Dýrafóður fyrir börnin 13. ágúst 2008 09:49 Ekki alls fyrir löngu var hversdagsleg eldamennska innan heimilis einkum talin á verksviði húsmæðra í fullu starfi. Sá sem fékk greitt fyrir matargerð með öðru en lífsfyllingu hét matreiðslumaður ef það var karl. Kona gat til dæmis kallast matráðskona eða jafnvel eldabuska. Sem hljómar svo skemmtilega næstum eins og öskubuska. En nú er öldin önnur. Enginn nýtur nú lífsins til fullnustu án þess að hafa alveg óskaplega gaman af að búa til góðan mat, að minnsta kosti ef marka má mjúku áhugasviðsdálkana í blöðunum. Oft í viku má lesa þar krúttleg viðtöl við allskyns fólk sem veit hreinlega ekkert skemmtilegra en hræra í pottum, og því til sönnunar eru gjarnan myndir af viðmælandanum brosandi að hræra í þykjustunni í augljóslega galtómum potti. Textinn snýst svo iðulega um þann unað og undursamlegu slökun sem viðkomandi matgæðingur finnur í eldhúsinu eftir slítandi dag í vinnunni. Soðning á mánudögum, kjötbollur á þriðjudögum og saltfiskur á laugardögum er dottinn úr tísku. Í sumar hafa svo ýmsar hugmyndir bæst í sarpinn fyrir þá sem ekki fá nóg af skapandi eldhúsverkum því útilegumaturinn verður auðvitað að vera dásamlegur líka. Fáeinir sólarhringar í tjaldi á Þingvöllum eru nefnilega ekkert slor þegar hægt er að útbúa nestið fyrirfram heima og taka með í handhægum plastboxum. Enginn þarf að kveljast af næringarskorti þegar einfalt er að föndra glæsilega skreytt smurbrauð, indverska pottrétti eða dálítið sushi sem lagt er fallega í kæliboxið. Trúlega er kunningja mínum einum ekki lífsspursmál að fá brauðsneið með surimi, krabbasalati, spergli, sítrónu, eggjabátum og steinseljusprota fyrir svefninn því hann segist aldrei þurfa meira en tíu mínútna undirbúning fyrir ferðalag. Þrátt fyrir röskleg handtök og mikla þjálfun tekur minn undirbúningur fyrir jafnvel stuttar útilegur hinsvegar allavega hálfan vinnudag. Og eftir að hugmyndin um að pylsur og bakaðar baunir hrærðar saman í potti á prímus væru dýrafóður sem aldrei í lífinu skyldi gefa börnum hefur pressan aukist til muna. Andófsmaðurinn við hóglífinu lætur samt á sér kræla. Einhversstaðar fæðist rómantísk hugmynd um að raunveruleg þægindi felist kannski mest í einfaldleikanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun
Ekki alls fyrir löngu var hversdagsleg eldamennska innan heimilis einkum talin á verksviði húsmæðra í fullu starfi. Sá sem fékk greitt fyrir matargerð með öðru en lífsfyllingu hét matreiðslumaður ef það var karl. Kona gat til dæmis kallast matráðskona eða jafnvel eldabuska. Sem hljómar svo skemmtilega næstum eins og öskubuska. En nú er öldin önnur. Enginn nýtur nú lífsins til fullnustu án þess að hafa alveg óskaplega gaman af að búa til góðan mat, að minnsta kosti ef marka má mjúku áhugasviðsdálkana í blöðunum. Oft í viku má lesa þar krúttleg viðtöl við allskyns fólk sem veit hreinlega ekkert skemmtilegra en hræra í pottum, og því til sönnunar eru gjarnan myndir af viðmælandanum brosandi að hræra í þykjustunni í augljóslega galtómum potti. Textinn snýst svo iðulega um þann unað og undursamlegu slökun sem viðkomandi matgæðingur finnur í eldhúsinu eftir slítandi dag í vinnunni. Soðning á mánudögum, kjötbollur á þriðjudögum og saltfiskur á laugardögum er dottinn úr tísku. Í sumar hafa svo ýmsar hugmyndir bæst í sarpinn fyrir þá sem ekki fá nóg af skapandi eldhúsverkum því útilegumaturinn verður auðvitað að vera dásamlegur líka. Fáeinir sólarhringar í tjaldi á Þingvöllum eru nefnilega ekkert slor þegar hægt er að útbúa nestið fyrirfram heima og taka með í handhægum plastboxum. Enginn þarf að kveljast af næringarskorti þegar einfalt er að föndra glæsilega skreytt smurbrauð, indverska pottrétti eða dálítið sushi sem lagt er fallega í kæliboxið. Trúlega er kunningja mínum einum ekki lífsspursmál að fá brauðsneið með surimi, krabbasalati, spergli, sítrónu, eggjabátum og steinseljusprota fyrir svefninn því hann segist aldrei þurfa meira en tíu mínútna undirbúning fyrir ferðalag. Þrátt fyrir röskleg handtök og mikla þjálfun tekur minn undirbúningur fyrir jafnvel stuttar útilegur hinsvegar allavega hálfan vinnudag. Og eftir að hugmyndin um að pylsur og bakaðar baunir hrærðar saman í potti á prímus væru dýrafóður sem aldrei í lífinu skyldi gefa börnum hefur pressan aukist til muna. Andófsmaðurinn við hóglífinu lætur samt á sér kræla. Einhversstaðar fæðist rómantísk hugmynd um að raunveruleg þægindi felist kannski mest í einfaldleikanum.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun