Sport

Tvö Íslandsmet og Ólympíulágmark í Tallinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir frjálsíþróttakona.
Ásdís Hjálmsdóttir frjálsíþróttakona.
Ásdís Hjálmsdóttir og Íris Anna Skúladóttir bættu bæði Íslandsmet í sínum greinum í Evrópubikarkeppni landsliða í Tallinn í Eistlandi.

Ásdís náði þar að auki Ólympíulágmarki í spjótkasti er hún kastaði 57,49 metra og bætti Íslandsmet sitt um 39 sentimetra. Lágmarkið fyrir Ólympíuleikana er 56 metrar en gamla Íslandsmetið setti hún árið 2005.

Íris Anna bætti eigið Íslandsmetí 3000 metra hindrunarhlaupi um 32,5 sekúndur. Gamla metið setti hún í byrjun mánaðarins.

Hún náði með þessum árangri lágmarki fyrir HM unglinga nítján ára og yngri sem fer fram í Póllandi í næsta mánuði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×