Viðskipti innlent

Bandaríkjadalur aldrei dýrari

Gengi Bandaríkjadals fór í 112 íslenskar krónur í hádeginu en gaf lítillega eftir nokkrum mínútum síðar. Endi dollarinn yfir 111 krónum í dag hefur hann aldrei verið dýrari. Bandaríkjadalur fór hæst í 110,4 krónur 23. nóvember árið 2001 í kjölfar mikillar styrkingar og tók að lækka nokkuð hratt gagnvart krónu eftir það. Krónan hefur nú aldrei verið veikari gagnvart erlendum gjaldmiðlum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×