Körfubolti

Cleveland vann sjötta leikinn í röð

Vinirnir LeBron James og Carmelo Anthony háðu einvígi í Cleveland í nótt
Vinirnir LeBron James og Carmelo Anthony háðu einvígi í Cleveland í nótt NordicPhotos/GettyImages

Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Cleveland vann sjötta leikinn í röð þegar liðið skellti Denver á heimavelli 110-99.

Þetta var fimmti sigur Cleveland í röð á heimavelli og batt enda á sex leikja sigurgöngu Denver í viðureignum liðanna. Mo Williams skoraði 24 stig fyrir Cleveland og LeBron James var með 22 stig, 11 stoðsendingar og 8 fráköst. Chauncey Billups var bestur hjá Denver með 26 stig.

Chicago lagði Dallas á heimavelli sínum 98-91 þar sem Ben Gordon var í miklu stuði og skoraði 35 stig fyrir Chicago og Luol Deng 20. Josh Howard skoraði 21 stig fyrir Dallas sem hefur tapað sex af fyrstu átta leikjum sínum.

Loks vann Detroit sigur á Golden State á útivelli 107-102 þar sem tveir þristar í lokin frá Rasheed Wallace tryggðu Detroit sigurinn. Þetta var áttundi sigur Detroit í síðustu tíu leikjum gegn Golden State.

Rip Hamilton var stigahæstur hjá Detroit með 24 stig, Allen Iverson skoraði 23 stig og gaf 9 stoðsendingar og Rasheed Wallace skoraði 19 stig og hirti 11 fráköst.

CJ Watson skoraði 17 stig fyrir Golden State og Andris Biedrins skoraði 17 stig og hirti 19 fráköst. Þetta var 16. leikurinn í röð sem Biedrins hirðir 10 fráköst eða meira fyrir Golden State, en það er félagsmet.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×