabillybandsins er fagnað með langþráðri plötu. „Það var alltaf pæling að gefa út plötu og við ákváðum loksins að kýla á það,“ segir Tómas Tómasson, söng- og gítarleikari Rokkabillybands Reykjavíkur, um nýútkomna plötu sveitarinnar, Reykjavík, en sveitin fagnar jafnframt tuttugu ára starfsafmæli sínu um þessar mundir. „Fyrsta giggið okkar var vorið 1988 og eftir það vorum við að í fimm ár stanslaust, eða til 1993. Þá flutti einn meðlimur hljómsveitarinnar af landi brott og við tók langt hlé,“ útskýrir Tómas sem fylgir nú plötunni eftir með tónleikaferðalagi um Ísland. „Við erum búnir að spila fyrir vestan og á Austfjörðum, en næst er stefnan tekin norður á Sauðárkrók, Akureyri og Húsavík, auk fleiri staða á Suðurlandi. Við vorum búnir að bóka Organ, en það fór sem fór þegar staðurinn lokaði nýverið, svo við erum að skoða hvert við færum okkur.“ Spurður hvað taki við að tónleikaferðalaginu loknu segir Tómas vera hug á að koma nýju efni bandsins yfir á ensku. „Það er mikil rokkabillyvakning úti um allan heim og mikið af tónlistarhátíðum sem við viljum spila á í framhaldinu, svo við ætlum jafnvel á túr í Skandinavíu í vor og þreifa á útgáfu erlendis í kjölfarið, en fyrst þarf að koma efninu yfir á ensku. Við ætlum samt ekki að gera þetta í rosalegum hasar heldur vinna í þessu jafn og þétt.“ - ag Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
20 ára afmæli Rokkabillybandsins er fagnað með langþráðri plötu. „Það var alltaf pæling að gefa út plötu og við ákváðum loksins að kýla á það,“ segir Tómas Tómasson, söng- og gítarleikari Rokkabillybands Reykjavíkur, um nýútkomna plötu sveitarinnar, Reykjavík, en sveitin fagnar jafnframt tuttugu ára starfsafmæli sínu um þessar mundir. „Fyrsta giggið okkar var vorið 1988 og eftir það vorum við að í fimm ár stanslaust, eða til 1993. Þá flutti einn meðlimur hljómsveitarinnar af landi brott og við tók langt hlé,“ útskýrir Tómas sem fylgir nú plötunni eftir með tónleikaferðalagi um Ísland. „Við erum búnir að spila fyrir vestan og á Austfjörðum, en næst er stefnan tekin norður á Sauðárkrók, Akureyri og Húsavík, auk fleiri staða á Suðurlandi. Við vorum búnir að bóka Organ, en það fór sem fór þegar staðurinn lokaði nýverið, svo við erum að skoða hvert við færum okkur.“ Spurður hvað taki við að tónleikaferðalaginu loknu segir Tómas vera hug á að koma nýju efni bandsins yfir á ensku. „Það er mikil rokkabillyvakning úti um allan heim og mikið af tónlistarhátíðum sem við viljum spila á í framhaldinu, svo við ætlum jafnvel á túr í Skandinavíu í vor og þreifa á útgáfu erlendis í kjölfarið, en fyrst þarf að koma efninu yfir á ensku. Við ætlum samt ekki að gera þetta í rosalegum hasar heldur vinna í þessu jafn og þétt.“ - ag
Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira