Ferguson segir United ekki í lægð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. apríl 2008 11:13 Ferguson á blaðamannafundi. Nordic Photos / Getty Images Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að liðið sé ekki í lægð þessa stunda þrátt fyrir að liðið hafi ekki unnið leik í rúmar tvær vikur. Síðan að United vann 2-1 sigur á Arsenal þann 13. apríl síðastliðinn hefur liðið gert jafntefli við Blackburn og tapað fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni auk þess sem liðið gerði jafntefli við Barcelona í Meistaradeildinni. United tekur á móti Barcelona á Old Trafford í kvöld í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum keppninnar. „Það skiptir ekki máli hvað hefur gengið á fyrir leikinn," sagði Ferguson. „Málið er að við höfum tvo leiki til að vinna deildina og erum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Við stöndum frammi fyrir stórum leik þar sem sjálfur úrslitaleikurinn er í húfi og við eigum góða möguleika á að komast þangað." United hefur aðeins unnið einn af síðustu fjórum undanúrslitaviðureignum liðsins í Meistaradeildinni. Þeir unnu Juventus árið 1999 en töpuðu fyrir Dortmund árið 1997, Bayer Leverkusen árið 2002 og AC Milan í fyrra. Ferguson telur hins vegar að liðið sé í betri stöðu nú. „Ég er bjartsýnn því við höfum bætt okkur mikið síðan við féllum úr leik á þessu stigi keppninnar á sínum tíma. Við erum með marga leikmenn sem þrífast vel í svona stórum leikjum og geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi." Viðureign Barcelona og United í síðustu viku lauk með markalausu jafntefli en Cristiano Ronaldo misnotaði vítaspyrnu í upphafi leiksins. „Mér finnst að frammistaða okkar í fyrri leiknum hafi verið okkar versta í Evrópukeppninni á tímabilinu. Það er áhyggjuefni að okkur tókst ekki að sækja eins mikið og við vildum en ég er sannfærður um að við getum unnið rimmuna." Ferguson hefur verið gagnrýndur fyrir að hvíla marga af sínum sterkustu leikmönnum gegn Chelsea um helgina. En hann stóð fast á sínu. „Það var enginn möguleiki að tefla fram sama liðinu í báðum leikjum. Ég varð að sjá til þess að við áttum góðan möguleika á að komast í úrslitaleikinn." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að liðið sé ekki í lægð þessa stunda þrátt fyrir að liðið hafi ekki unnið leik í rúmar tvær vikur. Síðan að United vann 2-1 sigur á Arsenal þann 13. apríl síðastliðinn hefur liðið gert jafntefli við Blackburn og tapað fyrir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni auk þess sem liðið gerði jafntefli við Barcelona í Meistaradeildinni. United tekur á móti Barcelona á Old Trafford í kvöld í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum keppninnar. „Það skiptir ekki máli hvað hefur gengið á fyrir leikinn," sagði Ferguson. „Málið er að við höfum tvo leiki til að vinna deildina og erum í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Við stöndum frammi fyrir stórum leik þar sem sjálfur úrslitaleikurinn er í húfi og við eigum góða möguleika á að komast þangað." United hefur aðeins unnið einn af síðustu fjórum undanúrslitaviðureignum liðsins í Meistaradeildinni. Þeir unnu Juventus árið 1999 en töpuðu fyrir Dortmund árið 1997, Bayer Leverkusen árið 2002 og AC Milan í fyrra. Ferguson telur hins vegar að liðið sé í betri stöðu nú. „Ég er bjartsýnn því við höfum bætt okkur mikið síðan við féllum úr leik á þessu stigi keppninnar á sínum tíma. Við erum með marga leikmenn sem þrífast vel í svona stórum leikjum og geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi." Viðureign Barcelona og United í síðustu viku lauk með markalausu jafntefli en Cristiano Ronaldo misnotaði vítaspyrnu í upphafi leiksins. „Mér finnst að frammistaða okkar í fyrri leiknum hafi verið okkar versta í Evrópukeppninni á tímabilinu. Það er áhyggjuefni að okkur tókst ekki að sækja eins mikið og við vildum en ég er sannfærður um að við getum unnið rimmuna." Ferguson hefur verið gagnrýndur fyrir að hvíla marga af sínum sterkustu leikmönnum gegn Chelsea um helgina. En hann stóð fast á sínu. „Það var enginn möguleiki að tefla fram sama liðinu í báðum leikjum. Ég varð að sjá til þess að við áttum góðan möguleika á að komast í úrslitaleikinn."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira