Körfubolti

NBA: Pierce skoraði 22 stig í fjórða leikhluta

Paul Pierce skoraði jafn mörg stig og allt Toronto liðið í fjórða leikhlutanum
Paul Pierce skoraði jafn mörg stig og allt Toronto liðið í fjórða leikhlutanum NordicPhotos/GettyImages

Fimm leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Meistarar Boston unnu Toronto 94-87 á heimavelli. Þetta var sjöundi sigur Boston í átta leikjum á leiktíðinni.

Paul Pierce var bestur í liði Boston með 36 stig og 9 fráköst og skoraði 22 af stigum sínum í fjórða leikhluta - eða jafn mörg stig og allt Toronto liðið í leikhlutanum.

Kevin Garnett skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst og Ray Allen var með 19 stig. Jermaine O´Neal skoraði 23 stig og hirti 11 fráköst hjá Toronto en Chris Bosh skoraði aðeins 9 stig.

Portland vann góðan útisigur á Orlando 106-99 en þetta var fyrsti útisigur liðsins í vetur. Brandon Roy skoraði 27 stig fyrir Portland og þeir Steve Blake og Travis Outlaw 20 hvor. Hedo Turkoglu skoraði 35 stig fyrir Orlando go Dwight Howard var með 29 stig og 19 fráköst.

Phoenix vann nauman sigur á Memphis á heimavelli 107-102. OJ Mayo skoraði 33 stig fyrir Memphis en Leandro Barbosa 27 fyrir Phoenix.

Indiana skellti Oklahoma 107-99 þar sem Kevin Durant skoraði 37 stig fyrir Oklahoma en TJ Ford 24 fyrir Indiana.

Loks vann Miami nauman sigur á New Jersey heima 99-94. Dwyane Wade skoraði 33 stig fyrir Miami en Yi Jianlian skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst fyrir New Jersey og Vince Carter var með 22 stig.







NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×