Körfubolti

Bakvörður í borgarstjórastól

Kevin Johnson er hér til varnar Michael Jordan í úrslitum NBA árið 1993
Kevin Johnson er hér til varnar Michael Jordan í úrslitum NBA árið 1993 NordicPhotos/GettyImages

Fyrrum NBA leikmaðurinn Kevin Johnson hefur verið kjörinn borgarstjóri í Sacramento í Kaliforníu. Hann verður fyrsti þeldökki maðurinn til að gegna því embætti í höfuðborg ríkisins.

Johnson gerði garðinn frægan með Phoenix Suns á sínum tíma og lék með liðinu til úrslita um NBA meistaratitilinn gegn Michael Jordan og félögum í Chicago Bulls árið 1993.

Johnson hafði fengið stuðningsyfirlýsingar frá körfuboltamönnum eins og Shaquille O´Neal, Magic Johnson og Charles Barkley. Hann fæddist í Sacramento og spilaði með Kaliforníuháskólanum áður en hann hóf að leika í NBA deildinni sem atvinnumaður.

Kevin Johnson spilaði þrjá stjörnuleiki á ferlinum og varð heimsmeistari með landsliði Bandaríkjanna árið 1994. Hann skoraði 18 stig og gaf 9,1 stoðsendingu á ferlinum, þar sem hann lék lengst af með Phoenix Suns ef undan er skilið nýliðaár hans hjá Cleveland.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×