Vona að drengirnir finni neistann 9. desember 2008 11:56 Mynd/BB "Að sjálfssögðu er þetta leiðinlegt, því auðvitað vill maður reyna að snúa þessu við, en þeir vildu ekki gefa tækifæri til þess," sagði Bragi Magnússon sem var í gærkvöld leystur undan samningi við Stjörnuna. Stjarnan hefur aðeins unnið tvo af tíu leikjum sínum í úrvalsdeildinni til þessa og það þótti ekki viðunandi árangur að mati stjórnarinnar. "Maður hefði auðvitað viljað vinna að minnsta kosti tvo af þessum leikjum í viðbót. Við fengum skell á móti Keflavík en annars hafa leikir okkar allir verið jafnir og spennandi. Þetta var bara ekki að detta hjá okkur og við vorum t.d. ekki langt frá því að vinna KR, töpuðum í framlengingu gegn Grindavík og töpuðum naumlega fyrir Tindastól - sem eru efstu liðin í deildinni," sagði Bragi í samtali við Vísi. Þetta kemur heim og saman þegar úrslit liðsins í vetur eru skoðuð. Liðið steinlá fyrir Keflavík með 34 stigum á útivelli um miðjan síðasta mánuð, en hinum sjö leikjunum hefur liðið tapað með að meðaltali 6,3 stiga mun og engum þeirra með meira en 10 stigum. "Það var bara einhver andlegur þáttur í þessu sem kom í veg fyrir að við næðum að stíga upp og klára leikina. Ég vona bara að með nýjum manni og nýju skipulagi finni drengirnir einhvern falinn neista sem gerir það að verkum að þeir nái að klára þessa leiki sem eftir eru," sagði Bragi. Hann er nokkuð ánægður með það starf sem hann hefur unnið hjá Stjörnunni. "Ég tók við Stjörnunni í næstneðsta sæti í 1. deildinni fyrir tveimur árum og kom liðinu upp í úrvalsdeild og tel mig því eiga heilmikið í þessu liði." Vísir spurði Braga hvort hann ætlaði að halda áfram í þjálfun ef hann fengi gott tilboð til þess á næstunni. "Maður tekur sér kannski smá pásu eftir að hafa verið nánast samfleytt í þessu í einhver 17 ár, en ef kemur eitthvað spennandi upp á borðið er sjálfssagt að skoða það," sagði Bragi. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Bragi rekinn frá Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur ákveðið að segja upp samningi við þjálfarann Braga Magnússon þar sem gengi liðsins í vetur hafi ekki verið í samræmi við væntingar. 9. desember 2008 11:36 Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Leik lokið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira
"Að sjálfssögðu er þetta leiðinlegt, því auðvitað vill maður reyna að snúa þessu við, en þeir vildu ekki gefa tækifæri til þess," sagði Bragi Magnússon sem var í gærkvöld leystur undan samningi við Stjörnuna. Stjarnan hefur aðeins unnið tvo af tíu leikjum sínum í úrvalsdeildinni til þessa og það þótti ekki viðunandi árangur að mati stjórnarinnar. "Maður hefði auðvitað viljað vinna að minnsta kosti tvo af þessum leikjum í viðbót. Við fengum skell á móti Keflavík en annars hafa leikir okkar allir verið jafnir og spennandi. Þetta var bara ekki að detta hjá okkur og við vorum t.d. ekki langt frá því að vinna KR, töpuðum í framlengingu gegn Grindavík og töpuðum naumlega fyrir Tindastól - sem eru efstu liðin í deildinni," sagði Bragi í samtali við Vísi. Þetta kemur heim og saman þegar úrslit liðsins í vetur eru skoðuð. Liðið steinlá fyrir Keflavík með 34 stigum á útivelli um miðjan síðasta mánuð, en hinum sjö leikjunum hefur liðið tapað með að meðaltali 6,3 stiga mun og engum þeirra með meira en 10 stigum. "Það var bara einhver andlegur þáttur í þessu sem kom í veg fyrir að við næðum að stíga upp og klára leikina. Ég vona bara að með nýjum manni og nýju skipulagi finni drengirnir einhvern falinn neista sem gerir það að verkum að þeir nái að klára þessa leiki sem eftir eru," sagði Bragi. Hann er nokkuð ánægður með það starf sem hann hefur unnið hjá Stjörnunni. "Ég tók við Stjörnunni í næstneðsta sæti í 1. deildinni fyrir tveimur árum og kom liðinu upp í úrvalsdeild og tel mig því eiga heilmikið í þessu liði." Vísir spurði Braga hvort hann ætlaði að halda áfram í þjálfun ef hann fengi gott tilboð til þess á næstunni. "Maður tekur sér kannski smá pásu eftir að hafa verið nánast samfleytt í þessu í einhver 17 ár, en ef kemur eitthvað spennandi upp á borðið er sjálfssagt að skoða það," sagði Bragi.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Bragi rekinn frá Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur ákveðið að segja upp samningi við þjálfarann Braga Magnússon þar sem gengi liðsins í vetur hafi ekki verið í samræmi við væntingar. 9. desember 2008 11:36 Mest lesið Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Leik lokið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Leik lokið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Sjá meira
Bragi rekinn frá Stjörnunni Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar hefur ákveðið að segja upp samningi við þjálfarann Braga Magnússon þar sem gengi liðsins í vetur hafi ekki verið í samræmi við væntingar. 9. desember 2008 11:36
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli