Stóru B-in tvö sameinast 3. desember 2008 06:00 Ekki í hagræðingarskyni Baggalútur og Buff virkja kraft heildarinnar. Fréttablaðið/arnþór Það verður mikið um dýrðir þegar Baggalútur og Buff leika saman á dansleik á Nasa um næstu helgi. Sveitirnar hafa gert ábreiður af hvort annars lögum. Poppsveitirnar Buff og Baggalútur ætla að skella saman í stórdansleik á laugardaginn næstkomandi á Nasa. Er það kreppan, blessuð kreppan, sem lætur popparana þjappa sér svona saman? „Kreppan? Nei, það þarf nú enga kreppu til að menn vilji gera sér glaðan dag," segir Baggalúturinn Guðmundur Pálsson. „Við erum ekkert að sameinast í hagræðingarskyni. Frekar er þetta spurningin um að virkja þann rosalega kraft sem býr í heildinni." Hugmyndin kviknaði baksviðs á samstöðutónleikum Bubba Morthens þar sem báðar sveitirnar spiluðu. „Það þótti borðleggjandi að B-in tvö sameinuðust á einum flennitónleikum," segir Guðmundur. „Það hefur nefnilega alltaf verið náið og innilegt samband á milli þessara sveita og það samband fær að springa út á Nasa. Það má segja að þetta séu systrasveitir." Til kynningar og hátíðarbrigða hafa böndin gert ábreiður af hvort annars lögum. Baggalútur tekur Bufflagið „Í dag", sem er orðið að hressilegu diskóskotnu polka-schlager-lagi, og Buffið rennir sér í „Kósíkvöld í kvöld". „Þeir börðu það með Buff-hamrinum og útkoman er mögnuð og mergjuð með röddunum út í hið óendanlega," segir Guðmundur. Hann segir sveitirnar spila saman og hvort í sínu lagi á Nasa. Baggalútur hefur fleira fyrir stafni þessa dagana því nýtt aðventulag þeirra, „Það koma vonandi jól", byrjar að hljóma í vikunni. Fyrstu aðventutónleikar sveitarinnar fara svo fram í Salnum í Kópavogi á fimmtudagskvöldið. drgunni@frettabladid.is Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Það verður mikið um dýrðir þegar Baggalútur og Buff leika saman á dansleik á Nasa um næstu helgi. Sveitirnar hafa gert ábreiður af hvort annars lögum. Poppsveitirnar Buff og Baggalútur ætla að skella saman í stórdansleik á laugardaginn næstkomandi á Nasa. Er það kreppan, blessuð kreppan, sem lætur popparana þjappa sér svona saman? „Kreppan? Nei, það þarf nú enga kreppu til að menn vilji gera sér glaðan dag," segir Baggalúturinn Guðmundur Pálsson. „Við erum ekkert að sameinast í hagræðingarskyni. Frekar er þetta spurningin um að virkja þann rosalega kraft sem býr í heildinni." Hugmyndin kviknaði baksviðs á samstöðutónleikum Bubba Morthens þar sem báðar sveitirnar spiluðu. „Það þótti borðleggjandi að B-in tvö sameinuðust á einum flennitónleikum," segir Guðmundur. „Það hefur nefnilega alltaf verið náið og innilegt samband á milli þessara sveita og það samband fær að springa út á Nasa. Það má segja að þetta séu systrasveitir." Til kynningar og hátíðarbrigða hafa böndin gert ábreiður af hvort annars lögum. Baggalútur tekur Bufflagið „Í dag", sem er orðið að hressilegu diskóskotnu polka-schlager-lagi, og Buffið rennir sér í „Kósíkvöld í kvöld". „Þeir börðu það með Buff-hamrinum og útkoman er mögnuð og mergjuð með röddunum út í hið óendanlega," segir Guðmundur. Hann segir sveitirnar spila saman og hvort í sínu lagi á Nasa. Baggalútur hefur fleira fyrir stafni þessa dagana því nýtt aðventulag þeirra, „Það koma vonandi jól", byrjar að hljóma í vikunni. Fyrstu aðventutónleikar sveitarinnar fara svo fram í Salnum í Kópavogi á fimmtudagskvöldið. drgunni@frettabladid.is
Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira