Bjó í 12 ár fyrir ofan kjallarafangelsið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. apríl 2008 21:07 Lögregla á vettvangi í Amstetten þar sem stúlkunni var haldið fanginni. MYND/AP Alfred Dubanovsky, 42 ára starfsmaður á bensínstöð, bjó í tólf ár aðeins örfáa metra frá Elísabetu Fritz og þremur börnum hennar í Amstetten í Austurríki. Í dag játaði faðir Elísabetar, Josef, að hafa fangelsað dóttur sína í 24 ár í kjallara hússins þar sem hann bjó og ól með henni sjö börn. Eitt þeirra dó, þrjú ól Josef upp með eiginkonu sinni og þrjú bjuggu með Elísabetu í 42 fermetra íbúð í kjallaranum en þau sáu dagsljós í fyrsta sinn nú um helgina. „Ég næ þessu ekki. Ég bjó í tólf ár í húsinu og tók ekki eftir neinu," sagði Dubanovsky. Hann flutti úr íbúðinni í fyrra en Josef átti húsið og leigði út átta íbúðir í því. „Það er ekki hægt að ímynda sér hvað gekk á þarna niðri," bætti hann við. Dubanovsky segir að það sé þó ýmislegt sem hafi komið sér furðulega fyrir sjónir þá sem hann skilur betur nú. Josef hafi til að mynda harðbannað öllum íbúum hússins að koma nálægt kjallaranum. „Kjallarinn er læstur með rafstýrðum lásum og sá sem kemur nálægt honum verður umsvifalaust borinn út," mun hann hafa sagt. Dubanovsky mun einnig hafa tekið eftir því að Josef burðaðist með matvörur í hjólbörum niður í kjallarann auk þess sem hann heyrði bank og önnur hljóð úr kjallaranum sem hann gat ekki útskýrt. Annað hafi verið ósköp eðlilegt. „Ég og Josef spjölluðum oft um daginn og veginn," sagði Dubanovsky. „Þetta leit út fyrir að vera eðlileg fjölskylda og voru þau hjónin mjög góð við barnabörnin sín." Mál Josef Fritzl Austurríki Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Alfred Dubanovsky, 42 ára starfsmaður á bensínstöð, bjó í tólf ár aðeins örfáa metra frá Elísabetu Fritz og þremur börnum hennar í Amstetten í Austurríki. Í dag játaði faðir Elísabetar, Josef, að hafa fangelsað dóttur sína í 24 ár í kjallara hússins þar sem hann bjó og ól með henni sjö börn. Eitt þeirra dó, þrjú ól Josef upp með eiginkonu sinni og þrjú bjuggu með Elísabetu í 42 fermetra íbúð í kjallaranum en þau sáu dagsljós í fyrsta sinn nú um helgina. „Ég næ þessu ekki. Ég bjó í tólf ár í húsinu og tók ekki eftir neinu," sagði Dubanovsky. Hann flutti úr íbúðinni í fyrra en Josef átti húsið og leigði út átta íbúðir í því. „Það er ekki hægt að ímynda sér hvað gekk á þarna niðri," bætti hann við. Dubanovsky segir að það sé þó ýmislegt sem hafi komið sér furðulega fyrir sjónir þá sem hann skilur betur nú. Josef hafi til að mynda harðbannað öllum íbúum hússins að koma nálægt kjallaranum. „Kjallarinn er læstur með rafstýrðum lásum og sá sem kemur nálægt honum verður umsvifalaust borinn út," mun hann hafa sagt. Dubanovsky mun einnig hafa tekið eftir því að Josef burðaðist með matvörur í hjólbörum niður í kjallarann auk þess sem hann heyrði bank og önnur hljóð úr kjallaranum sem hann gat ekki útskýrt. Annað hafi verið ósköp eðlilegt. „Ég og Josef spjölluðum oft um daginn og veginn," sagði Dubanovsky. „Þetta leit út fyrir að vera eðlileg fjölskylda og voru þau hjónin mjög góð við barnabörnin sín."
Mál Josef Fritzl Austurríki Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira