Ætlar að syngja á íslensku 4. desember 2008 05:00 Alan Jones söng sig inn í hug og hjarta landsmanna í X-factor keppninni í fyrra og vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu. Fréttablaðið/stefán „Þetta er allt frumsamið efni eftir sjálfan mig," segir söngvarinn Alan Jones, fyrrum X-factor keppandi. Alan, sem söng sig inn í hug og hjarta landsmanna í fyrra, hefur haft í nógu að snúast eftir keppnina og vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu sem er væntanleg í vor. „Ég er að vinna plötuna með Andra Ramizer, pródúsent og plötusnúð. Ég byrjaði að semja lögin í sumar og þau eru svona blanda af r&b, gospel og poppi," útskýrir Alan sem starfar sem kokkur á Café Bleu í Kringlunni meðfram tónlistinni. Hann segist þó nota mestallan frítíma sinn til að vinna að væntanlegri plötu. „Ég vildi taka minn tíma og gera þetta vel, frekar en að flýta mér að gera plötu sem ég yrði svo óánægður með. Flest lögin eru á ensku, en ég ætla líka að semja lag og syngja á íslensku," segir Alan og stefnir á að koma sínu fyrsta lagi í útvarpsspilun í janúar. Aðspurður segir hann þátttöku sína í X-factor hafa opnað margar dyr. „Það er frekar skrítið að ókunnugt fólk skuli vita hver maður er núna. Ég hef fengið tækifæri til að syngja út um allt land, kynnast nýju fólki og koma fram á stöðum sem ég hefði ekki ímyndað mér að fara á," segir Alan brosandi. Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta er allt frumsamið efni eftir sjálfan mig," segir söngvarinn Alan Jones, fyrrum X-factor keppandi. Alan, sem söng sig inn í hug og hjarta landsmanna í fyrra, hefur haft í nógu að snúast eftir keppnina og vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu sem er væntanleg í vor. „Ég er að vinna plötuna með Andra Ramizer, pródúsent og plötusnúð. Ég byrjaði að semja lögin í sumar og þau eru svona blanda af r&b, gospel og poppi," útskýrir Alan sem starfar sem kokkur á Café Bleu í Kringlunni meðfram tónlistinni. Hann segist þó nota mestallan frítíma sinn til að vinna að væntanlegri plötu. „Ég vildi taka minn tíma og gera þetta vel, frekar en að flýta mér að gera plötu sem ég yrði svo óánægður með. Flest lögin eru á ensku, en ég ætla líka að semja lag og syngja á íslensku," segir Alan og stefnir á að koma sínu fyrsta lagi í útvarpsspilun í janúar. Aðspurður segir hann þátttöku sína í X-factor hafa opnað margar dyr. „Það er frekar skrítið að ókunnugt fólk skuli vita hver maður er núna. Ég hef fengið tækifæri til að syngja út um allt land, kynnast nýju fólki og koma fram á stöðum sem ég hefði ekki ímyndað mér að fara á," segir Alan brosandi.
Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira