Bakkavör komið í vaxtargírinn 2. september 2008 15:42 Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar. Mynd/GVA Bakkavör ætlar að blása í heilmikla söluaukningu á næstu fjórum árum. Þetta segir Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, í stóru viðtali við breska viðskiptadagblaðið Financial Times í dag. Í blaðinu er farið yfir sögu Bakkavarar allt frá fyrstu dögum þess árið 1986 þegar þeir bræður voru 21 og 19 ára og til mikils vaxtar síðastliðin ár, ekki síst með kaupum á Katsouris Fresh Foods árið 2001, fyrirtækis sem var fimm sinnum stærra en Bakkavör. Þá telur blaðið að Geest, sem Bakkavör keypti árið 2005, hafi verið um þrisvar til fjórum sinnum stærra. Segir Ágúst Bakkavör óhrætt við að kaupa stærri fyrirtæki en félagið sé. Ágúst segir stefnuna setta á frekari vöxt í framtíðinni og spáir því að sala muni fara úr 1,5 milljörðum punda á síðasta ári í fjóra milljarða árið 2012. Í blaðinu segir að þótt þetta virðist stórir draumar þá hafi sala fyrirtækisins tífaldast á árabilinu 2004 til síðasta árs. Ágúst segir mikla vaxtarmöguleika í Kína. Þar sé eftirspurnin gríðarleg og miklir möguleikar. Bakkavör setti fótinn inn fyrir dyr kínverska drekans fyrir þremur árum. „Við erum mjög spennt fyrir tækifærunum þar," segir Ágúst. Þá er bent á að Bakkavör hafi tekið tæpan ellefu prósenta hlut í írska samlokuframleiðandanum Greencore fyrr á þessu ári. Gengi bréfanna hafi hrunið í kjölfarið og Bakkavör tapað 46,2 milljónum punda á stöðunni. Ágúst telur gengið jafna sig til lengri tíma. Ýjað er að því að Bakkavör stefni á yfirtöku á Greencore en félagið jók hægt og bítandi stöðu sína í Geest áður en yfirtökutilboð var lagt fram. Ágúst bendir á að yfirtökur krefjist útgáfu nýr hlutafjár. Blaðið bendir á að bræðurnir eigi 45 prósenta hlut í fjármálaþjónustufyrirtækinu Exista sem aftur sitji á 39,6 prósenta hlut í Bakkavör. Við hlutafjáraukningu, sem gæti orðið í kjölfar nýrrar yfirtöku, sé hætt við að hlutafé eigenda í Bakkavör þynnist. Exista vilji ekki horfa upp á hlutafjáreignina í Bakkavör minnka og því muni félagið koma í veg fyrir slíkt með öllum hætti, svo sem með sölu eigna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Bakkavör ætlar að blása í heilmikla söluaukningu á næstu fjórum árum. Þetta segir Ágúst Guðmundsson, forstjóri Bakkavarar, í stóru viðtali við breska viðskiptadagblaðið Financial Times í dag. Í blaðinu er farið yfir sögu Bakkavarar allt frá fyrstu dögum þess árið 1986 þegar þeir bræður voru 21 og 19 ára og til mikils vaxtar síðastliðin ár, ekki síst með kaupum á Katsouris Fresh Foods árið 2001, fyrirtækis sem var fimm sinnum stærra en Bakkavör. Þá telur blaðið að Geest, sem Bakkavör keypti árið 2005, hafi verið um þrisvar til fjórum sinnum stærra. Segir Ágúst Bakkavör óhrætt við að kaupa stærri fyrirtæki en félagið sé. Ágúst segir stefnuna setta á frekari vöxt í framtíðinni og spáir því að sala muni fara úr 1,5 milljörðum punda á síðasta ári í fjóra milljarða árið 2012. Í blaðinu segir að þótt þetta virðist stórir draumar þá hafi sala fyrirtækisins tífaldast á árabilinu 2004 til síðasta árs. Ágúst segir mikla vaxtarmöguleika í Kína. Þar sé eftirspurnin gríðarleg og miklir möguleikar. Bakkavör setti fótinn inn fyrir dyr kínverska drekans fyrir þremur árum. „Við erum mjög spennt fyrir tækifærunum þar," segir Ágúst. Þá er bent á að Bakkavör hafi tekið tæpan ellefu prósenta hlut í írska samlokuframleiðandanum Greencore fyrr á þessu ári. Gengi bréfanna hafi hrunið í kjölfarið og Bakkavör tapað 46,2 milljónum punda á stöðunni. Ágúst telur gengið jafna sig til lengri tíma. Ýjað er að því að Bakkavör stefni á yfirtöku á Greencore en félagið jók hægt og bítandi stöðu sína í Geest áður en yfirtökutilboð var lagt fram. Ágúst bendir á að yfirtökur krefjist útgáfu nýr hlutafjár. Blaðið bendir á að bræðurnir eigi 45 prósenta hlut í fjármálaþjónustufyrirtækinu Exista sem aftur sitji á 39,6 prósenta hlut í Bakkavör. Við hlutafjáraukningu, sem gæti orðið í kjölfar nýrrar yfirtöku, sé hætt við að hlutafé eigenda í Bakkavör þynnist. Exista vilji ekki horfa upp á hlutafjáreignina í Bakkavör minnka og því muni félagið koma í veg fyrir slíkt með öllum hætti, svo sem með sölu eigna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira