Lil Wayne með átta Grammy-tilnefningar 5. desember 2008 06:00 Rapparinn snjalli hefur verið tilnefndur til átta Grammy-verðlauna fyrir plötuna Tha Carter III. Bandaríski rapparinn Lil Wayne hefur verið tilnefndur til átta Grammy-verðlauna fyrir plötu sína Tha Carter III. Platan er jafnframt sú vinsælasta á árinu vestanhafs. Coldplay fékk næstflestar tilnefningar, eða sjö talsins, fyrir plötu sína Viva La Vida. Næst á eftir komu Jay-Z, Ne-Yo og Kanye West með sex tilnefningar hver. Fimm tilnefningar fengu Alison Krauss, John Mayer, Robert Plant, Radiohead og Jazmine Sullivan. Næst á eftir komu Adele, Danger Mouse og Eagles með fjórar tilnefningar. Verðlaunin verða afhent í alls 110 flokkum hinn 8. febrúar í Staples Center í Los Angeles. Coldplay Breska poppsveitin fékk sjö Grammy-tilnefningar. Lil Wayne, sem heitir réttu nafni Dwayne Michael Carter Jr., fæddist árið 1982. Hann vakti töluverða athygli fyrir sína fyrstu sólóplötu, Tha Block Is Hot, sem kom út árið 1999. Eftir að hann gaf út Tha Carter árið 2004 varð hann enn vinsælli og síðan þá hefur hann gefið út Tha Carter II og loks Tha Carter III. Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Bandaríski rapparinn Lil Wayne hefur verið tilnefndur til átta Grammy-verðlauna fyrir plötu sína Tha Carter III. Platan er jafnframt sú vinsælasta á árinu vestanhafs. Coldplay fékk næstflestar tilnefningar, eða sjö talsins, fyrir plötu sína Viva La Vida. Næst á eftir komu Jay-Z, Ne-Yo og Kanye West með sex tilnefningar hver. Fimm tilnefningar fengu Alison Krauss, John Mayer, Robert Plant, Radiohead og Jazmine Sullivan. Næst á eftir komu Adele, Danger Mouse og Eagles með fjórar tilnefningar. Verðlaunin verða afhent í alls 110 flokkum hinn 8. febrúar í Staples Center í Los Angeles. Coldplay Breska poppsveitin fékk sjö Grammy-tilnefningar. Lil Wayne, sem heitir réttu nafni Dwayne Michael Carter Jr., fæddist árið 1982. Hann vakti töluverða athygli fyrir sína fyrstu sólóplötu, Tha Block Is Hot, sem kom út árið 1999. Eftir að hann gaf út Tha Carter árið 2004 varð hann enn vinsælli og síðan þá hefur hann gefið út Tha Carter II og loks Tha Carter III.
Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira