Einu sinni á ári Jónína Michelsdóttir skrifar 5. ágúst 2008 06:00 Ég þekki stúlku á sextánda ári sem hefur hlakkað til þess í mörg ár að fara í fyrsta sinn á þjóðhátíð í Eyjum. Líkast til hefði það orðið í ár ef fjölskylda hennar hefði ekki ákveðið að fara saman á sólarströnd í júlílok. Fólk á öllum aldri fær glampa í augun þegar brekkusönginn í Herjólfsdal ber á góma og mun fólksfjöldi á þessari vinsælu sumarhátíð aldrei hafa verið meiri en um nýliðna helgi. Um verslunarmannahelgina gleðjast menn saman á hátíðum um allt land. Unga fólkið sækir í fjörið og frelsið en fullorðið fólk fremur í fjölskyldusamkomur. Frídagur verslunarmanna er fyrir löngu orðinn frídagur allra landsmanna. Hann var fyrst haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 13. september árið 1894, en skömmu áður hafði verið tilkynnt á félagsfundi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur að allir kaupmenn í Reykjavík og verslunarstjórar stærri verslana hefðu boðist til að gefa starfsmönnum sínum frídag til að þeir gætu skemmt sér. Á þessum árum var vinnudagurinn og vinnuvikan almennt lengri en nú tíðkast og því skynsamlegt þegar ákveðið var að hafa þetta frí á mánudegi. Þrjátíu og sjö árum frá fyrsta frídegi verslunarmanna var formlega ákveðið að halda hann jafnan fyrsta mánudag í ágústmánuði. Þessi fríhelgi lengist síðan árið 1972 þegar 40 stunda vinnuvika er lögfest, en það er ekki fyrr en 1983 sem frídagur verslunarmanna verður almennur frídagur. Mismunandi hughrif fylgja lögbundnum frídögum hér á landi. Eftirvænting og tilhlökkun fyrir jól og áramót er annars konar en fyrir verslunarmannahelgi. Sumardagurinn fyrsti, 17. júní og 1. maí hreyfa við ólíkum kenndum. En fyrir utan að rífa okkur upp úr hversdagslífinu, minna þessir dagar okkur á vissan hátt á hver við erum og hvers vegna. Inda frænkaSkilningur og skoðanir koma til manns með ýmsum hætti. Ein af mörgum happasendingum í mínu lífi var Inda móðursystir mín. Glæsilegt heimili hennar var eins og vel rekið fyrirtæki, en hlýlegt og afar smekklegt. Á morgnana var tekið til, þrifið og þvegið og eldaður hádegismatur fyrir mann og börn, réttir sem enn eru í minnum hafðir. Eftir hádegi skipti hún um föt og farðaði sig. Var fín, vel tilhöfð og smekkleg. Leit kannski í blöðin en var annars alltaf að. Maður varð aldrei var við að hún lægi yfir heimsmálum eða bókmenntum, en væri slíkt til umræðu kom hún manni á óvart með því að vera inni í ótrúlegustu hlutum. Hún var ekki endilega að viðra skoðanir sínar í tíma og ótíma en þegar það var gert voru það engin ræðuhöld. Kannski ein setning. Einhverju sinni þegar ég var á gelgjuskeiðinu var ég heima hjá henni að undirbúa mig fyrir teiti með vinum mínum á gamlárskvöld. Hún stóð í eldhúsinu sínu í hvítum slopp yfir síðdegiskjólnum og straujaði, en ég var fyrir framan spegil í ganginum við hurðina inn í eldhús. Mér líkaði ekki það sem við blasti í speglinum og var með einhverja vanstillingartakta. Inda brosti yfir þessum látum og spurði hvort mikið lægi við. Ég stillti mér upp í dyrunum í umvöndunarstellingum og sagði með áherslu og yfirlæti æskunnar: „Gamlárskvöld er nú ekki nema einu sinni á ári, Inda!" - „Það er enginn dagur nema einu sinn á ári, Ninna mín," sagði hún rólega, meðan hún renndi straujárninu fumlaust yfir línið. Dagur í sennÞað voru auðvitað engin tíðindi fyrir mig að enginn dagur kæmi tvisvar. Það vita allir.En sem ég stóð þarna skildi ég þetta allt í einu, og það getur verið talsverður munur á því að vita og skilja. Alls konar ráðleggingarbókmenntir brýna okkur til að lifa í núinu. Góður vinur minn um sjötugt sagði við mig fyrir nokkrum dögum að hann hefði verið að átta sig á því að hann hefði aldrei verið með hugann við það líf sem hann var að lifa þá stundina. Alltaf við viðfangsefni morgundagsins. Aldrei notið augnabliksins til fulls. Þetta væri áleitið umhugsunarefni.Hinir lögskipuðu tilhlökkunardagar ársins krydda tilveruna. Fólk er yfirleitt fyrirfram ákveðið í að það verði gaman um verslunarmannahelgi og á gamlárskvöld. Ef okkur tækist að kveikja á eftirvæntingu fyrir deginum fram undan árið um kring væri miklu oftar gaman. Það er nefnilega misskilningur að hversdagslífið sé hversdagslegt. Þar er uppspretta gleðinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun
Ég þekki stúlku á sextánda ári sem hefur hlakkað til þess í mörg ár að fara í fyrsta sinn á þjóðhátíð í Eyjum. Líkast til hefði það orðið í ár ef fjölskylda hennar hefði ekki ákveðið að fara saman á sólarströnd í júlílok. Fólk á öllum aldri fær glampa í augun þegar brekkusönginn í Herjólfsdal ber á góma og mun fólksfjöldi á þessari vinsælu sumarhátíð aldrei hafa verið meiri en um nýliðna helgi. Um verslunarmannahelgina gleðjast menn saman á hátíðum um allt land. Unga fólkið sækir í fjörið og frelsið en fullorðið fólk fremur í fjölskyldusamkomur. Frídagur verslunarmanna er fyrir löngu orðinn frídagur allra landsmanna. Hann var fyrst haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 13. september árið 1894, en skömmu áður hafði verið tilkynnt á félagsfundi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur að allir kaupmenn í Reykjavík og verslunarstjórar stærri verslana hefðu boðist til að gefa starfsmönnum sínum frídag til að þeir gætu skemmt sér. Á þessum árum var vinnudagurinn og vinnuvikan almennt lengri en nú tíðkast og því skynsamlegt þegar ákveðið var að hafa þetta frí á mánudegi. Þrjátíu og sjö árum frá fyrsta frídegi verslunarmanna var formlega ákveðið að halda hann jafnan fyrsta mánudag í ágústmánuði. Þessi fríhelgi lengist síðan árið 1972 þegar 40 stunda vinnuvika er lögfest, en það er ekki fyrr en 1983 sem frídagur verslunarmanna verður almennur frídagur. Mismunandi hughrif fylgja lögbundnum frídögum hér á landi. Eftirvænting og tilhlökkun fyrir jól og áramót er annars konar en fyrir verslunarmannahelgi. Sumardagurinn fyrsti, 17. júní og 1. maí hreyfa við ólíkum kenndum. En fyrir utan að rífa okkur upp úr hversdagslífinu, minna þessir dagar okkur á vissan hátt á hver við erum og hvers vegna. Inda frænkaSkilningur og skoðanir koma til manns með ýmsum hætti. Ein af mörgum happasendingum í mínu lífi var Inda móðursystir mín. Glæsilegt heimili hennar var eins og vel rekið fyrirtæki, en hlýlegt og afar smekklegt. Á morgnana var tekið til, þrifið og þvegið og eldaður hádegismatur fyrir mann og börn, réttir sem enn eru í minnum hafðir. Eftir hádegi skipti hún um föt og farðaði sig. Var fín, vel tilhöfð og smekkleg. Leit kannski í blöðin en var annars alltaf að. Maður varð aldrei var við að hún lægi yfir heimsmálum eða bókmenntum, en væri slíkt til umræðu kom hún manni á óvart með því að vera inni í ótrúlegustu hlutum. Hún var ekki endilega að viðra skoðanir sínar í tíma og ótíma en þegar það var gert voru það engin ræðuhöld. Kannski ein setning. Einhverju sinni þegar ég var á gelgjuskeiðinu var ég heima hjá henni að undirbúa mig fyrir teiti með vinum mínum á gamlárskvöld. Hún stóð í eldhúsinu sínu í hvítum slopp yfir síðdegiskjólnum og straujaði, en ég var fyrir framan spegil í ganginum við hurðina inn í eldhús. Mér líkaði ekki það sem við blasti í speglinum og var með einhverja vanstillingartakta. Inda brosti yfir þessum látum og spurði hvort mikið lægi við. Ég stillti mér upp í dyrunum í umvöndunarstellingum og sagði með áherslu og yfirlæti æskunnar: „Gamlárskvöld er nú ekki nema einu sinni á ári, Inda!" - „Það er enginn dagur nema einu sinn á ári, Ninna mín," sagði hún rólega, meðan hún renndi straujárninu fumlaust yfir línið. Dagur í sennÞað voru auðvitað engin tíðindi fyrir mig að enginn dagur kæmi tvisvar. Það vita allir.En sem ég stóð þarna skildi ég þetta allt í einu, og það getur verið talsverður munur á því að vita og skilja. Alls konar ráðleggingarbókmenntir brýna okkur til að lifa í núinu. Góður vinur minn um sjötugt sagði við mig fyrir nokkrum dögum að hann hefði verið að átta sig á því að hann hefði aldrei verið með hugann við það líf sem hann var að lifa þá stundina. Alltaf við viðfangsefni morgundagsins. Aldrei notið augnabliksins til fulls. Þetta væri áleitið umhugsunarefni.Hinir lögskipuðu tilhlökkunardagar ársins krydda tilveruna. Fólk er yfirleitt fyrirfram ákveðið í að það verði gaman um verslunarmannahelgi og á gamlárskvöld. Ef okkur tækist að kveikja á eftirvæntingu fyrir deginum fram undan árið um kring væri miklu oftar gaman. Það er nefnilega misskilningur að hversdagslífið sé hversdagslegt. Þar er uppspretta gleðinnar.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun