Sport

Jakob Jóhann þríbætti Íslandsmet

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jakob Jóhann Sveinsson.
Jakob Jóhann Sveinsson.
Alls féllu fjögur Íslandsmet á lokakeppnisdegi Íslandsmeistaramótsins í sundi í 25 metra laug. Keppt var í Laugardalslauginni.

Jakob Jóhann Sveinsson þríbætti met sitt í 50 metra bringusundi um helgina. Fyrst í undanrásum 100 metra bringusundsins í gær og svo aftur í morgun í undanrásum 50 m bringusundsins. Þá synti hann á sléttum 28 sekúndum og bætti metið sitt um níu hundraðshluta úr sekúndu.

Í sjálfum úrslitunum bætti hann svo enn Íslandsmetið er hann synti á 27,86 sekúndum.

Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti svo Íslandsmet Erlu Daggar Haraldsdóttur í 50 metra bringusundi er hún synti á 32,24 sekúndum.

Þá bætti sveit Ægis Íslandsmetið í 4x100 metra skriðsundi kvenna er hún synti á 3:53,41 mínútum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×