Geir Haarde undrast dóm Hæstaréttar Magnús Halldórsson skrifar 14. maí 2008 00:01 „Ég undrast þennan dóm,“ sagði Geir Haarde forsætisráðherra um dóm Hæstaréttar frá því á fimmtudag síðastliðinn, en þá var framkvæmd útboðs vegna sölu á hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum (ÍAV) dæmd ólögmæt. Salan fór fram árið 2003. „Við töldum ferlið hafa verið eðlilegt,“ sagði Geir. Óljóst er hvaða áhrif dómurinn mun hafa en svo kann að vera að einhverjir aðrir bjóðendur í hlutinn eigi rétt á skaðabótum, þar sem hugsanlegt er að hæsta boði í hlutinn hafi ekki verið tekið í ljósi mats dómkvaddra matsmanna þess efnis. Samkvæmt þeirra mati áttu Jarðboranir hf. hæsta boð.Höfuðstöðvar ÍAV Sala á hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hefur verið dæmd ólögmæt í Hæstarétti.fréttablaðið/vilhelm„Þetta sýnir hvernig málið var vaxið á sínum tíma. Það var brotið gegn tveimur meginreglum í útboðum á vegum hins opinbera. Annars vegar að gætt sé jafnræðis bjóðenda og hins vegar að hæsta boði sé tekið,“ segir Sigurbjörn Þorbergsson lögmaður JB byggingarfélags (JBB) og Trésmiðju Snorra Hjaltasonar (TSH) í máli félaganna gegn íslenska ríkinu. JBB og THS höfðuðu mál á hendur íslenska ríkinu en þau buðu saman í 39,86 prósenta hlut ríkisins. Ásamt þeim buðu Jarðboranir, Joco, og Eignarhaldsfélagið AV ehf. (EAV) í hlutinn, en hið síðastnefnda fékk hlutinn á um tvo milljarða króna. Í febrúar í fyrra var málinu vísað frá, en þeim dómi var snúið við í Hæstarétti. Ekki var þó fallist á skaðabótakröfu. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að stjórnendum Íslenskra aðalverktaka, sem buðu í hlut ríkisins undir merkjum EAV, hafi haft stöðu fruminnherja í skilningi þágildandi laga um verðbréfaviðskipti og þeir hafi ekki virt skyldur sem á þá voru lagðar vegna viðskipta með hluti í ÍAV. Ekki er þó tekið fram í dómnum að stjórnendur hafi búið yfir gögnum sem aðrir höfðu ekki. Í dómnum segir að ekki hafi verið tryggt jafnræði þeirra sem tóku þátt í útboðinu eða réttra samskiptareglna gætt. „Verður því að fallast á með áfrýjendum að framkvæmd útboðs stefnda á nefndum eignarhlut í Íslenskum aðalverktökum hafi verið ólögmæt,“ segir orðrétt í dómi Hæstaréttar. Baldur Guðlaugsson, núverandi formaður einkavæðingarnefnar (framkvæmdanefndar um einkavæðingu), segir óljóst hvaða áhrif dómurinn hafi. Baldur var ekki formaður nefndarinnar þegar salan fór fram. „Það er auðvitað ekki gott að fá þessa niðurstöðu dómstóla. Hæstiréttur staðfestir nú samt þá niðurstöðu að áfrýjendur í þessu tiltekna máli hafi ekki átt rétt á bótum. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
„Ég undrast þennan dóm,“ sagði Geir Haarde forsætisráðherra um dóm Hæstaréttar frá því á fimmtudag síðastliðinn, en þá var framkvæmd útboðs vegna sölu á hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum (ÍAV) dæmd ólögmæt. Salan fór fram árið 2003. „Við töldum ferlið hafa verið eðlilegt,“ sagði Geir. Óljóst er hvaða áhrif dómurinn mun hafa en svo kann að vera að einhverjir aðrir bjóðendur í hlutinn eigi rétt á skaðabótum, þar sem hugsanlegt er að hæsta boði í hlutinn hafi ekki verið tekið í ljósi mats dómkvaddra matsmanna þess efnis. Samkvæmt þeirra mati áttu Jarðboranir hf. hæsta boð.Höfuðstöðvar ÍAV Sala á hlut íslenska ríkisins í Íslenskum aðalverktökum hefur verið dæmd ólögmæt í Hæstarétti.fréttablaðið/vilhelm„Þetta sýnir hvernig málið var vaxið á sínum tíma. Það var brotið gegn tveimur meginreglum í útboðum á vegum hins opinbera. Annars vegar að gætt sé jafnræðis bjóðenda og hins vegar að hæsta boði sé tekið,“ segir Sigurbjörn Þorbergsson lögmaður JB byggingarfélags (JBB) og Trésmiðju Snorra Hjaltasonar (TSH) í máli félaganna gegn íslenska ríkinu. JBB og THS höfðuðu mál á hendur íslenska ríkinu en þau buðu saman í 39,86 prósenta hlut ríkisins. Ásamt þeim buðu Jarðboranir, Joco, og Eignarhaldsfélagið AV ehf. (EAV) í hlutinn, en hið síðastnefnda fékk hlutinn á um tvo milljarða króna. Í febrúar í fyrra var málinu vísað frá, en þeim dómi var snúið við í Hæstarétti. Ekki var þó fallist á skaðabótakröfu. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að stjórnendum Íslenskra aðalverktaka, sem buðu í hlut ríkisins undir merkjum EAV, hafi haft stöðu fruminnherja í skilningi þágildandi laga um verðbréfaviðskipti og þeir hafi ekki virt skyldur sem á þá voru lagðar vegna viðskipta með hluti í ÍAV. Ekki er þó tekið fram í dómnum að stjórnendur hafi búið yfir gögnum sem aðrir höfðu ekki. Í dómnum segir að ekki hafi verið tryggt jafnræði þeirra sem tóku þátt í útboðinu eða réttra samskiptareglna gætt. „Verður því að fallast á með áfrýjendum að framkvæmd útboðs stefnda á nefndum eignarhlut í Íslenskum aðalverktökum hafi verið ólögmæt,“ segir orðrétt í dómi Hæstaréttar. Baldur Guðlaugsson, núverandi formaður einkavæðingarnefnar (framkvæmdanefndar um einkavæðingu), segir óljóst hvaða áhrif dómurinn hafi. Baldur var ekki formaður nefndarinnar þegar salan fór fram. „Það er auðvitað ekki gott að fá þessa niðurstöðu dómstóla. Hæstiréttur staðfestir nú samt þá niðurstöðu að áfrýjendur í þessu tiltekna máli hafi ekki átt rétt á bótum.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira