Valur vann HK með einu marki Elvar Geir Magnússon skrifar 6. október 2008 19:18 Úr leik hjá Val fyrr á tímabilinu. Valur komst í kvöld áfram í Eimskips-bikarnum í handbolta með því að leggja HK að velli í sannkölluðum stórleik. Leikurinn endaði 27-26. HK-ingar byrjuðu betur í Vodafone-höllinni í kvöld en svo náðu Valsmenn tökunum og voru yfir 16-12 í hálfleik. Valsmenn virtust vera með leikinn í höndum sér í seinni hálfleik en undir lokin kom óvænt spenna. HK-ingar fóru hinsvegar illa með síða síðustu sókn þar sem þeir höfðu möguleika á því að jafna metin. Valur: Baldvin Þorsteinsson 8, Elvar Friðriksson 8 (2 víti), Ingvar Árnason 6, Sigurður Eggertsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 2, Hjalti Pálmason 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 17 (1 víti), Ólafur Gíslason 4.HK: Valdimar Fannar Þórsson 6 (5 víti), Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Einar Ingi Hrafnsson 4, Ásbjörn Stefánsson 4, Jón Björgvin Pétursson 3, Gunnar Steinn Einarsson 3, Bjarki Már Gunnarsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 15 (1 víti) Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má lesa hana hér að neðan. _______________________ 20:49 Valur - HK 27-26 (LEIK LOKIÐ)Það kom óvænt spenna í lokin. Valsmenn fóru í sókn á síðustu mínútunni en skot þeirra var varið. Það voru 20 sekúndur til leiksloka þegar HK fór í sóknina en Valdimar Fannar Þórsson átti misheppnaða sendingu á ögurstundu sem fór í innkast. Mikil spenna en Valsmenn komast áfram. 20:47 Valur - HK 27-25Valsmenn hafa ekki hleypt HK-ingum neitt nálægt sér í seinni hálfleik. Þrátt fyrir arfadapra byrjun þá virðist sem Hlíðarendapiltar séu að tryggja sér áfram. 20:43 Valur - HK 27-24Það eru tæpar fimm mínútur eftir af leiknum. 20:39 Valur - HK 26-22Við bendum á að haldið er utan um alla markaskorara neðst á síðunni. 20:33 Valur - HK 25-20Það þarf margt að breytast til að HK-ingar komist í gírinn. Ef þeir finna glufu þá reynist þeim alveg nægilega erfitt að koma boltanum framhjá Pálmari í markinu. 20:27 Valur - HK 23-17Eins og staðan er núna hafa Valsmenn öll tök á leiknum. Sóknarleikur þeirra er beinskeyttur og HK-ingar hafa fá svör. 20:19 Valur - HK 19-14Seinni hálfleikur er farinn af stað og Valsmenn halda sínu forskoti. 20:05 Valur - HK 16-12 (Hálfleikur)Það er kominn hálfleikur hér á Hlíðarenda. Baldvin Þorsteinsson skoraði tvö mikilvæg mörk fyrir Valsmenn hér undir blálok hálfleiksins. Heldur betur sveifla í þessum leik. Valur: Ingvar Árnason 6, Baldvin Þorsteinsson 6, Elvar Friðriksson 3, Sigurður Eggertsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 9 (1 víti), Ólafur Gíslason 4.HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Jón Björgvin Pétursson 3, Valdimar Fannar Þórsson 2 (2 víti), Einar Ingi Hrafnsson 2, Gunnar Steinn Einarsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 8. 19:58 Valur - HK 13-10Pálmar Pétursson er í stuði í marki Valsmanna sem hafa skorað fimm mörk í röð og eru svo sannarlega með tökin þessa stundina. 19:55 Valur - HK 11-10Góður leikkafli hjá Val sem hefur skorað þrjú mörk í röð og er skyndilega með forystuna. HK tók leikhlé. 19:50 Valur - HK 8-10Munurinn er að haldast sá sami. Varnarleikur Vals hefur verið dapur fyrsta stundarfjórðung leiksins og það er eitthvað sem þarf að laga. 19:44 Valur - HK 5-8Línumaðurinn Ingvar Árnason hefur verið hættulegastur í sóknarleik Valsliðsins og skorað fjögur af mörkum liðsins. 19:38 Valur - HK 3-5Það er þokkalega mætt í Vodafone-höllina miðað við ástandið í þjóðfélaginu. HK-ingar byrjar betur í þessum leik og hafa Jón Björgvin og Ólafur Bjarki skorað tvö mörk hvor. 19:35 Valur - HK 1-3 Björn Ingi fer vel af stað í marki HK og hefur varið fimm skot á fyrstu fjórum mínútunum. 19:31 Valur - HK 1-2Leikurinn er hafinn. Þess má geta að eftir þrjár umferðir í N1-deild karla eru Valsmenn með fimm stig en HK fjögur. Ingvar Árnason skorar fyrsta mark Vals og fyrsta mark leiksins en HK svarar strax og kemst yfir. 19:25 Komið þið sæl og blessuð. Hér er allt að vera klárt að Hlíðarenda fyrir þennan stórleik 32-liða úrslita bikarsins. Áhorfendur eru að koma sér fyrir og vinsælasta popptónlist samtímans hljómar undir. _______________________ Valur: Baldvin Þorsteinsson 8, Elvar Friðriksson 8 (2 víti), Ingvar Árnason 6, Sigurður Eggertsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 2, Hjalti Pálmason 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 17 (1 víti), Ólafur Gíslason 4.HK: Valdimar Fannar Þórsson 6 (5 víti), Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Einar Ingi Hrafnsson 4, Ásbjörn Stefánsson 4, Jón Björgvin Pétursson 3, Gunnar Steinn Einarsson 3, Bjarki Már Gunnarsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 15 (1 víti) Olís-deild karla Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Valur komst í kvöld áfram í Eimskips-bikarnum í handbolta með því að leggja HK að velli í sannkölluðum stórleik. Leikurinn endaði 27-26. HK-ingar byrjuðu betur í Vodafone-höllinni í kvöld en svo náðu Valsmenn tökunum og voru yfir 16-12 í hálfleik. Valsmenn virtust vera með leikinn í höndum sér í seinni hálfleik en undir lokin kom óvænt spenna. HK-ingar fóru hinsvegar illa með síða síðustu sókn þar sem þeir höfðu möguleika á því að jafna metin. Valur: Baldvin Þorsteinsson 8, Elvar Friðriksson 8 (2 víti), Ingvar Árnason 6, Sigurður Eggertsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 2, Hjalti Pálmason 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 17 (1 víti), Ólafur Gíslason 4.HK: Valdimar Fannar Þórsson 6 (5 víti), Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Einar Ingi Hrafnsson 4, Ásbjörn Stefánsson 4, Jón Björgvin Pétursson 3, Gunnar Steinn Einarsson 3, Bjarki Már Gunnarsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 15 (1 víti) Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má lesa hana hér að neðan. _______________________ 20:49 Valur - HK 27-26 (LEIK LOKIÐ)Það kom óvænt spenna í lokin. Valsmenn fóru í sókn á síðustu mínútunni en skot þeirra var varið. Það voru 20 sekúndur til leiksloka þegar HK fór í sóknina en Valdimar Fannar Þórsson átti misheppnaða sendingu á ögurstundu sem fór í innkast. Mikil spenna en Valsmenn komast áfram. 20:47 Valur - HK 27-25Valsmenn hafa ekki hleypt HK-ingum neitt nálægt sér í seinni hálfleik. Þrátt fyrir arfadapra byrjun þá virðist sem Hlíðarendapiltar séu að tryggja sér áfram. 20:43 Valur - HK 27-24Það eru tæpar fimm mínútur eftir af leiknum. 20:39 Valur - HK 26-22Við bendum á að haldið er utan um alla markaskorara neðst á síðunni. 20:33 Valur - HK 25-20Það þarf margt að breytast til að HK-ingar komist í gírinn. Ef þeir finna glufu þá reynist þeim alveg nægilega erfitt að koma boltanum framhjá Pálmari í markinu. 20:27 Valur - HK 23-17Eins og staðan er núna hafa Valsmenn öll tök á leiknum. Sóknarleikur þeirra er beinskeyttur og HK-ingar hafa fá svör. 20:19 Valur - HK 19-14Seinni hálfleikur er farinn af stað og Valsmenn halda sínu forskoti. 20:05 Valur - HK 16-12 (Hálfleikur)Það er kominn hálfleikur hér á Hlíðarenda. Baldvin Þorsteinsson skoraði tvö mikilvæg mörk fyrir Valsmenn hér undir blálok hálfleiksins. Heldur betur sveifla í þessum leik. Valur: Ingvar Árnason 6, Baldvin Þorsteinsson 6, Elvar Friðriksson 3, Sigurður Eggertsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 9 (1 víti), Ólafur Gíslason 4.HK: Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Jón Björgvin Pétursson 3, Valdimar Fannar Þórsson 2 (2 víti), Einar Ingi Hrafnsson 2, Gunnar Steinn Einarsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 8. 19:58 Valur - HK 13-10Pálmar Pétursson er í stuði í marki Valsmanna sem hafa skorað fimm mörk í röð og eru svo sannarlega með tökin þessa stundina. 19:55 Valur - HK 11-10Góður leikkafli hjá Val sem hefur skorað þrjú mörk í röð og er skyndilega með forystuna. HK tók leikhlé. 19:50 Valur - HK 8-10Munurinn er að haldast sá sami. Varnarleikur Vals hefur verið dapur fyrsta stundarfjórðung leiksins og það er eitthvað sem þarf að laga. 19:44 Valur - HK 5-8Línumaðurinn Ingvar Árnason hefur verið hættulegastur í sóknarleik Valsliðsins og skorað fjögur af mörkum liðsins. 19:38 Valur - HK 3-5Það er þokkalega mætt í Vodafone-höllina miðað við ástandið í þjóðfélaginu. HK-ingar byrjar betur í þessum leik og hafa Jón Björgvin og Ólafur Bjarki skorað tvö mörk hvor. 19:35 Valur - HK 1-3 Björn Ingi fer vel af stað í marki HK og hefur varið fimm skot á fyrstu fjórum mínútunum. 19:31 Valur - HK 1-2Leikurinn er hafinn. Þess má geta að eftir þrjár umferðir í N1-deild karla eru Valsmenn með fimm stig en HK fjögur. Ingvar Árnason skorar fyrsta mark Vals og fyrsta mark leiksins en HK svarar strax og kemst yfir. 19:25 Komið þið sæl og blessuð. Hér er allt að vera klárt að Hlíðarenda fyrir þennan stórleik 32-liða úrslita bikarsins. Áhorfendur eru að koma sér fyrir og vinsælasta popptónlist samtímans hljómar undir. _______________________ Valur: Baldvin Þorsteinsson 8, Elvar Friðriksson 8 (2 víti), Ingvar Árnason 6, Sigurður Eggertsson 2, Arnór Þór Gunnarsson 2, Hjalti Pálmason 1. Varin skot: Pálmar Pétursson 17 (1 víti), Ólafur Gíslason 4.HK: Valdimar Fannar Þórsson 6 (5 víti), Ólafur Bjarki Ragnarsson 4, Einar Ingi Hrafnsson 4, Ásbjörn Stefánsson 4, Jón Björgvin Pétursson 3, Gunnar Steinn Einarsson 3, Bjarki Már Gunnarsson 1. Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 15 (1 víti)
Olís-deild karla Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira