Flóttamenn á Íslandi Sverrir Jakobsson skrifar 15. júlí 2008 06:00 Fyrir rúmri viku var Keníumaður að nafni Paul Ramses Odour rekinn frá Íslandi en hingað hafði hann leitað til að biðja um pólitískt hæli. Mál hans fékk aldrei efnislega meðferð heldur var hann fluttur til Ítalíu á grundvelli svonefnds Dyflinnarsamnings. Samkvæmt þessum samningi ber íslenskum stjórnvöldum ekki að fjalla um mál flóttamanna sem hafa haft viðkomu í öðru Evrópulandi á leið sinni hingað. En Paul leitaði hingað vegna þess að hann þekkti Íslendinga og hefur áður unnið hér á landi. Tengsl hans við Ísland eru nú orðin enn meiri þar sem sonur hans fæddist hér á landi. En þetta skiptir auðvitað einungis máli ef mál hans hefði verið tekið til efnislegrar meðferðar og það vilja íslensk stjórnvöld ekki gera. Íslendingar hafa aldrei lagt mikið af mörkum til að lina þrautir þess fólks sem flýr land vegna pólitískra ofsókna heima fyrir. Hlutskipti þess hefur blandast inn í baráttu stjórnvalda gegn óæskilegum útlendingum sem þau sjá í hverju horni. Á hverju ári berast fréttir af hetjuskap Útlendingastofnunar við varnir Íslands gagnvart útlendingum sem ekki mega koma hingað - hvort sem það eru vélhjólagengi, Romafólk eða liðsmenn Falun Gong. En Ísland er ekki einangraðasta land í heimi. Hér eru stjórnvöld að fylgja fyrirmyndum sem við þekkjum frá Evrópu. Má jafnvel halda því fram að brottrekstur útlendinga úr landi sé kjarni þess Evrópusamstarfs sem Íslendingar hafa tekið þátt í fram að þessu. Frelsin fjögurHér á Íslandi er oft látið að því liggja að markmið Evrópusambandsins sé að auka ferðafrelsi fólks. Það er eitt af „frelsunum fjórum" sem eru sögð vera hornsteinar í stefnu sambandsins. En þetta er ekki nema hálfsannleikur. Frelsið nær ekki nema til landa innan bandalagsins, en hins vegar hafa Evrópuþjóðir reist varnarmúra gagnvart fólki sem kemur frá löndum utan þess. Hið margfræga Schengensamkomulag er dæmi um það hvernig aukið ferðafrelsi reynist kalla á aukið eftirlit og tálmanir í raun. Meðal þeirra sem virkisborgin Evrópa heldur utan við múranna eru svo kallaðir „ólöglegir innflytendur" frá fátækum löndum sem sækjast eftir betri lífskjörum í hinum auðugu iðnríkjum sem eitt sinn áttu nánast allan heiminn. Þar tíðkast það að innflytjendur sem yfirvöld ná að góma eru beittir miklu harðræði þegar verið er að flytja þá úr landi með valdi. Yfirvöld dómsmála á Íslandi eru sannir Evrópusinnar í málefnum innflytjenda og hafa lært aðferðir sem stundaðar eru í ríkjum Evrópusambandsins á skömmum tíma. Enda var Schengensamkomulagið gert til þess að tryggja að Ísland væri innan múranna. Evrópsk innflytjendastefna @Megin-Ol Idag 8,3p :Þetta er skuggahliðin á eftirsókninni eftir því að tilheyra Evrópu og því sem góð samskipti við Evrópuþjóðir hafa í för með sér. Við erum ekki einungis að taka upp þarfa löggjöf eftir Evrópusambandinu heldur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sverrir Jakobsson Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun
Fyrir rúmri viku var Keníumaður að nafni Paul Ramses Odour rekinn frá Íslandi en hingað hafði hann leitað til að biðja um pólitískt hæli. Mál hans fékk aldrei efnislega meðferð heldur var hann fluttur til Ítalíu á grundvelli svonefnds Dyflinnarsamnings. Samkvæmt þessum samningi ber íslenskum stjórnvöldum ekki að fjalla um mál flóttamanna sem hafa haft viðkomu í öðru Evrópulandi á leið sinni hingað. En Paul leitaði hingað vegna þess að hann þekkti Íslendinga og hefur áður unnið hér á landi. Tengsl hans við Ísland eru nú orðin enn meiri þar sem sonur hans fæddist hér á landi. En þetta skiptir auðvitað einungis máli ef mál hans hefði verið tekið til efnislegrar meðferðar og það vilja íslensk stjórnvöld ekki gera. Íslendingar hafa aldrei lagt mikið af mörkum til að lina þrautir þess fólks sem flýr land vegna pólitískra ofsókna heima fyrir. Hlutskipti þess hefur blandast inn í baráttu stjórnvalda gegn óæskilegum útlendingum sem þau sjá í hverju horni. Á hverju ári berast fréttir af hetjuskap Útlendingastofnunar við varnir Íslands gagnvart útlendingum sem ekki mega koma hingað - hvort sem það eru vélhjólagengi, Romafólk eða liðsmenn Falun Gong. En Ísland er ekki einangraðasta land í heimi. Hér eru stjórnvöld að fylgja fyrirmyndum sem við þekkjum frá Evrópu. Má jafnvel halda því fram að brottrekstur útlendinga úr landi sé kjarni þess Evrópusamstarfs sem Íslendingar hafa tekið þátt í fram að þessu. Frelsin fjögurHér á Íslandi er oft látið að því liggja að markmið Evrópusambandsins sé að auka ferðafrelsi fólks. Það er eitt af „frelsunum fjórum" sem eru sögð vera hornsteinar í stefnu sambandsins. En þetta er ekki nema hálfsannleikur. Frelsið nær ekki nema til landa innan bandalagsins, en hins vegar hafa Evrópuþjóðir reist varnarmúra gagnvart fólki sem kemur frá löndum utan þess. Hið margfræga Schengensamkomulag er dæmi um það hvernig aukið ferðafrelsi reynist kalla á aukið eftirlit og tálmanir í raun. Meðal þeirra sem virkisborgin Evrópa heldur utan við múranna eru svo kallaðir „ólöglegir innflytendur" frá fátækum löndum sem sækjast eftir betri lífskjörum í hinum auðugu iðnríkjum sem eitt sinn áttu nánast allan heiminn. Þar tíðkast það að innflytjendur sem yfirvöld ná að góma eru beittir miklu harðræði þegar verið er að flytja þá úr landi með valdi. Yfirvöld dómsmála á Íslandi eru sannir Evrópusinnar í málefnum innflytjenda og hafa lært aðferðir sem stundaðar eru í ríkjum Evrópusambandsins á skömmum tíma. Enda var Schengensamkomulagið gert til þess að tryggja að Ísland væri innan múranna. Evrópsk innflytjendastefna @Megin-Ol Idag 8,3p :Þetta er skuggahliðin á eftirsókninni eftir því að tilheyra Evrópu og því sem góð samskipti við Evrópuþjóðir hafa í för með sér. Við erum ekki einungis að taka upp þarfa löggjöf eftir Evrópusambandinu heldur
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun