Hljómsveitirnar Hjaltalín og Retro Stefson spila á norsku tónlistarhátíðinni by:Larm sem verður haldin í Ósló í ellefta sinn í febrúar á næsta ári.
„Útsendarar okkar hafa leitað um öll Norðurlönd og fundið slatta af hljómsveitum sem að okkar mati hafa þessa aukatöfra sem þarf til að slá í gegn,“ sagði á heimasíðu hátíðarinnar. Á hátíðinni á næsta ári verður áhersla lögð á sænskar tónlistarkonur og danska danstónlist. Þrettán hljómsveitir hafa verið bókaðar á hátíðina og enn á eftir að bæta fleirum við.
