Húsband spilar eftir fíling 22. júlí 2008 06:00 Trompetleikarinn Ari Bragi Kárason fer í tónlistarnám til New York í haust. Hann var hársbreidd frá því að fá inni í Juilliard. Fréttablaðið/Arnþór Vegfarendur um Bankastrætið hafa eflaust orðið varir við djasstónlistina sem þar hefur ómað reglulega í sumar. Að baki henni er óeiginlegt húsband skemmtistaðarins Priksins. „Við erum hópur stráka sem erum eiginlega allir útskriftarnemar úr FÍH tónlistarskólanum. Við höfum spilað á Prikinu alla þriðjudaga og laugardaga í sumar, en erum ekki alltaf fastur hópur. Það fer bara eftir fíling og hverjir eru uppteknir og lausir hverju sinni. Ég og gítarleikarinn erum eiginlega alltaf, en annars er þetta mjög fljótandi," útskýrir Ari Bragi Kárason, trompetleikari sveitarinnar ónefndu. Á heimasíðu staðarins gengur hún undir ýmsum nöfnum, þar á meðal „Hit me baby one more time" og „Aron Pálmi". „Já, þetta er eiginlega bara í lausu lofti," segir Ari og hlær við. Hann heldur til New York í ágúst þar sem hann hefur nám í The News School of Jazz and Contemporary Music. Ari fór einnig í inntökupróf við hinn virta tónlistarskóla Juilliard og komst ansi langt. „Við vorum tíu strákar úr svona 230 manna hópi sem komumst í inntökupróf í djassdeildina, sem er mjög lítil. Við vorum að keppa um eitt pláss og spiluðum þarna fyrir tíu manna dómnefnd. Þremur tímum eftir fyrsta áheyrnarprófið var ég einn af fimm sem voru kallaðir til baka, og svo voru þrír skornir út. Þá var bara ég og einn annar strákur eftir. Hann var sautján ára svartur strákur úr Queens, svo þetta var dauðadæmt. Ég held að það hafi haft eitthvað að segja. Ég segi sjálfum mér það að minnsta kosti til hughreystingar," segir Ari og hlær við. -sun Mest lesið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Segir sögur með timbri Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Vegfarendur um Bankastrætið hafa eflaust orðið varir við djasstónlistina sem þar hefur ómað reglulega í sumar. Að baki henni er óeiginlegt húsband skemmtistaðarins Priksins. „Við erum hópur stráka sem erum eiginlega allir útskriftarnemar úr FÍH tónlistarskólanum. Við höfum spilað á Prikinu alla þriðjudaga og laugardaga í sumar, en erum ekki alltaf fastur hópur. Það fer bara eftir fíling og hverjir eru uppteknir og lausir hverju sinni. Ég og gítarleikarinn erum eiginlega alltaf, en annars er þetta mjög fljótandi," útskýrir Ari Bragi Kárason, trompetleikari sveitarinnar ónefndu. Á heimasíðu staðarins gengur hún undir ýmsum nöfnum, þar á meðal „Hit me baby one more time" og „Aron Pálmi". „Já, þetta er eiginlega bara í lausu lofti," segir Ari og hlær við. Hann heldur til New York í ágúst þar sem hann hefur nám í The News School of Jazz and Contemporary Music. Ari fór einnig í inntökupróf við hinn virta tónlistarskóla Juilliard og komst ansi langt. „Við vorum tíu strákar úr svona 230 manna hópi sem komumst í inntökupróf í djassdeildina, sem er mjög lítil. Við vorum að keppa um eitt pláss og spiluðum þarna fyrir tíu manna dómnefnd. Þremur tímum eftir fyrsta áheyrnarprófið var ég einn af fimm sem voru kallaðir til baka, og svo voru þrír skornir út. Þá var bara ég og einn annar strákur eftir. Hann var sautján ára svartur strákur úr Queens, svo þetta var dauðadæmt. Ég held að það hafi haft eitthvað að segja. Ég segi sjálfum mér það að minnsta kosti til hughreystingar," segir Ari og hlær við. -sun
Mest lesið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Segir sögur með timbri Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira