Íslenski boltinn

Kristján: Við fengum fleiri færi

Elvar Geir Magnússon skrifar

Kristján Örn Sigurðsson, fyrirliði íslenska liðsins, segir ekki vafa um að Ísland var betra liðið gegn Wales á Laugardalsvelli í kvöld.

„Þessi leikur var frekar rólegur. Við ætluðum að loka á öll færi á okkur og gerðum það. Tempóið datt aðeins niður en við bara biðum eftir þeim og unnum boltann á miðjunni. Við fengum fleiri færi en þeir," sagði Kristján við Vísi.

„Það var mjög klaufalegt að fá þetta mark á sig og mjög svekkjandi. Að mínu mati var þetta bara grísamark. Kjartan (Sturluson) var nánast í boltanum og munaði bara einhverjum sentimetra að þetta yrði ekki mark," sagði Kristján en eina mark leiksins kom undir lok fyrri hálfleiks.

Kristján sagði frammistöðu ungu leikmannana hafa verið mjög góða. „Miðjan okkar hafði ekki spilað marga landsleiki samtals en stóðu sig alveg frábærlega."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×